Sjóðsfélagar kjósi stjórnir/auðvitða eigum við ein, sem eigum þá að stórna þeim,en ekki atvinnurekandur!!!svo ber ap reyna að sameina þá sem flesta,þar skapast hagnaður!!!

Sjóðsfélagar kjósi stjórnir Innlent | mbl.is | 27.12.2011 | 15:35 Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um að sjóðsfélagar lífeyrissjóðanna kjósi stjórnir sjóðanna, en í dag eru stjórnir margra sjóða skipaðir af stéttarfélögum eða samtökum atvinnurekenda. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Pétur H. Blöndal alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Frumvarpið gerir ráð fyrir að skýrt verðið kveðið á um í lögum að 
Frá ársfundi Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
sjófélagarnir eigi lífeyrissjóðina. Jafnframt skuli lífeyrissjóðirnir upplýsa hvern sjóðfélaga um verðmæti persónulegra réttinda hans, þ.e. hlutdeild hans í eignum sjóðsins. Í greinargerð með frumvarpinu segir að miklar eignir hafi safnast í lífeyrisjóðum landmanna og standi þær á móti réttindum sjóðfélaga, maka þeirra og barna. „Þessar eignir, 2.000 milljarðar króna, eru um 17 mkr. hrein eign á hvert heimili landsins og öryggi þeirra og ráðstöfum eru tvímælalaust mestu fjárhagslegir hagsmunir heimilanna. Þess vegna er mjög brýnt að sjóðfélaginn viti af þessari eign sinni og hafi um það að segja hvernig henni er ráðstafað því fjármununum er ætlað að tryggja tekjur sjóðfélaganna þegar þeir geta ekki aflað tekna vegna elli, örorku eða fráfalls fyrir aldur fram.“ Í fylgiskjali með frumvarpinu er lýsing á viðmiðunarvöxtum lífeyrissjóðanna, sem eru 3,5% og hvað þurfi að hækka iðgjald, lækka réttindi eða hækka ellilífeyrisaldur mikið ef þessi viðmiðun næst ekki. „Það þarf mjög öflugt atvinnulíf og mikil tækifæri til að ná slíkri ávöxtun örugglega en hún tvöfaldar raungildi sparnaðar á 20 ára fresti. Margt bendir til þess að þessi viðmiðun muni ekki nást á næstu árum og áratugum. Þá verða menn að bregðast hratt við vandanum og gera eitt af þessu þrennu eða blöndu af öllu eins óvinsælt og það verður. Þá er mikilvægt að fólkið átti sig á samhengi hlutanna og taki þátt í þeim aðgerðum og vinni ekki á móti lífeyrissjóðunum. Önnur ógn, sem steðjar að lífeyrissjóðunum er framfærsluuppbótin sem var tekin upp með reglugerð í september 2008 en var síðar sett ákvæði um í lög um félagslega aðstoð. Hún gerir það að verkum að einstaklingur sem er búin að borga áratugum saman í lífeyrissjóð og fær 70.000 kr. á mánuði í ellilífeyri frá sjóðnum sínum, er skertur svo mikið hjá Tryggingastofnun ríkisins, að hann er engu betur settur en annar einstaklingur, sem kom sér hjá því að greiða í lífeyrissjóð. Þetta er ekki beint hvati fyrir fólk til að greiða í lífeyrissjóð og er getur haft alvarleg áhrif á vilja fólks til að gera það. Reyndar hefur dregist úr hömlu að tengja með skynsamlegum hætti tekjutengdan lífeyri frá lífeyrissjóðunum og ótekjutengdan lífeyri frá Tryggingastofnun. Er nú verið að vinna að lausn á því vandamáli.“//////Vandinn er sá að að þessum atvinnurekendum og ríkinu ber að skila að við eigum þessa sjóði einir sem í hann borgum ,og þar af leiðanadi stjórnum  við þeim einir,engir aðrir og við einir eigum að kjósa þar stjórnir!!!Þar af leiðir  einnig að við eigum að sameina þessa sjóði það er nauðsin til að halda þessum greiðslum sem þarfa,vegna taps a´þeim,og við erum þarna  alsráðandi og engin annar!!!!Misskilningur er að það sé bara hægt af ríkinu að ráðstafa okkar peningum að eigin geðþótta,og atvinnurekendur vita þetta einnig,engi spurning um það//Halli Gamli

mbl.is Sjóðsfélagar kjósi stjórnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Já, en það gengur gegn hagsmunum sjálfstæðisflokksins ef við fáum að stjórna þessu sjálf.

Billi bilaði, 27.12.2011 kl. 18:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er  löngu tímabær umræða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 20:37

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Halli minn og gleðilega hátíð.

Það á hverjum og einum að vera frjálst val, hvort hann borgar í lífeyrissjóð, og sjóðseigendur eiga að stjórna sjóðnum. Allt annað er hreinlega valda-rán og mannréttindabrot.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.12.2011 kl. 20:37

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka innlitið:Billi ég segi bara hvenig gengur það gegn hagsmunum flokksins??ef svo er,er ég ekki sjálfstæðismaður!!!Svo og Ásthildur og Anna þetta er okkar sjóður ekkj vinnuveitanada,svo það sem ég segi þarna er algjörlega rétt/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 27.12.2011 kl. 23:01

5 Smámynd: Billi bilaði

Sæll. Það dregur úr völdum flokksins að geta ekki sett sína menn í stjórnir lífeyrissjóða, og þar með að hafa ekki áhrif á það í hverju er fjárfest. Þú mátt alveg vera sjálfstæðismaður áfram, en í guðanna bænum, hættu að vera sjálfstæðisflokksmaður.

Billi bilaði, 29.12.2011 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1045452

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband