Manni hefur orðið tíðrætt um samþyktir okkar sjálfstæðismanna á síðasta Landsþingi,góð vísa er aldrey of oft hveðin!!!

Málefni aldraðra Landsfundur leggur áherslu á rétt aldraðra sem allra landsmanna til þess að njóta bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Í því felst, að hver einstakur fái þjónustu eftir þörfum og óskum.

Mikil fjölgun aldraðra á komandi árum kallar á fleiri úrræði eins og skilgreindar öryggis- og þjónustuíbúðir, þar sem hjón geta verið undir sama þaki, þótt annað þeirra sé á hjúkrunardeild.

Landsfundur tekur undir kröfu kjaramálanefndar Landssambands eldri borgara um að „vasapeningafyrirkomulagið“ verði afnumið og áréttar í því sambandi, að tafarlaust verði að hækka þær greiðslur, sem einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum hafa til ráðstöfunar í samræmi við hækkanir á bótum almannatrygginga.

Nauðsynlegt er að endurskoða bætur almannatrygginga í heild sinni út frá þeirri grunnforsendu, að um leið og öllum séu tryggðar lágmarkstekjur til lífsviðurværis verði að gæta þess, að ekki sé dregið út hvatanum til sjálfsbjargar og möguleikum aldraðra og öryrkja til að bæta kjör sín.

Það er frumréttur einstaklingsins sem ekki má ganga gegn.

Landsfundur leggur áherslu á að eftirfarandi verði framkvæmt: Aldraðir sem eru á dvalarheimilum, haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Þeir vilja halda reisn sinni en eins og kerfið er byggt upp er sjálfsvirðingu þeirra misboðið og þeir veigra sér við að þiggja þá þjónustu.

Sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, verði tafarlaust afturkölluð.

Að Tryggingastofnun ríkisins hætti tafarlaust að skerða ellilífeyri vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum krónu fyrir krónu.

Slík háttsemi ríkisvaldsins heitir að fara ránshendi um eigur eldri borgara og er til þess fallin að draga úr trausti á lífeyrissjóðskerfinu.

Við upphaf lífeyrissjóða var gert ráð fyrir að lífeyrissjóðir yrðu viðbót við almannatryggingar. Þeir sem náð hafa 70 ára aldri geti aflað sér atvinnutekna án þess að greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins skerðist.

Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samræmis við þær hækkanir sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009.

Verðbótaþáttur vaxta valdi ekki skerðingum hjá Tryggingastofnun ríkisins.

Lögum um almannatryggingar verði breytt á þann veg að aldraðir geti selt eða leigt eignir sínar án þess að andvirði þeirra skerði greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins.

Það felur í sér að þeir greiða skatta og skyldur af eignasölunni en verður ekki íþyngt umfram aðra þegna þjóðfélagsins.

Í samvinnu við lífeyrissjóði og aðila vinnumarkaðarins er nauðsynlegt að finna leiðir til þess að það sé mögulegt og eftirsóknarvert fyrir aldraða að vera lengur úti á vinnumarkaðnum. Með því móti verða lífsgæði þeirra meiri.

Eftir vinstri stjórn verður þörf fyrir atvinnuþátttöku aldraðra í þjóðfélaginu.

Öldruðum verði tryggð nauðsynleg tannheilbrigðisþjónusta, sérstaklega þeim sem dveljast á stofnunum.

Heimaþjónusta verði veitt samkvæmt viðurkenndu þjónustumati frá heilsugæslustöð (þjónustu­miðstöð) og eflist með auknum aldri.

Hér er átt við hefðbundna heimilishjálp og heimahjúkrun, auk heilsueflingar til sálar og líkama.

Einnig ráðgjöf um réttindi og hvaða þjónusta sé í boði. Heimilishjálp greiðist af notanda (a.m.k. að hluta) en heimahjúkrun af opinberu fé.

Áhersla sé á að eldri borgarar geti búið sjálfstæðu lífi á eigin heimili sem lengst og fái þar þá þjónustu sem þörf er á.

Ef aldraðir þurfa vegna heilsuleysis að flytjast af eigin heimili til hjúkrunar í þjónustuhúsnæði (dvalarheimili/hjúkrunarheimili) á að gera þjónustusamning þar sem allur kostnaður við uppihald og umönnun komi fram, þ.m.t. allur kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, lækningatækja og hjálpartækja.

Skilgreina þarf upp á nýtt hver kostnaðarskipting viðkomandi einstaklings/opinberra aðila á að vera.

Þar ber að stefna að því að notandi beri kostnað af sérfræðiþjónustu, lyfjum, hjúkrunarvörum, lækninga- og hjálpartækjum með sama hætti og þegar búið var heima.

Almenn heilbrigðisþjónusta verði kostuð af opinberu fé.

Við ákvörðun kostnaðarskiptingar þarf að hafa í huga að ekki má ganga á lífeyrisréttindi einstaklinga til greiðslu þessarar þjónustu með sama hætti og tíðkað hefur verið í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Boðið verði upp á fjölbreytt rekstrarform í heimaþjónustu og á dvalarheimilum/hjúkrunarheimilum sem byggist á þjónustusamningum við hið opinbera.

Þjónustusamningar taki mið af þarfalýsingu með lágmarksviðmiðum um þjónustu og húsnæði. Notendur geti keypt ýmsa þjónustu umfram lágmarksviðmiðin að eigin vali, þ.m.t. stærra húsnæði, valkosti í máltíðum og ýmsa persónubundna viðbótarþjónustu.

Mikilvægt er að sérlög um aldraða verði endurskoðuð í heild sinni á komandi kjörtímabili.

Landsfundur hvetur þingmenn flokksins til að leggja sig fram í baráttu fyrir bættum kjörum

aldraðra og öryrkja./////////////////////Svo mörg voru þau orð og við skulum aðeins skoða þetta vel kjörtímabilið hálfnað i vor,Við Aldraðir eru ótrúlega nægjusamir en það dugar ekki núna þegar við sem viljum vera sem lengst heima og reka okkur heimili eru mjög mörg illa stödd til þessa,og verðum að fá bætt okkar kjör,það sjá allir sem vilja,það er mikið dýrara fyrir ríkið að hafa okkur inn á stofnun,auk þessa viljum við sem lengst taka þátt í lífinu og vera með og fylgjast með,taka þátt í pólitík og þar höfum við reynsluna mörg!!!Eitt er víst að allir flokkar vilja hafa þetta á stefnuskrá sinni,allir eiga þetta eftir að eldast og skilningur á að vera á þessum málum,en þegar á hólmin er komið er þetta ákaflega misjafnt,Alþingi Íslendinga er þarna og verður vonandi haukur í horni,en þeir segja alltof mikið,þjóðin er að eldast,en það verður bara að hækka lífeyririnn ekki spurning,og svo einnig aukalífeyrir og það ágætt að leifa töku lífeyris seinna 67-70 ára en svo við höldum okkur við efnið,þá er það nauðsyn að við getum af Tryggingum og lífeyri lifað á því

 og borgum ekki skatta af lifibrauði//Halli gamli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 1045625

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband