Tryggvi krefur Hönnu Birnu um svör/Þessi mál eru að varða mjög alverleg!!


Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis óskar eftir...
Tryggvi krefur Hönnu Birnu um svör Innlent | mbl.is | 30.7.2014 | 12:55 Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis óskar eftir...
 
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis ritaði í dag Hönnu Birnu Kristjánsdóttur bréf með ósk eftir tiltekum upplýsingum um samskipti hennar við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.vegna lög­reglu­rann­sókn­ar sem embætti hans vann að og beind­ist að meðferð trúnaðar­upp­lýs­inga í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu.
 
Þetta kem­ur fram á vefsíðu umboðsmanns Alþing­is. Í bréf­inu, sem þar er birt, seg­ir að Tryggvi hafi í kjöl­far um­fjöll­un­ar DV í gær rætt við bæði Stefán og Sig­ríði Friðjóns­dótt­ur rík­is­sak­sókn­ara.
 
Í kjöl­farið ákvað hann að óska eft­ir eft­ir­far­andi upp­lýs­ing­um frá Hönnu Birnu: Hvort hún hafi að eig­in frum­kvæði óskað eft­ir að lög­reglu­stjór­inn kæmi til viðtals eða fund­ar í ráðuneyt­inu, þar sem hún hafi rætt við hann um rann­sókn­ina sem embættið vann að á sama tíma.
 
Um­borðsmaður ósk­ar eft­ir að fram komi í svari ráðherra hvert til­efni þess­ara funda var, hvenær þau fóru fram og að Hanna Birna lýsi hvað kom þar fram af henn­ar hálfu í sam­tali við Stefán um rann­sókn­ina og starfs­hætti lög­reglu.
 
Einnig ósk­ar hann þess að til­tæk gögn um þessi sam­skipti verði send. Með sama hætti ósk­ar Tryggvi eft­ir upp­lýs­ing­um um sím­töl sem Hanna Birna kun­in að hafa átt við Stefán um lög­reglu­rann­sókn­ina.
 
Óskað er eft­ir því að fram komi hvenær sím­töl­in fóru fram, hvert til­efni þeirra var og hvað kom þar fram af hálfu Hönnu Birnu um rann­sókn­ina.
 
Umboðsmaður ósk­ar þess að inn­an­rík­is­ráðherra sendi hon­um til­tæk gögn um þessi sím­töl.
 
Á eft­ir að taka af­stöðu um form­lega at­hug­un „Ég tek það fram að beiðni mín um þess­ar upp­lýs­ing­ar er sett fram til þess að ég geti tekið af­stöðu til þess hvort ég tek mál þetta til form­legr­ar at­hug­un­ar,“ seg­ir Tryggvi í bréf­inu og vís­ar í regl­ur og sjón­ar­mið sem tal­in eru eiga við um sam­skipti ráðherra, sem fer með yf­ir­stjórn lög­reglu, við stjórn­end­ur lög­reglu­embætta og með til­liti til sjálf­stæðis þeirra embætta og ákæru­valds við rann­sókn saka­mála.
 
„Það á sér­stak­lega við þegar um­rædd rann­sókn teng­is mál­efn­um ráðuneyt­is viðkom­andi ráðherra,“ seg­ir í bréf­inu.
 
Þess er óskað að inn­an­rík­is­ráðherra svari fyr­ir­spurn­inni eigi síðar en 15. ág­úst. DV full­yrti í gær að Stefán Ei­ríks­son hætti störf­um sem lög­reglu­stjóri vegna af­skipta Hönnu Birnu af rann­sókn­inni á lek­an­um úr inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu.
 
Sjálf­ur hef­ur Stefán ekki viljað tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann hætti ekki vegna þrýst­ings, eins og hann sagði í sam­tali við mbl.is.
 
 Hann hef­ur hins­veg­ar ekki viljað segja af eða á um það hvort inn­an­rík­is­ráðherra hafi haft af­skipti af rann­sókn­inni. mbl.is náði ekki tali af Hönnu Birnu í gær vegna máls­ins.///////////////TEk það fram að þetta er bara fyrirspurn og hún er alveg rétt að gera,málið er ekki þakkað niður svo auðveldlega,við viljum öll hvar í flokki sem við stöndum fá þetta á hreint,og það sem fyrst ekki spurning!!Einnig þessa ráðningu nýs lögreglustjóra án auglýsingar um starfið,en þetta var mín athugasemd!!! en svona er þetta að Hanna Birna verður að svara þessu ,til hlítar en ekki bara með þessum svörum sem hafa verið birt/Halli gamli

mbl.is Tryggvi krefur Hönnu Birnu um svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að maðurinn er búinn að segja það opinberlega að Hanna Birna hafði ekkert að gera við afsögn hans?

gaur (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 15:05

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það geri ég Gaur ekki spurning,en svona loðin mál þurfa rannsóknar,og það verður gert!!!!Kveðja

Haraldur Haraldsson, 30.7.2014 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1045602

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband