Reyna áfram að dýpka í dag/fyrsta haustlægði á ferð og ekki sú siðasta!!!!

Reyna áfram að dýpka í dag
Innlent | mbl.is | 12.9.2010 | 8:18

Sanddæluskipið Perla í Landeyjahöfn.Sanddæluskipið Perlan, sem er við dýpkun við Landeyjarhöfn, neyddist til að hætta dælingu í gærkvöldi vegna veðurs. Skipið ætlar að reyna að halda áfram dýpkun í dag, en óvíst er hvort það er hægt vegna ve

Perlan lág í vari við Vestmannaeyjar í nótt. Skipverjar á Perlu fylgjast með ölduhæðardufli við Bakkafjöru sem sendir rafrænar upplýsingar. Óttar Jónsson, skipstjóri á Perlu, sagði í morgun að duflið sýndi 1,2 metra ölduhæð, sem væri á mörkum þess að hægt væri að vinna við sanddælingu. Hann sagði að menn ætluðu engu að síður að sjá til hvort ekki væri hægt að vinna eitthvað að dýpkun í dag. Veðurspáin er hins vegar ekki góð í dag.

Óttar sagði að dýpkun í gær hefði gengið ágætlega. Skipið hefði náð að dæla 1500-1600 rúmmetrum af sandi. Mikið væri hins vegar eftir og ljóst að það tæki nokkrar daga að dýpka þannig að Herjólfur gæti siglt inn í höfnina. Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar undanfarna daga.

Starfsmenn Siglingastofnunar ætla að reyna að mæla botninn við Landeyjarhöfn í dag. Óttar sagði að ekki væri mikill sandur kominn inn í sjálfa höfnina, en það væri sandrif framan við höfnina sem lokaði henni. Hann sagði að það væri fyrst og fremst sandur í þessu rifi, en það flytu gosefni úr Eyjafjallajökli ofan á.

 Nokkra daga mun taka að dýpka höfnina.////þetta mun verða hnikið basl og dýrt mál sem sennilega ekki er hægt að leysa,nu er fyrsta haustlægðin áferð og ekki sú siðasta og svo vetrar og allra veðra von ,þetta er ekkert grín að ger þarna,maður sért ekkert annað i stöðunni en að hafa Þorlákshöfn inn i myndinni meir og mynna í vetur/Við vitum alveg hvað við búum Íslandingar og þurfa um ekkert að vera að vinna á móti nátururinni ,það getur fari illa/Halli gamli


mbl.is Reyna áfram að dýpka í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Haraldur, heldur þú að Ísland væri byggt ennþá ef allir hugsuðu eins og þú gerir í dag?

Hugsaðu svolítið um það. Þeir urðu margoft að endurbyggja hafnargarðanna í Eyjum áður en þeim tókst að byggja þá, og það var í byrjun síðustu aldar!

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.9.2010 kl. 11:42

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

auðvitað Helgi er ég neikvæður veit allt um þetta sem þú talar um að ,erfileikar eru til að glíma við,en svo er þetta náttúran lætur ekki að sér  hæða,og til dæmis við gosið ykkar var það bara heppni að svona fór sem fór og höfnin styrktist en það hefði getað farið illa,en þarna á suðurströndinni er erfiðara mál og getir reynst erfitt að gera ,en maður er ekki að segja að fyrir rest takist það ekki !!!,en ekki að sinni allavega,Eyjamenn og eiga allan mína atiggli eru allra góðra skoðanan  skilið !!!og hafa að mínu mati verið ein besta gjaldeyrisskapandi staður Íslands og eiga alla skilið sem gott er/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 12.9.2010 kl. 12:39

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Haraldur, Já hugsaðu þér, við erum um eitt prósent af mannfjölda Íslands, en við sköpum tíu til þrettán prósent af útflutningsverðmætum Íslands.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.9.2010 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1045576

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband