Reiðin á spítalanum alvarlegt mál/þetta svara sér sjálft ,þetta bara gengur ekki upp!!!

Reiðin á spíÁ þönum eftir löngum göngum Landspítalans. talanum alvarlegt mál Innlent | mbl | 17.9.2012 | 21:15 Á mikilvægum deildum Landspítala er viðvarandi ástand að sjúklingar liggi frammi á gangi. Húsnæðið drabbast niður, tæki eru ekki keypt og álag eykst. Launahækkun forstjórans kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Að sögn formanns Læknafélags Reykjavíkur eru læknar hræddir við að tjá óánægju sína. „Þetta var mjög óvænt. Það átti enginn von á þessu, því forstjórinn hefur sjálfur verið að biðla til fólks um að halda saman í gegnum þykkt og þunnt,“ segir Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur.

Mikil óánægjualda hefur risið innan Landspítalans sem ekki sér fyrir endann á og rekja má til ákvörðunar Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka laun Björns Zoëga upp í 2,3 milljónir á mánuði. Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur. mbl.is Steinn skrifaði grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag, þar sem hann sagði skýringarnar sem gefnar væru fyrir launhækkuninni fráleitar og málið allt hið vandræðalegasta fyrir bæði ráðherrann og forstjórann. Botnlaus yfirvinna og aukið álag Steinn bendir á hörð viðbrögð allra stétta spítalans, bæði lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og segir málið mjög alvarlegt.

„Fólk hefur verið að reyna að standa saman um það að halda heilbrigðisþjónustunni gangandi eins og best verður á kostið, við þær aðstæður sem við búum við, og þetta er náttúrulega ekki gott innlegg í þá baráttu. Að hækka launin hjá einum manni um 25-30% og láta alla aðra sitja eftir í súpunni, með botnlausa yfirvinnu og aukið vinnuálag án þess að það sé metið sérstaklega við fólk.“ Læknar og hjúkrunarfræðingar eru bundnir af kjarasamningi sem samið var um í fyrra og sjá því ekki fram á bætt kjör fyrr en í fyrsta lagi 2014, nema almennum kjarasamningum verði sagt lausum á næsta ári.

Aðspurður segir Steinn að læknar geti í raun sáralítið gert, annað en að segja upp einstaklingsbundið. „Það eru mjög margir færir læknar inni á spítalanum sem eru að hugsa sig gang um hvort þeir eigi að halda áfram að vinna hér eða flytja til útlanda

.“ Sjúklingar búa við verri kost Hann bendir á að jafnvel þótt ekki kæmi til launahækkana mætti gera ýmislegt til að bæta kjör starfsfólks og um leið sjúklinga. „Það hefði auðvitað verið sanngirnismál af stjórnvöldum að sýna einhverja viðleitni í þá átt, þótt ekki væri nema til að bæta aðstæður á spítalanum, því hér eru til dæmis engin tæki keypt, húsnæðisaðstaðan drabbast niður og á mikilvægum deildum eru viðvarandi gangainnlagnir.

Sjúklingar búa við verri kost hér en áður út af stöðugum niðurskurði. Starfsfólkið er að reyna sitt besta og hefur unnið þrekvirki, en það þarf auðvitað eitthvað jákvætt að gerast til að bæta hér aðstæður í heilbrigðisþjónustu.“ Steinn bendir á að um árabil og einnig í góðærinu hafi verið mikið aðhald í rekstri spítalans.

„En núna hefur þetta keyrt um þverbak. Það hefur verið bullandi niðurskurður, og það er ótvírætt að Björn Zoëga hefur staðið sig ákaflega vel á þeim vettvangi.“ Læknar forðast að tjá sig Líkt og mbl.is hefur sagt frá héldu hjúkrunarfræðingar tvo fjölmenna fundi í síðustu viku þar sem launahækkun forstjóra Landspítalans var rædd af þunga. Í kjölfarið var settur á fót aðgerðahópur hjúkrunarfræðinga sem sett hefur saman kröfulista um bætt kjör, sem á morgun verður afhentur samninganefnd hjúkrunarfræðinga á Landspítala.

Sjúkraliðar hafa krafist fundar með öllum starfsmönnum spítalans, ráðherra og forstjóra, sem fyrst. Hefur heyrst að fjöldi úr þeirra röðum íhugi uppsagnir. Minna hefur hins vegar heyrst úr röðum lækna, en frekar gætt ákveðinnar fælni við að ræða við blaðamann. Aðspurður hvort læknar séu hræddir við að tjá sig segist Steinn þekkja dæmi þess að læknar séu teknir á teppið fyrir að tjá sig í fjölmiðlum um mál sem kunni að vera framkvæmdastjórn spítalans óþægileg. Nú hafa þó Læknafélag Reykjavíkur og Félag almennra lækna boðað til sameiginlegs fundar, þar sem rædd verða kjaramál lækna og ástandið í heilbrigðisþjónustunni./////þetta segir sig sjálft að þessu verður að taka á hvernig sem það verður gert,ég tjáði mig um þetta áðan i bloggi/Halli gamli


mbl.is Reiðin á spítalanum alvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonandi varð þessi gjörningur til þess að fólk er búið að fá nóg!

Sigurður Haraldsson, 17.9.2012 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband