Hvenig gæti bardaginn spilast út? Innlent | mbl.is | 4.10.2014 | 11:30 Gunnar Nelson í vigtuninni í gær.
VefurinnMMAfréttir, sem sérhæfir sig í umfjöllun um MMA, hefur tekið saman hvernig Gunnar Nelson og Rick Story eru líklegir til að hegða sér í búrinu í kvöld.-Hér er listi yfir staði sem sýna bardagann-
Í umfjöllun MMAfrétta segir meðal annars að Gunnar sé sterkastur þegar bardaginn er farinn í gólfið, enda er hann einn af sterkustu gólfglímumönnum innan UFC. Rick Story er á hinn bóginn mjög höggþungur, en einnig fær í ólympískri glímu.
Í greiningu MMAfrétta segir að Gunnar þurfi að passa upp fótavinnuna, því Story eigi það til að þvinga menn að veggnum á búrinu, og reyni þar að ná undan þeim fótunumUFC Fight Night bardagakvöldið í Stokkhólmi mun verða veisla fyrir okkur Íslendinga þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Gunnars Nelson og Rick Story.
Bardagakvöldið fer fram á laugardaginn og íslenska þjóðin fylgist grannt með.
Flestir spá okkar manni sigri en hver er besta leiðin fyrir báða bardagamenn til þess að fara með sigur af hólmi? Gunnar Nelson er ósigraður í MMA og hefur hann sigrað alla fjóra bardaga sína í UFC.
Gunnar sigraði síðast Zak Cummings með hengingu í annarri lotu í Dublin í júlí.
Eins og flestir vita þá er Gunnar gríðarlega öflugur í gólfinu og er einn sá besti í heimi þegar kemur að gólfglímunni. Zak Cummings er ekki með ósvipaðan stíl og Rick Story og stóð Gunnar sig vel í þeim bardaga.
Gunnar þarf að nota fótavinnu sína til að passa að Rick Story pressi hann ekki upp við búrið. Gunnar beitir gagnárásum mikið og gæti Story því labbað inn í nokkur högg frá Gunnari.
Demian Maia er einn besti gólfglímumaður innan UFC og gæti Gunnar horft til bardaga Maia og Story.
Maia pressaði Story frá fyrstu sekúndu og tók Story niður.
Rick Story reyndi að standa upp en gaf bakið á sér í leiðinni og það nýtti Demian Maia sér og hengdi Story eftir 2:30 í fyrstu lotu. Það hefur einfaldlega sýnt sig að þegar Gunnar kemur bardaganum í gólfið hefur hann klárað andstæðinga sína stuttu eftir það.
Vonandi höldum við áfram að sjá það, fari bardaginn í gólfið. rick story 2Rick Story er reyndur bardagamaður.
Hann er mjög árásargjarn og setur mikla pressu á andstæðinga sína. Hann er ekki frábær í neinu en hanner heldur ekki lélegur á öðrum sviðum.
Bestu eiginleikar hans eru fellur hans, úthald og box.
Stærstu sigrarnir á hans ferli voru gegn núverandi veltivigtarmeistaranum Johny Hendricks og Muay Thai vélinni Thiago Alves.
Hann hefur einnig barist og tapað gegn öðrum góðum andstæðingum á borð við Martin Kampmann og Mike Pyle.
Rick Story er góður í ólympískri glímu og það hefur nýst honum vel í gegnum ferilinn. Story er með mjög góðan kraft í höndunum og er einnig virkilega fær í skrokkhöggum.
Rick Story pressar andstæðinga sína upp við búrið þar sem hann raðar inn þungum höggum og getur það reynst erfitt fyrir andstæðinga Story að komast undan.
Þegar Story byrjar að raða upp höggunum upp við búrið getur hann einnig skotið inn í fellu og tekið bardagann niður í gólfið.
Ef hann fylgir leikáætluninni og fer ekki út í að elta Gunnar með höggum þá gæti hann verið vandamál fyrir Gunnar.
Story þarf að halda ró sinni og loka hægt og rólega á Gunnar.
Hann vill ná Gunnari upp við búrið og sækja mikið í skrokkinn.
Story mun væntanlega reyna að þreyta Gunnar og draga hann í seinni lotur bardagans.
Þar sem bardaginn er aðalbardagi kvöldsins er um fimm lotu bardaga að ræða.
Bardagakvöldið hefst kl 19 annað kvöld og ætti enginn að láta bardagann framhjá sér fara.
Þetta verður stærsti og erfiðasti bardagi Gunnars Nelson hingað til og stór prófraun fyrir hann.//////////////////////////Svona má lengi um deila og er það von,ég persónulega spái okkar mann sigurvegara,svo eftir þessa bardaga hans 4 er maður svona nokkuð viss,en mótstaðan er einnig mikil,hjá Story mun væntanlega nota högg og reyna að rota Gunnar en ,hann getur mikið þar einnig ekki bara á gólfinu liggjandi eftir fellu,en Gunnar er lipur sem sem köttur og þar er okkar von og seigum Gunnar vinnur!!!!/Halli gamli
Hvernig gæti bardaginn spilast út? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.