Ræddu um Reykjavíkurflugvöll/ loksins er rætt við landsbyggðina um flugvöll allra landsmanna!!!!

Ræddu um Reykjavíkurflugvöll
Innlent | Bæjarins besta | 12.11.2010 | 16:32

Flugvélar á Reykjavíkurflugvelli. „Við vorum að kalla eftir því að tekið sé tillit til þess að flugvöllurinn sé ekki bara mál borgarinnar heldur einnig landsbyggðarinnar,“ segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sem sat í morgun fund með Jóni Gnarr, borgarstjóra, Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, og Eiríki Birni Björgvinssyni, bæjarstjóra á Akureyri, þar sem málefni Reykjavíkurflugvallar voru til umræðu.

Farið var yfir stöðuna og varð niðurstaða fundarins sú að menn ætla að leita lausna sem geta nýst bæði Reykjavíkingum og íbúum landsbyggðarinnar. 

„Þetta var mjög góður fundur þar sem rætt var um þetta mál vítt og breitt. Það er skilningur á báða bóga, við skiljum að Reykjavík er með skipulagsvandamál og borgin áttar sig að hún þarf að hafa hagsmuni allra í huga en ekki aðeins þrengstu hagsmuni Reykjavíkur,“ segir Daníel.

Hann bætir við að ekki liggi fyrir neinn vilji eða stefna Besta flokksins að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Þá sé ljóst að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni að minnsta kosti til ársins 2024. „Það er inni aðalskipulagi til 2024 og það hefur ekki tekin ákvörðun lengra fram í tímann, sérstaklega þar sem fara á í uppbyggingu á flugvellinum,“ segir Daníel. Ákveðið var að bæta aðstöðu til innanlandsflugs vestan við flugvöllinn og hverfa frá hugmyndum um byggingu samgöngumiðstöðvar.

Þykir hún fýsilegri miðað við efnahagsaðstæður frekar en að reisa samgöngumiðstöð austan við flugvöllinn sem yrði einnig afgreiðsla fyrir rútur, strætisvagna og leigubíla. Ljóst er að auk byggingarinnar sjálfrar myndi fylgja henni umtalsverður kostnaður til dæmis við að malbika ný flughlöð og ný bílastæði við miðstöðina.

Hugmynd um samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll hefur verið til umræðu í rúm fimm ár og verið til meðferðar bæði hjá borgaryfirvöldum og samgönguyfirvöldum. Til skoðunar hafa komið ýmsir kostir, bæði austan og vestan við flugvöllinn og hefur nú verið ákveðin sú leið sem að framan getur. Ráðherra og borgarstjóri samþykktu að vinna þessari leið frekara brautargengi á næstu vikum. /////mikið var að það var rætt við landsbyggðina um flugvöll allra landsmanna,og það vel og hefði alltaf átt að vera þetta skiptir okkur öll máli og hann fer ekkert eins og talað hefur verið um að hann verður þarna til 2024 og svo veit engin hvað þá verður i framförum flugs!! en það verður að byggja þarna aðstöðu að austanverðu  fyrir fleiri en Flugfélag Íslands einnig samkeppni sem getur orðið og Xpess ættar að stunda ,þetta hefur verið einokun og hana verður að skoða vel ,og vonandi að það verði ekki lengi enn/Halli gamli


mbl.is Ræddu um Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta er grundvallar misskilningur hjá þér um tímasetninguna.

Aðalskipulagið gildir til 2016 og eftir þann tíma er ekki gert ráð fyrir flugstarfsemi í Vatnsmýrinni.

Samkvæmt nýgengnum dómi um skipulagsvald (þar var tekist á um legur hringvegarins no1) er skipulagsvald alfarið hjá því sveitafélagi sem viðkomandi landsvæði er. 

 Bein þýðing dómsins er  =  Reykjavík þ.e skipulagsyfirvöld þar, hafa EIN skipulagsvald og því er það EKKI á borði einhverra sveitafélaga úti á landi, hvort flugstarfsemi verði í Vatnsmýri eða ekki. Þetta er afar einfalt.

Bjarni Kjartansson, 12.11.2010 kl. 19:39

2 identicon

Sæll Bjarni.

 Enn og aftur kemur þú með vanhugsaðar staðreyndir. Gott og vel að skv. nýgengnum dómi um skipulagsvald sé hægt að sýna fram á að viðkomandi sveitafélag/borg hafi skipulagsmál í sínu héraði á sinni könnu en....

Stærstur hluti þess lands sem Reykjavíkurflugvöllur er byggður á er í eigu ríkisins en ekki Reykjavíkurborgar. Einungis fluggarðarnir fyrir neðan bragga Flugfélags Íslands ásamt örfáum öðrum blettum eru í eigu Rvk. borgar.

Kv. Jón Arnar

Jón Arnar (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 22:03

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Bjarni ég er sammála Jóni Arnar þarna og ríkið á þetta land og ekkert með það annað en flugvöllurinn fer ekkert/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 12.11.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1045601

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband