Gríðarleg hækkun á raforku/hvað svo með 35% hækkun næst?????

Gríðarleg hækkun á raforku
Innlent | mbl.is | 30.6.2010 | 14:43

Mynd 535263 Raforkukostnaður hjá meðalheimili hefur hækkað um allt að þriðjung frá því um mitt ár 2008. Miklar hækkanir á fastagjöldum fyrir flutning og dreifingu skýra stærstan hluta hækkananna en þau hafa þau hækkað um allt að 137% á síðustu tveimur árum.
ASÍ greinir frá þessu.

Fram kemur að rafmagnsreikningurinn hafi hækkað mest hjá notendum Orkubús Vestfjarða sem búsettir séu í dreifbýli, en heildar raforkukostnaður þeirra hafi hækkað um 34% frá því um mitt ár 2008.

Hjá notendum á svæði Rarik, Rafveitu Reyðarfjarðar og í þéttbýli á Vestjörðum hafi raforkukostnaður einnig hækkað umtalsvert eða um 26-30%.

Reikningur meðalheimilis á svæði HS orku og Norðurorku hafi á tímabilinu hækkað um fimmtung en minnst hækkun sé hjá heimilum á svæði Orkuveitu Reykjavíkur eða um 6%.

Heildarkostnaður fyrir dreifingu, flutning og raforku til almennra heimilisnota hjá meðalheimili í þéttbýli, sem notar 4000 kWst. af rafmagni á ári, er hæstur hjá viðskiptavinum Rarik tæplega kr. 62.800 á ári. Lægstur er kostnaðurinn hjá Orkuveitu Reykavíkur kr. 48.250 á ári. Munurinn er kr. 14.550 á ári eða um 30%.

Raforkukostnaður heimila í dreifbýli er mun hærri en í þéttbýli. Meðalheimilið í dreifbýli á svæði Orkubús Vestfjarða greiðir kr.78.600 á ári fyrir raforku til almennra heimilisnota en á dreifbýlissvæði Rarik er kostnaðurinn tæplega kr. 74.600 á ári og hefur þá verið tekið tillit til sérstaks drefibýlisframlags sem ríkið leggur fram til að niðurgreiða dreifingu á raforku í dreifbýli./////þetta er alvarlegar tölur sem við eigum ekki að sætta okkur við,þegar kaupmáttur minkar stöðugt!!!,svo ekki síst ef talað er um hja´Borginni að orkuveitan muni hækka á næstunni i áföngum sennilega um 35% ,við verðum  bara,eins og viða er i Evrópu að sitja i kulda og hrolli vegna þessa ,að við getum ekki kynt eða haft ljós ASÍ ætti að skoða þetta mikið betur og reka fyrir okkur áróður á móti svona vinnubrögðum/Halli gamli


mbl.is Gríðarleg hækkun á raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1045602

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband