Gengu af fundi með Ögmundi/ veit Ögmundur ekki að vestfirðingar eru með sál !!!

Gengu af fundi með Ögmundi
Innlent | mbl.is | 20.9.2011 | 12:54

Frá fundinum á Patreksfirði í dag. Meginþorri fundarmanna á opnum fundi um vegamál með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, á Patreksfirði, lýsti stuðningi við tillögu um að baráttu fyrir láglendisvegi verði haldið áfram með því að standa upp og yfirgefa fundinn.

Nokkur hundruð manns komu í félagsheimilið á Patreksfirði áður en fundurinn um vegabætur á Vestfjarðavegi hófst. Utan við félagsheimilið stóðu  nokkrar konur og börðu á búsáhöld og kröfðust svonefndrar láglendisleiðar. 

Eftir að Ögmundur og sveitarstjórar á svæðinu höfðu ávarpað fundinn stóð upp einn fundargestur og lagði til þess, að íbúar samþykktu yfirlýsingu þar sem lýst væri vonbrigðum með þær hugmyndir sem innanríkisráðherra hefur lagt fram og að baráttunni fyrir láglendisleið verði haldið áfram. Lagði hann jafnframt til, að fundargestir greiddu atkvæði með tillögunni með því að standa upp og yfirgefa salinn. Gerði þorri fundarmanna það. 

Nokkrir tugir fundargesta sátu eftir og hélt fundurinn síðan áfram.///Þessi innanríkisráðherra Ögmundur er ekki af baki dottin ,þetta skal gert í trássi við fólkið sem þarna býr,hvernig dettur þessum manni sem setið hefur beggja megin borð í mörg ár,að hægt sé að beygja menn undir vitleysu sem engan enda tekur nema að fara þá leið sem hentar best!!!Vestfirðingar eru fólk sem vill fá þetta vegakerfi gott,ekki spurning um það!!!/ en það er þráhyggjan í V.G. sem þarna kemur í ljós/Halli Gamli


mbl.is Gengu af fundi með Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krumminn

Ekki get ég skilið hér norður í landi um hvað þetta mál á að snúast og ég skil ekki okkar RÚV eða það góða fólk sem sér um Kastljós hvers vegna ekki er farið í rannsóknarvinnu og gefa okkur lýsingar í máli og myndum frá sjónarhóli þeirra sem geta staðið gegn svona vegagerð árum saman án þess að þurfa að útskíra fyrir áhorfendum og íbúum hvað býr undir.

Ég vil skora hér með á fjölmiðla og þá sem málið varðar að gera góða þætti um raunverulegar ástæður og fá um það umfjöllun hvort það geti hugsast að þeir sem standa gegn þessari raunhæfustu veglínu meti trjágróður meira en vegstæði sem kemur öllum öðrum til góða.

Björn Sigurðsson

krumminn, 21.9.2011 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1045618

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband