„Ég var staddur heima að borða fisk“ /Er svo komið fyrir manni? að maður fer kannski að kjósa Framsókn!!!

„Ég var staddur heima að borða fisk“
Innlent | mbl.is | 15.2.2011 | 21:34

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist hafa orðið afar undrandi þegar hann frétt að það væri búið að taka Icesave-málið úr nefnd og að það ætti að klára það í vikunni.

„Ég var staddur heima hjá mér í gærkvöldi að borða fisk þegar ég komst allt í einu að því að það væri búið að rífa Icesave-málið út úr fjárlaganefnd og að það ætti að vera umræða um málið hér í dag og atkvæðagreiðsla á morgun. Ég hugsa að fátt hafi komið nokkrum jafnmikið á óvart á Íslandi frá því núverandi utanríkisráðherra kom úr sturtu og komst að því að það hefði orðið efnahagshrun,“ sagði Sigmundur Davíð.

„Ég hafði ímyndað mér það menn myndi a.m.k. sýna fram á það hér á lokasprettinum að þeir hefðu eitthvað lært af þeim tveimur árum sem farið hafa í að vinna þetta mál almennilega, en það á að klára það eins og það byrjaði.“

Sigmundur Davíð hefði í umræðu um síðasta samning farið yfir 75 grundvallaratriði málsins, en nú væri honum ætlað að gera það á 15 mínútum. Það þýddi 12 sekúndur um hvert atriði. Verst þætti honum að þessi umræða þyrfti að fara fram í skjóli myrkurs og taldi eðlilegra að fresta fundi./////maður verður það, sem manni datt aldrei i hug áður að mæra Framsóknarflokkinn,en nú gerir maður það,en er samt áfram Sjálfstæðismaður? en samt er þetta svo að það mun i framhaldi renna 2 grímur á fólk,þegar það skoðar hlutina ekki spurning,en i Framsókn er nýtt fólk sem er stöðugt að taka upp nýja siði sem manni lýkar og Formaðurinn hefur sýnt ábyrgð mikla!! en svona getur maður talað sem er frjáls ,af því að hafa gamlað í þessu góðæri sem átti að ganga yfir en varð að martröð,en við erum ekkert bundin í okkar flokki til að vera sammála þvi sem við ekki viljum kyngja,sama þó Formaður okkar og nokkrir Þingmenn okkar séu að  reyna að vera sjálfstæðari án aðrir,og snúa hlutunum við að mínu mati,Virðigarfylls/Halli gamli


mbl.is „Ég var staddur heima að borða fisk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ómögulega gert að því að mér hefur fundist málflutningur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar standa upp úr í þessu máli sem mörgum öðrum.  Enn fremur verð ég að segja að það hefur ekki komið fram annar eins stjórnmálamaður og hann, síðan Davíð Oddsson var og hét.  En einhverra hluta vegna hefur hann ekki náð því fylgi sem hann, að mínu mati, verðskulda og geta legið margar ástæður fyrir því.

Jóhann Elíasson, 16.2.2011 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1045595

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband