Bannað að tala um fílinn í stofunni:Viðkvæmt mál en umfjöllun þörf!!!


Þrátt fyrir að hafa verið úthýst úr samfélaginu eru reglur,...
Bannað að tala um fílinn í stofunni Innlent | Morgunblaðið | 11.7.2014 | 21:03 Þrátt fyrir að hafa verið úthýst úr samfélaginu eru reglur,... Ljósmyndarinn Gísli Hjálmar Svendsen fór sérstaka og áhrifaríka leið þegar hann vann lokaverkefni sitt í Ljósmyndaskólanum.
 
Með heimildarljósmyndun varpar hann einstöku ljósi á líf þeirra sem eru utangarðs í samfélaginu og eiga hvergi höfði sínu að halla.hef­ur ekki aðeins verið út­hýst úr sam­fé­lag­inu held­ur líka úr fjöl­skyld­um og af þeim napra veru­leika bregður Gísli upp mynd.
 
Veru­leiki og heim­ur hinna heim­il­is­lausu er mörg­um al­gjör­lega ókunn­ur og gera fæst­ir sér grein fyr­ir því hversu marg­ir eru utang­arðs í okk­ar eig­in sam­fé­lagi.
 
Af hverju sú vitn­eskja er á hönd­um fárra er ekki gott að segja en ljóst er að hluti vand­ans staf­ar af því að augu okk­ar geta verið lokuð fyr­ir því sem er óþægi­legt, vand­ræðal­egt og erfitt. Gísli Hjálm­ar Svendsen út­skrifaðist úr Ljós­mynda­skól­an­um í fe­brú­ar síðastliðnum og hef­ur út­skrift­ar­verk­efni hans, Utang­arðmenn, fengið mikla at­hygli.
 
Gísli byrjaði að mynda utang­arðsfólk árið 2006 en þegar hann hóf nám árið 2011 ákvað hann að sinna þeirri köll­un sem hann hafði orðið fyr­ir og fór að mynda þenn­an sér­staka hóp fólks af full­um þunga.
 
Mik­il vinna er að baki, enda tók það sinn tíma að ávinna sér traust fólks­ins og varði Gísli mikl­um tíma með því. Gísli Hjálmar Svendsen segir sögu utangarðsfólks í myndum. Gísli Hjálm­ar Svendsen seg­ir sögu utang­arðsfólks í mynd­um. Ljós­mynd/​Gísli Hjálm­ar Svendsen Hann var með því heilu og hálfu dag­ana, jafn­vel heilu næt­urn­ar, og tók aldrei mynd­ir nema með fullu samþykki fólks­ins.
 
Mik­il­væg heim­ild Á næstu mánuðum kem­ur út bók­in Óminni hvers­dags­leik­ans, sem er með mynd­um Gísla af útigangs­fólki og texta sem seg­ir sög­una á bak við mynd­irn­ar. Bók Gísla, Óminni hversdagsleikans, kemur út á næstunni, með myndum af útigangsfólki og texta með ... Bók Gísla, Óminni hvers­dags­leik­ans, kem­ur út á næst­unni, með mynd­um af útigangs­fólki og texta með sög­unni á bak við mynd­irn­ar.
 
„Ég hef tekið gríðarlegt magn af víd­eó­efni og ég á all­ar sam­ræðurn­ar, birt­ing­ar­hæf­ar og óbirt­ing­ar­hæf­ar. Ekki man ég hversu mörg þúsund mynda ég á af þessu um­hverfi og fólk­inu,“ seg­ir Gísli, en all­ar þær til­vitn­an­ir sem eru notaðar í bók­inni á hann til á mynd­skeiðum, sem eru aðal­heim­ild­in fyr­ir oft átak­an­leg­um texta bók­ar­inn­ar.
 
Til dæm­is þar sem útigangs­kona lýs­ir skelfi­legri reynslu þar sem þrír karl­menn halda henni fastri og nauðga henni. Hún sagði að þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem hún hefði orðið fyr­ir slíku grimmi­legu kyn­ferðisof­beldi. „Þetta er óhugn­an­lega al­gengt í þess­um aðstæðum.
 
Get­urðu ímyndað þér konu sem upp­lif­ir þetta og er líka í fang­elsi sjúk­dóms­ins með ein­hver skil­yrt úrræði fyr­ir meðferð? Hvernig það er að lifa svona?“ Það er ljóst að fáir geta sett sig í þau spor en Gísli er sann­færður um að hægt sé að skilja stöðu utang­arðsfólks enn bet­ur og þar af leiðandi megi leita leiða til að taka á vanda þessa hóps fólks.
 
Bók­in er áhrifa­rík og skipt­ir sam­spil texta og mynda þar miklu. „Text­inn í bók­inni gef­ur mynd­un­um aukið vægi því hann teng­ir les­and­ann við þetta sjón­ræna,“ seg­ir Gísli, sem vill alls ekki að ljós­mynd­ar­inn sjálf­ur sé aðal­atriðið í þess­ari frá­sögn held­ur fólkið og sag­an sem það seg­ir í text­an­um sem fylg­ir mynd­un­um.
 
Gísli er sögumaður­inn en ekki höf­und­ur sög­unn­ar, ef svo má segja, og það vill hann að komi fram. Þessa sögu þarf að segja og ef ein mynd seg­ir meira en þúsund orð er bók­in býsna mik­il­væg heilmild um líf þeirra sem eru utang­arðs í ís­lensku sam­fé­lagi. Það verður sann­ar­lega áhuga­vert að fylgj­ast með viðbrögðum þegar bók­in kem­ur út, sem von­andi verður í haust.
 
Ban­vænn sjúk­dóm­ur At­hygl­in sem mynd­ir Gísla hafa vakið, bæði á sýn­ingu út­skrift­ar­nema og á vefsíðu Ljós­mynda­skól­ans, seg­ir okk­ur að mynd­efnið sé áhuga­vert og sömu­leiðis að á mynd­un­um sjá­ist eitt­hvað sem fólk þekki ekki, veiti sýn inn í „hið for­boðna“ sem fólk er for­vitið um.
 
Falið vanda­mál í nærum­hverf­inu. Eða „fíl­inn í stof­unni“ eins og Gísli orðar það, og sjálf­ur þekk­ir Gísli til þess vanda­máls. „Allt mitt líf hef­ur þessi heim­ur verið hluti af veru­leika mín­um. Mín eig­in reynsla er helsti hvat­inn að því að leyfa fólki að fá smjörþef­inn af lífi utang­arðsfólks.
 
Upp­eld­is­bróðir minn svipti sig lífi í fang­els­inu við Hverf­is­götu eft­ir að hann var tek­inn í eitt skipti af mörg­um. Reynsla ljósmyndarans knúði hann til að vinna margra ára ljósmyndaverkefni um útigangsfólk á Íslandi.
 
Reynsla ljós­mynd­ar­ans knúði hann til að vinna margra ára ljós­mynda­verk­efni um útigangs­fólk á Íslandi. Ljós­mynd/​Gísli Hjálm­ar Svendsen Úrræðin voru eng­in og það var hans lausn að hengja sig þar. Ann­ar maður ná­tengd­ur mér, frændi minn, fannst með dæl­una í hand­leggn­um.
 
Það var komið að hon­um þannig, látn­um, fyr­ir tveim­ur árum,“ seg­ir Gísli. Þessi reynsla knúði hann áfram. Hann langaði til að sýna hvernig lífi utang­arðsfólks er háttað. „Ég vildi sýna hvernig þetta líf er í raun og veru en ekki eins og sagt er að það sé.
 
Þetta er ekki eins og sú mynd sem dreg­in hef­ur verið upp af róna sem sit­ur á rúm­stokki með matar­poka frá Bón­us af því að ein­hver gaf þúsund­kall. Heim­ur­inn er ekki þannig. Hann er grafal­var­leg­ur og brútal. Þetta er óvæg­inn og hræðileg­ur heim­ur.
 
Og þangað leiðist fólk af því að það hef­ur eng­in önn­ur ráð. Á meðan við erum með meðferðar­kerfi eins og Vog er þetta þannig að fólk er sett á biðlista sem miðast við það hversu oft það er búið að fara í meðferð. Það er ekki horft á hverj­ar aðstæður fólks eru nema í ein­staka til­vik­um þegar fólk er með börn eða eitt­hvað í þá veru.
 
Þegar kem­ur að þess­um klass­ísku rón­um sem vilja kom­ast inn, eru orðnir þreytt­ir og bún­ir að fá nóg, er ekki hægt að kom­ast inn og þeir þurfa að bíða í þrjá mánuði,“ út­skýr­ir Gísli. Á þeim þrem­ur mánuðum get­ur margt gerst.
 
Öll börn þessarar konu voru tekin frá henni vegna sjúkdómsins. Eftir sem áður er hún ... Öll börn þess­ar­ar konu voru tek­in frá henni vegna sjúk­dóms­ins. Eft­ir sem áður er hún móðir. Ljós­mynd/​Gísli Hjálm­ar Svendsen Sum­ir láta lífið vegna sjúk­dóms­ins og fíkn­in get­ur líka leitt menn út í al­var­leg af­brot af ýmsu tagi.
 
Fíll­inn í stof­unni Frá því að Gísli hóf þetta verk­efni, árið 2011, hef­ur margt utang­arðsfólk látið lífið. „Það eru falln­ir frá að minnsta kosti fimm ein­stak­ling­ar sem ég kynnt­ist per­sónu­lega í gegn­um verk­efnið,“ seg­ir hann en þá eru ekki tald­ir með ætt­ingj­ar hans tveir sem létu lífið á sama tíma­bili. Það seg­ir okk­ur að tal­an get­ur sann­ar­lega verið mun hærri.
 
Á bak við töl­urn­ar er fólk og á bak við fólkið eru fjöl­skyld­ur. Eins og Gísli þekk­ir sjálf­ur get­ur verið þyngra en tár­um taki að eiga ætt­ingja sem er bæði fík­ill og illa hald­inn af and­leg­um veik­ind­um. Í sum­um til­fell­um eru fjöl­skyld­urn­ar hel­sjúk­ar og af­neita vand­an­um að sögn Gísla.
 
„Það er þetta með fíl­inn í stof­unni sem all­ir sjá og vita af en það má eng­inn tala um hann.“ Það get­ur verið erfitt að fela fíl­inn en marg­ar fjöl­skyld­ur fíkla reyna það eft­ir sem áður./////////Þessi bók verður mikið selt að mínu áliti,enda hreyfir hún við okkur flestum,sem höfum séð þetta blessað fólk árum saman,og gefið pening fyrir mat en annað var keypt!!!þetta verður vonandi til að þessi mál verði tekin fyrir,og það sem fyrst,ekki draga það eins verið hefur,ég bara vona að við öll viljum leggja til þessa pening,ef með þarf,ekkert síður en að bjarga öðrum sem gert er alla daga!!!við bíðum spennt og með lottningu fyrir höfundi að gera þetta!!/Halli gamli

mbl.is Bannað að tala um fílinn í stofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 1045625

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband