Hættir sem forseti borgarstjórnar/þó fyrr hefði verið !!!!,það er ekki hægt að starfa með þessi liði þarna!!!!

Hættir sem forseti borgarstjórnar
Innlent | mbl.is | 20.4.2011 | 12:03

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í... Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér sem forseti borgarstjórnar. Það gerir hún vegna vinnubragða meirihluta borgarstjórnar við afgreiðslu tillagna um sameiningu skóla. Sóley Tómasdóttir hefur einnig sagt af sér embætti varaforseta borgarstjórnar af sömu ástæðu.

Hanna Birna var kosin forseti borgarstjórnar á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningar á síðasta ári, en hún hafði í kosningabaráttunni talað fyrir auknum samstarfi í borgarstjórn.

„Við teljum að þessi atburðarrás í kringum ákvörðunina sem tekin var hér í gærkvöldi staðfesti að þetta sé fullreynt,“ sagði Hanna Birna í samtali við mbl.is og vísaði þar til ákvörðunar meirihlutans um að sameina skóla.

„Við erum þeirrar skoðunar að þeir hafi farið gegn öllu því sem við sömdum um að gera og öllum þeim vinnubrögðum sem við ætluðum að reyna að innleiða. Við teljum að þetta sé komið á endastöð. Við getum ekki sætt okkur við að ekkert hafi verið gert með allar þessar athugasemdir sem bárust og nýtt tækifæri til að gefa íbúum tækifæri til aðkomu að málinu.“

 

  • Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í borgarstjórn.

    Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í borgarstjórn.

 

Yfirlýsing Hönnu Birnu

Undirrituð Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur ákveðið að hætta sem forseti borgarstjórnar og formlega óskað eftir því að kosinn verði nýr forseti á næsta borgarstjórnarfundi. Undirrituð Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna hefur sömuleiðis ákveðið að hætta sem 1. varaforseti borgarstjórnar.

Þegar ný borgarstjórn tók við í júní 2010, varð það að samkomulagi milli allra flokka að halda áfram að innleiða ný vinnubrögð og aukið samstarf í samræmi við yfirlýsingu allrar borgarstjórnar þar sem sagði:

,,Vilji er fyrir því hjá nýkjörinni borgarstjórn að auka samvinnu milli flokka og nýta krafta allra borgarfulltrúa í samræmi við vinnubrögð fráfarandi borgarstjórnar.“

Liður í þessu samkomulagi var að við oddvitar minnihlutans tókum að okkur embætti forseta borgarstjórnar og 1. varaforseta, enda væri það táknrænt um áframhaldandi samstarf meirihluta og minnihluta. Allt frá því að nýr meirihluti tók við hafa fulltrúar minnihlutans lagt sig fram um að standa við umrætt samkomulag. Það hefur verð gert með því að flytja tillögur um aðgerðir og lausnir vegna brýnna hagsmunamála borgarbúa en einnig með tillögum um að kalla að borðinu starfsfólk, fagaðila og íbúa til samráðs. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur þessi viðleitni minnihlutans þó litlum árangri skilað og meirihlutinn tekið allar stórar ákvarðanir án raunverulegs samráðs.

Það er mat borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna að með atkvæðagreiðslunni í gærkvöldi um miklar breytingar á þjónustu við börn í skólum borgarinnar sé það fullreynt að til staðar sé nokkur raunverulegur vilji hjá meirihlutanum til að ástunda betri vinnubrögð og auka aðkomu íbúa að lykilákvörðunum.

Með því að þvinga þessar breytingar í gegn í andstöðu við 12.000 íbúa og rúmlega 90% umsagna foreldra og hagsmunaaðila, er með einhliða valdboði gengið svo langt gegn vilja borgarbúa og fyrrgreindu samkomulagi borgarstjórnar að algjör trúnaðarbrestur hefur orðið milli borgarstjórnar og borgarbúa.

Það eru mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki hugrekki til þess að virkja þátttöku íbúa og starfsfólks, auka samvinnu minni- og meirihluta og innleiða þannig ný og betri stjórnmál.///þetta vara nærri vitað mál og erum við sem styðjum hana hissa hvað hún hefur þraukað,að starfa með þessu liði  er ekki fyrir neinn sem er í lagi als ekki ,þetta er manneskja sem vill samvinnu en það er engin samvinna allt á einn veg að vera á móti okkur Borgurunum og ger allt okkur til bölvunar!!!! það er allavega mín skoðun og fleiri,það er komið að þolmörkum hjá okkur öllum og við verðum að gera bara uppreisn gegn þessari vitleysu allri ekki spurning/Halli gamli
 


mbl.is Hættir sem forseti borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband