Starfsmenn mótmæla sameiningu heilsugæslu/það gerum við öll hér í Breiðholti!!!!!!

Starfsmenn mótmæla sameiningu heilsugæslu
Innlent | mbl.is | 24.8.2010 | 15:19

Heilsugæslustöð í Mjódd. Starfsmenn heilsugæslustöðvarinnar í Mjódd í Breiðholti mótmæla sameiningu stöðvarinnar og heilsugæslustöðvanna í Efra-Breiðholti. Um er að ræða sparnaðartillögu yfirstjórnar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta þýðir að ein stöð eigi að þjóna á þriðja tug þúsunda skjólstæðinga.
Þetta kemur fram í bréfi sem starfsmenn hafa sent Álfheiði Ingadóttur, heilbrigðisráðherra.

„Föstudaginn 20.  ágúst s.l. vorum við upplýst af yfirmönnum okkar, yfirlækni og yfirhjúkrunarfræðingi um sparnaðartillögur yfirstjórnar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sögðu þau, að í þeim fælist m.a. tillaga um sameiningu heilsugæslustöðvanna í Efra-Breiðholti og í Mjódd í einu húsnæði hér í Mjóddinni.  Sú stöð myndi þjóna sömu hverfum og nú  þ.e. á þriðja tug þúsunda skjólstæðinga. Væri aðgerð af þessu tagi í samræmi við þá stefnu, sem mótuð hefur verið af ráðuneyti yðar í yðar tíð.

Fundur starfsmanna Heilsugæslunnar í Mjódd, haldinn í dag 24. ágúst 2010, mótmælir þessum áformum harðlega og varar reyndar við þeim, þar sem þær munu leiða til ófarnaðar.

Fyrir þessari skoðun starfsmanna eru fjölmörg fagleg rök.  Grunnur heilbrigðisþjónustunnar, heilsugæslan, byggir á persónulegri þjónustu frekar en annars-, þriðja- og fjórðastigs þjónusta hennar.  Markvisst starf grunnþjónustunnar byggir síður á tæknilegum úrræðum  en þekkingu á félagslegum og efnalegum aðbúnaði fjölskyldnanna. Eftir því sem þjónustueiningarnar verða stærri, sérhæfing starfsmanna meiri og þaulskipulögð viðfangsefnin straumlínulöguð eftir kvörðum hagkvæmni og fjárheimilda, þá dregur úr getu kerfisins til að mæta þörfum skjólstæðinganna, þekking starfsfólks á einstaklingunum þynnist og hugmyndafræði heimilislækninganna um samfellu í þjónustu mun líða undir lok ásamt  með skilgreindum  hópum fyrir hvern heimilislækni. Margvíslegar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi samfellu í þjónustu á fyrsta stigi heilbrigðiskerfisins   og að erfiðara er að viðhalda henni í stofnunum, sem komnar eru yfir ákveðna stærð. Erlendar rannsóknir styðja þetta og skrif innlendra lækna t.d. Péturs Péturssonar, fyrrum yfirlæknis Heilsugæslunnar á Akureyri.

Fyrir utan að veikja faglega starfsemi mun sameining af þessu tagi gera það erfiðara að halda uppi starfsánægju bæði vegna stærðar og ekki síður vegna vanmáttar, sem starfsmenn munu finna fyrir, þegar ekkert tillit er tekið til skoðana þeirra og framið faglegt hervirki á högum þeirra. Mun það á endanum hitta ráðherrann fyrir sjálfan og þá, sem hann á að þjóna.

Þessi sameiningaráform fara gegn hagsmunum borgaranna og starfsmanna heilsugæslunnar. Það er skoðun starfsmanna Heilsugæslunnar í Mjódd, að þau beri að leggja til hliðar þegar í stað áður en þær valda frekara tjóni.“//////hvað er að ske með þennan heilbrigðisráðherra vorn Álfheiði Ingadóttir,"lengi getur vont versnað" segir máltækið og það orð að sönnu,þetta er hvíli hneisa að láta frá sért að það hálfa væri nóg!!! ekki bara þeysa að láta okkur sækja öll i þessu þvögu þarna i mjódd ,sem er þegar full og engin bilastæði og þrengsli hvílík,svo og þetta ávísunarkerfi sem hún vill taka upp aftur,að er ekki hægt heldur,það er forvarnir númer eitt og Það ætti hún að snúa sér að,að eða hætta ella,það er engin sem hana vill!!! þarna það er vist,og hvers forsendum hún er þarna,ekki okkar sjúklinga??? er bara skömm og ekkert annað/Halli gamli


mbl.is Starfsmenn mótmæla sameiningu heilsugæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband