Frumvarp um hægri beygju á rauðu ljósi/nu verður þetta samþykkt !!ekki spurning!!!!

  Frumvarp um hægri beygju á rauðu ljósi
Innlent | mbl.is | 10.12.2010 | 9:59
Á rauðu ljósi Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn þingmaður Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp til laga á Alþingi um að ökumanni sem hyggst beygja til hægri við gatnamót á umferðarljósum er heimilt að beygja á móti rauðu ljósi nema sérstaklega sé tekið fram að það sé óheimilt.

Flutningsmenn tillögunnar eru þeir Árni Johnsen, Björgvin G. Sigurðsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Pétur H. Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson. Segir í greinargerð með frumvarpinu að það hafi verið áður flutt á 135., 136. og 138. löggjafarþingi.

Meginmarkmið frumvarpsins er að heimila ökumönnum að taka hægri beygju á ljósastýrðum gatnamótum gegn rauðu ljósi þar sem það er óhætt, einkum með það fyrir augum að greiða fyrir umferð. Þannig má stytta nokkuð biðtíma við ljósastýrð gatnamót og jafnvel sums staðar draga úr þörf fyrir afreinar.

Gert er ráð fyrir að ökumönnum beri ávallt að stöðva ökutæki sitt algerlega eins og um stöðvunarskyldu væri að ræða áður en hægri beygja er tekin gegn rauðu ljósi.////þetta mundi flýta mikið fyrir umferð ekki spurning,maður hefur ekið mikið i USA og þar er þetta notað og gefur goða raun/Halli gamli


mbl.is Frumvarp um hægri beygju á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú þeirrar skoðunar að Íslendingar séu svo lélegir ökumenn að þetta eigi eftir að fara í algjöra vitleysu og valda slysum, ef samþykkt verður.  Upp til hópa kunna Íslendingar ekki þær umferðarreglur sem þegar eru í gildi, a.m.k. eiga þeir erfitt með að fara eftir þeim, og því er ekki rétt að bæta einni reglunni enn við sem getur vafist fyrir mönnum.  Held það væri frekar ráð að leggja fram frumvarp þar sem ökumenn eru skikkaðir til að leita að stefnuljósatakkanum í bílum sínum, skikkaðir til að læra að keyra um hringtorg og troðið inn í heilann á þeim að vinstri akrein er ekki fyrir þá sem vilja keyra hægt.

Guðmundur (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 10:28

2 identicon

Það er vissulega rétt að íslendingar eru ekkert sérstaklega duglegir við að fara eftir umferðarreglum, hringtork virðast vera óskiljanleg fyrir marga, og vinstri akrein virðist oft á tíðum vera hægasta akrein sem finnst...en ég er samt hlynntur því að taka upp hægri beygju á rauðu ljósi, það yrði samt fróðlegt að sjá hve langann tíma fyrir fólk að fatta þetta ef úr verður

Árni Þór Eiríksson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 11:06

3 identicon

Er búinn að vera í usa núna í nokkra mánuði og get kallað þetta stríð gegn gangandi vegfarendum.  Ökumenn eru algjörlega ófærir um að fylgjast með umferð frá vinstri (akandi) og að sjá hvort gangandi vegfarendur eru á ferð á sama tíma.  Ég hef lennt í því að komast ekki yfir á gönguljósi vegna þess að 5-6 bílar brutu þessa reglu.

Dóri (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 14:32

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

'ósköp eru menn neikvæðir að mér finnst,það er ekki spurning að þetta mundi flýta allri umferð,menn læra þetta mjög svo fljótt,akveg er það sama þegar við beigjum á ljósi sem er fyrir það,þá eru gangandi þar á ferð,við verum alltaf að vera á verði vegna þeirra hvar sem er,gangandi fólk er oft mesta vandamálið,en maður vonar að þetta verði samþykkt/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 10.12.2010 kl. 22:33

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mælingar í sex ríkjumj Bandaríkjanna hafa sýnt að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hafa fjölgað slysum á gangandi vegfarendum að meðaltali um 54% og hjólreiðamönnum um 92% á þeim gatnamótum, sem slíkt hefur verið heimilað. Hér kemur tengill inn á umsögn Landsamtaka hjólreiðamanna um þetta síðast þegar reynt var að koma þessari heimild í lög.

http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2003/umsogn141203.htm

Fjöldi annarra aðila kom með neikvæða umsögn. Þar má nefna Umferðastofu, Örykjabandalag Íslands, Ökukennarafélag Íslands, Samtök tryggingafélaga, Samgöngunefnd Reykjavíkur, Íslenska fjallahjólaklúbbsins og Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Ég geri ráð fyrir að hægt sé að finna þær umsagnir á veg Alþingis. Þær umsagnir segja mikið um það hversu glórulaust þetta væri.

Í umsögn Landamtaka hjólreiðamanna kemur einnig fram að goðsögnin um að þetta sé til mikils hagræðis og stytti raðir á annatíma eru misskilningur. Í því efni er til dæmis hægt að nefna að við þau gatnamót, sem lengstu biðraðirnar myndast eru með hægribeygjuakreinum og þessi lög munu ekki hafa nein áhrif á þær. Þetta gerir ekkert annað en að spara ökumönnum nokkrar sekúndur á gatnamótum utan annatíma.

Heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hentar því mjög illa þeirri stefnu, "núlllausnar" í umferðamálum, sem stendur til að taka upp hér á landi. Hún gengur út á það að það þarf að "fyrirgefa" mistök eins og það er kallað. Það er að það þarf að gera bæði vegi og einnig umferðalög þannig úr garði gerð al líkur á að mistök manna, sem virða umferðalög, leiði til alvarlegra slysa séu lágmakaðar. Sú stefna gengur líka út á að ekki má fórna öryggi í umferðinni fyrir nein önnur markmið. Með öðrum orðum þá má ekki fórna umferðaöryggi fyrir það markmið að greiða fyrir umferð. Þetta lagafrumvarp mun gera nákvæmlega það.

Það er ástæða fyrir því að lög eins og þessi eru hvergi til í Evrópu. Það hefur ekkert með ESB að gera heldur einfaldlega faglega umferðalöggjöf, sem miðar af því að lágmarka fjölda umferðaslysa. Í Bandaríkjunum þar, sem þessi regla er víða í gildi eru umferðaslys á hverja 100 þúsund íbúa um það bil tvöfalt hærri en víðast hvar í Evrópu meðal annar sá Íslandi. Er það virkilega þangað, sem við ættum að leita fordæma í umferðamálum?

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2010 kl. 13:37

6 identicon

Þetta er ekki einungis í Ameríku, einnig í Þýskalandi, Rússlandi, Indlandi, Suður-Kóreu & Nýja-Sjálandi. Bara mismunandi hvernig þetta er framkvæmt, annaðhvort er hægri beygja leyfð með skilti eða bönnað með skilti.

Sigurður, auðvitað verður sett bannskilti á þau gatnamót þar sem þetta skapar hættu, en við langflest gatnamót skapar þetta enga hættu.

Viktor (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 21:53

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Viktor. Í flestum þeim löndum, sem þú nefnir hér er þetta ekki almenna reglan eins og er í Ameríku og lagt er til að verði hér á landi heldur er þetta bannað samkvæmt almennri reglu en þó er hægt að veita undaþágu frá því og sýna slíkar heimildir með sérstökum skiltum eða örvum. Það er mikill munur á því að hafa það, sem almenna reglu að heimila þetta og að það þurfi að taka það fram ef það er ekki heimilt heldur en öfugt. Það stafar einfaldlega af því að það er betra að ef ökumaður tekur ekki eftir skiltinu að það leiði þá til þess að ökumaður bíði á rauðu ljósi þar, sem óhætt er talið að taka hægri beygju á rauðu ljósi heldur en að það leiði til þess að hann taki hægri beygju á rauðu ljósi þar, sem það telst ekki óhætt.

Þetta er einnig hentugra vegna þeirrar einföldu staðreyndar að þetta eykur slysahættu alss staðar þar, sem gangandi vegfarendur eiga leið yfir götuna, sem ökumaður fer af þegar hann tekur hægri begyju. Gatnamót þar, sem þetta skapar ekki mikla aukna slysahættu eru því undantekningar en ekki reglan.

Samkvæmt rannsóknum, sem gerðar voru í sex ríkjum Bandaríkjanna þá fjölgaði heimild til að taka hægri begyju á rauðu ljósi slysum á gangandi vegfarendum að meðaltali um 54% en 92% hjá hjólreiðamönnum. Þetta eru slíkar aukningar að slík breyting á umferðalögum getur varla talist til annars en tilræðis við líf og limi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Til viðbótar við þessa aukni slysahættu gangandi og hjólandi vegfarenda gerir heimild til hægri beygju á rauðu ljósi það að verkum að mun erfiðara er fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur að fara um þessi gatnamót. Það stafar af því að þeir ökumenn, sem bíða færis til að taka hægri beygju á rauðu ljósi eru oftast á gangbrautinni á götunni, sem þeir eru að fara af á meðan þeir eru að bíða færis til að taka beygjuna. Þar með eru þeir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum á gangbraut með grænu ljósi. Þetta er sérstaklega erfitt fyrir hjólreiðamenn því þeir loka þá oftast fláanum, sem hjólreiðamenn nota til að þurfa ekki að fara upp eða niður gangstéttakantinn. Einnig getur þetta alveg lokað leiðinni fyrir þá ef annar bíll er fyrir aftan þann, sem er á gangbrautinni. Þetta gerir líka blindum gangandi vegfarendum erfitt fyrir því þeir þurfa að nota merkinar á fláanum til að vita í hvaða átt þeir eiga að ganga yfir götuna og eru háðir því að bein lína frá honum yfir götuna sé auð. Ef þeir þurfa að krækja fyrir bíl á þeirri leið eru þeir búnir að tapa áttinni. Þetta er ein aðal ástæða þess að Örykjabandalag Íslands er mjög á móti þesari heimild.

Þegar við bætist að hagræði ökumanna af þessu er sáralítið og bundið við götur án hægribeygjureina utan annatíma þá verður þessi heimild enn fáránlegri fyrir vikið. Það er alveg á hreinu að hagræði ökumanna er mun minna en óhagræði gangandi og hjólandi vegfarenda. Þetta óhagræði og aukin slysahætta hjóleiðamanna leiðir líka til þess að færri nota þann samgöngumáta og fara þar með í mörgum tilfellum á bíl leið, sem þeir annars myndu hjóla og því eykur þetta væntanlega útblástur CO2 en minnkar hann ekki.

Til viðbótar við það leiðir þetta til þess að svokallað "öryggi fjöldans" fyrir hjólreiðamenn minnkar og fjölgar það líka slysum á þeim. Þetta er það samband milli hlutfalls hjólreiðamanna í heildarumferð og öryggis þeirra, sem hefur komið fram í fjölda rannsókna. Það er talið að tvöföldun hjólreiðamanna lækki slysatíðni þeirra um um það bil 50%. Þetta stafar af því að þegar hjólreiðamönnum fjölgar þá verða ökumen meðvitaðri um þá í umferðinni auk þess, sem hærra hlutfall ökumanna eru þá líka hjóleiðamenn og þar með meðvitaðri um stöðu þeirra í umferðinni.

Að lokum vil ég hér koma með tvær íslenskar umsagnir sérfræðinga um þessa hugmund.

Hér kemur grein eftir tvo umferðaverkfræðinga um þetta lagafrumvarp.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1119714

Hér eru ummæli Sigurðar Helgasonar framkvæmdastjóra Umferðastofu.

http://visir.is/hugnast-ekki-haegribeygjufrumvarp/article/2010279930406

Ég vil skora á flutningsmenn þessarar glórulausu tillögu að draga hana til baka.

Sigurður M Grétarsson, 14.12.2010 kl. 22:14

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er engin ástæða að vera að rífast við menn sem tala bara í tölum /þær segja ekki allt,eins og var með Bjórinn og annað á sinum tíma,allir áttu að verða drykkjumen og svo framvegis!! þetta er hagræðing ekki spurning!!!Kveðja

Haraldur Haraldsson, 14.12.2010 kl. 22:33

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hfaraldur. Á bak við þessar tölur eru mannsíf og heilsa. Á bak við það er mikil þjáning bæði þeirra, sem tapa heilsunni og aðstandenda þeirra og þeirra, sem tapa lífinu, sem munu í mörgum tilfellum vera börn, sem eiga erfitt með að átta sig á því að bílarnir þurfa ekki í öllum tilfellum að stoppa þegar græni kallinn er á gangbrautaljósinu.

Þetta allt virðist þú telja ásættanlegan fórnarkostnað fyrir það smávægilega hargæði, sem ökumenn hafa nánast alfarið utan annatíma því hagræðið er sjaldnast nokkuð á annatíma. Þetta smávægilega hagræði ökumanna er örugglega minna en það óhagræði, sem gangandi og hjólandi vegfarendur verða fyrir til viðabótar við aukna slysahættu vegna ökutækja, sem eru stopp á gagnbraut með grænu gangbrautaljósi því ökumaðurinn er að bíða færis á að taka hægri beygju á rauðu ljósi. Það mun leiða til þess að færri fara gangandi og hjólandi milli staða og það fjölgar bílunum á götunni til óhagræðis fyrir þá, sem þegar eru þar. Hagræðið er því minna en ekkert þegar upp er staðið.

Sigurður M Grétarsson, 18.12.2010 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1045619

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband