Hver hlær núna?/Æi þetta er eiginlega ekki hlárursefni!!!!!

„Hver hlær núna?“
Erlent | mbl.is | 30.3.2012 | 22:17

Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu.Breski þingmaðurinn Daniel Hannan, sem situr á Evrópuþinginu fyrir breska Íhaldsflokkinn, sagði í ræðu í þinginu í vikunni að frekar ljót þórðargleði hefði gert vart við sig í þingsalnum í kjölfar hruns íslensku bankanna haustið 2008.
Hann sagði í ræðunni að ýmsir þingmenn víða að úr Evrópu hefðu komið að máli við sig og hlakkað yfir óförum Íslendinga og sagt að svona færi þegar ríki vildu ekki ganga í Evrópusambandið.

„Hver hlær núna?“ spurði Hannan í ræðu sinni. Ísland hefði fellt gengi krónunnar, sem landið hefði getað vegna þess að það var ekki með evruna sem gjaldmiðil, og gert útflutning sinn þannig samkeppnishæfari sem hefði síðan skilað sér í auknum hagvexti sem væri nú litinn öfundaraugum af þeim evruríkjum sem ættu í efnahagserfiðleikum. Íslendingar hefðu líka forðast þau mistök að taka á sig ábyrgðina á skuldbindingum einkabanka.

Hannan vitnaði síðan til nýjustu skoðanakönnunar á Íslandi sem sýndi að 67% Íslendinga vildu ekki ganga í Evrópusambandið. Ástæðan væri sú sagði hann að þeir vissu hvað innganga hefði í för með sér. Auðlindir þeirra yrðu arðrændar, fiskimiðin þeirra tæmd og lýðræði þeirra eyðilagt. Íslenska þingið yrði aðeins að héraðsþingi.

Hann sagði Íslendinga vera klára þjóð sem hefði herst við þá erfiðleika sem kynslóðir þeirra hefðu gengið í gegnum og þeir vissu betur en að kasta á glæ frelsi sínu.//////////Manni finnst þetta ekki vera hlátursefni,nema siður sé,þetta er graf alvarlegt mál,og við sem ekki viljum þarna inn gleðjumst en ekki hlægjum,þetta bara gott mál///Halli gamli


mbl.is „Hver hlær núna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Karlinn flottur.  Vona að einhverjir aulabárðarnir hér hlusti

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2012 kl. 16:28

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ástæða þess að meirihluti þjóðarinnar er andvígur ESB aðild ídag er ekki sú að fólk almenn viti hvað felst í ESB aðild heldur þvert á móti vegna þess að fólk veit ekki hvað felst í ESB aðild. Stór hluti þjóarinnar trúir þeim mýtum og innistæðulausa hræðsluáróðri sem ESB andstæðingar hafa ausið yfir þjóðina. Gott dæmi um það er þessi þvættingur um að við missum auðlindir okkar við það að ganga í ESB.

Þarna er Daniel Hannan einfaldlega að fara með rangt mál. Það hefur engin þjóð þurft að láta frá sér auðlindir við það að ganga í ESB og það hefur aldrei staðið til að gera ESB reglur þannig úr garði að það sé hægt að taka auðlindir af ESB þjóðum.

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2012 kl. 17:34

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Innlent | mbl | 30.3.2012 | 22:17 | Uppfært 31.3.2012 18:17

„Hver hlær núna?“

Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu. stækka

Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu.

Breski þingmaðurinn Daniel Hannan, sem situr á Evrópuþinginu fyrir breska Íhaldsflokkinn, sagði í ræðu í þinginu í vikunni að frekar ljót þórðargleði hefði gert vart við sig í þingsalnum í kjölfar hruns íslensku bankanna haustið 2008. Hann sagði í ræðunni að ýmsir þingmenn víða að úr Evrópu hefðu komið að máli við sig og hlakkað yfir óförum Íslendinga og sagt að svona færi þegar ríki vildu ekki ganga í Evrópusambandið.

„Hver hlær núna?“ spurði Hannan í ræðu sinni. Ísland hefði fellt gengi krónunnar, sem landið hefði getað vegna þess að það var ekki með evruna sem gjaldmiðil, og gert útflutning sinn þannig samkeppnishæfari sem hefði síðan skilað sér í auknum hagvexti sem væri nú litinn öfundaraugum af þeim evruríkjum sem ættu í efnahagserfiðleikum. Íslendingar hefðu líka forðast þau mistök að taka á sig ábyrgðina á skuldbindingum einkabanka.

Hannan vitnaði síðan til nýjustu skoðanakönnunar á Íslandi sem sýndi að 67% Íslendinga vildu ekki ganga í Evrópusambandið. Ástæðan væri sú sagði hann að þeir vissu hvað innganga hefði í för með sér. Auðlindir þeirra yrðu arðrændar, fiskimiðin þeirra tæmd og lýðræði þeirra eyðilagt. Íslenska þingið yrði aðeins að héraðsþingi.

Hann sagði Íslendinga vera klára þjóð sem hefði herst við þá erfiðleika sem kynslóðir þeirra hefðu gengið í gegnum og þeir vissu betur en að kasta á glæ frelsi sínu.

Myndband með ræðu Hannans

Tengdar fréttir — Umsókn um aðild að ESB // Sá hlær best sem síðast hlær

Sævar Einarsson, 31.3.2012 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1045602

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband