Bannað að koma nálægt 16 ára stúlku/þetta þarf


Hæstiréttur.Bannað að koma nálægt 16 ára stúlku Innlent | mbl.is | 28.2.2013 | 18:33 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð um nálgunarbann margdæmds rúmlega þrítugs ofbeldismanns gagnvart 16 ára gamalli stúlku.

Stúlkan á við fíkniefnavanda að stríða, hefur margoft verið vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og það var Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sem fór fram á nálgunarbannið.

Bannað að koma nálægt 16 ára Stúlkan hefur verið í harðri neyslu fíkniefna og í félagsskap sem talinn er henni hættulegur, eins og kemur fram í dómsorði. „Telpan hafi litla innsýn í vanda sinn og þá hættulegu stöðu sem hún sé í.

Hafi það verið mat sóknaraðila að til þess að ná tökum á vanda hennar væri nauðsynlegt að vista hana á langtímameðferðarheimil fjarri þeim félagsskap sem hún sæki í og hafi það verið gert með hennar samþykki.

“ Gaf stúlkunni fíkniefni og fé Barnaverndarnefnd Reykjavíkur barst síðan tilkynning í lok síðasta mánaðar frá þeim stað þar sem stúlkan var vistuð að hún ætti í samneyti við manninn.

„Þar kom fram að hún hafi talað um að hafa orðið vitni af grófum ofbeldisverkum s.s. barsmíðum varnaraðila og fylgt honum eftir þegar hann hafi ásamt vinum sínum innheimt vímuefnaskuldir.

Þá leiki grunur á kynferðislegu sambandi þeirra sem staðfestur hafi verið af öðrum skjólstæðingum.“ Stúlkan hitti manninn reglulega á meðan hún var á meðferðarheimili á þessum tíma.

Hún tók með sér tvær aðrar stúlkur sem dvöldu á heimilinu og þáðu þær allar fíkniefni af manninum. Maðurinn sótti stúlkuna einnig, stundaði með henni kynlíf og keypti handa henni fatnað, skartgripi og snyrtivörur og gaf henni fé.

Margdæmdur brotamaður Maðurinn hefur hlotið átta refsidóma og fjórum sinnum gengist undir sektarrefsingu vegna líkamsárása, auðgunarbrota, umferðar- og fíkniefnalagabrota.

Í úrskurði Héraðsdóms er manninum bannað að koma í nánd við þann stað þar sem stúlkan er nú í neyðarvistun á vegum barnaverndaryfirvalda. Þá er honum óheimilt að veita henni eftirför, heimsækja hana á aðra staði eða setja sig í samband við hana með einum eða öðrum hætti./////////////Vonandi eru svona mál ,tekin föstum tökum ekki veitir af!! Það er betra að byrgja borunin áður en eitthvað slæmt kemur í ljós það er málið,og ert gera oftar/Halli gamli 


mbl.is Bannað að koma nálægt 16 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1045631

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband