Málið gegn Geir verði fellt niður///Það væri viti meira svo ekki sé meira sagt!!!

Málið gegn Geir verði fellt niður Innlent | mbl.is | 15.12.2011 | 17:42 Þingmenn stjórnarandstöðunnar undirbúa að leggja fram þingsályktunartillögu um að ákæran á hendur Geir H. Haarde, fv. formanni Sjálfstæðisflokksins, verði felld niður. Samkvæmt heimildum mbl.is eru nokkrir þingmenn í röðum stjórn
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra.
arflokkanna fylgjandi tillögunni. Þar á meðal eru þingmenn úr röðum Samfylkingarinnar og mun stuðningur þeirra hafa valdið miklum titringi innan raða flokksins dag. Með líku lagi eru einhverjir þingmenn úr röðum Vinstri grænna sagðir samþykkir tillögunni. Hreyfingin sé eini flokkurinn þar sem allir séu andvígir tillögunni. Er jafnvel búist við að tillagan verði kynnt formlega í kvöld, ellegar á morgun, föstudag. Klukkan sjö í kvöld verða haldnir þingflokksfundir hjá VG og Samfylkingu og mun málið vera aðalmál á dagskrá. Tillagan er sögð hafa átt sér langan aðdraganda hjá Sjálfstæðisflokknum. Geir er fyrsti íslenski stjórmmálamaðurinn sem þarf að taka til varna gegn landsdómi.////það er nú svo að þetta hefði aldrei átt að gera en betra seint en aldrei að viðurkenna mistök sín og taka þetta til baka,en við vonum bara allra vegna að þessi verðii vel tekið og bakfært þessum vittleisingum sem að þessu stóðu!!!!/Halli gamli

mbl.is Málið gegn Geir verði fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Halli: ertu að segja að ákæran hafi verið mistök? Það held eg ekki. Auðvitað bendir allt til þess að Geir verði ekki undanþeginn ábyrgð á sínum hluta á hruninu.

Tapaðirðu ekki heilmikið í hruninu? Ertu sáttur við það? Hver heldurðu að beri ábyrgð ef Geir & co eru undanþegnir?

Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2011 kl. 18:11

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Halli. Það er mismununin sem er hrópandi óréttlát í þessu landsdómsmáli.

Ég spyr Guðjón hér að ofan að því hvers vegna einn maður (Geir Haarde) er tekinn út úr heildinni og dæmdur, á meðan aðrir sekir sleppa, vegna pólitísks valds, og stjórna landinu áfram, og eftir sömu spillingarbrautinni sem fyrr?

Það er eitthvað alvarlega spillt og ó-ásættanlegt við svona vinnubrögð!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.12.2011 kl. 18:32

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mossi minn vinur þarna erum við einfaldlega ósammála hrunið er mörgum að kenna en ekki einum,þekki Geir Haarde persónulega og veit að hann er fínn drengur,vann hjá mer í verksmiðjinni um tíma,það er svo að vioð tókum flest þátt í þessu öllu,en ekki kenna honum einum um/Kveðja bloggvinur!!!!

Haraldur Haraldsson, 15.12.2011 kl. 18:43

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað áttu margir hlut að máli en Geir var kapteinninn í brúnni og það er kapteinninn sem ber ábyrgð á skipi, áhöfn og farmi.

Í siglingalögunum er gert ráð fyrir því að kapteinninn sé sóttur til saka í sjódómi en ekki neinn annar nema augljóst sé að annar beri ábyrgð, t.d. stýrimaður sem er á vakt.

Í stjórnsýslunni ber æðsti maður ábyrgð rétt eins og skipsstjórinn.

Það skiptir engu hvort Geir sé fínn drengur. honum varð á mistök í aðdraganda hrunsins sem hann gat komið í veg fyrir. En hann kaus sem fleiri að aðhafast ekkert.

Geir hefur ekki sýnt minnstu iðrun. Hann hefur ekki beðið þjóðina afsökunar á ámælisverðu afskiptaleysi sínu. Og hann hefur ekki einu sinni beðist vægðar.

Nú vil eg ekki dæma hann hart. En hann er sekur engu að síður og ættu sektir og svipting t.d. ofureftirlauna eftir óskiljanlegri lagasetningu sem Davíð kom á varðandi eftirlaun stjórnmálamanna. Þessi ólög voru afnumin fljótlega eftir að núverandi stjórn tók við stjórnartaumunum og sjá sjálfsagt fáir eftir þeim. En þau gilda eftir sem áður um þá sem öðlaðst hafa rétt eftir þeim þangað til þau voru afnumin.

Allt bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn beri meginábyrgð á bankahruninu enda hann samfellt í ríkisstjórn frá 1991 og fram til 1.febrúar 2009.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2011 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband