Víki verði fyrirvörum hafnaði/ þetta er þegar að koma i ljós !!!!!

Innlent | mbl.is | 29.8.2009 | 11:55
Bjarni Benediktsson flutti ávarp á opnum fundi sjálfstæðismanna í dag.„Verði fyrirvörunum við ríkisábyrgð á Icesave-samning ríkisstjórnarinnar hafnað, verði ekki fallist á skilaboðin frá Alþingi, er ég jafnframt þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin eigi að segja af sér,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksmorgun.

Bjarni sagði að sjálfstæðismenn hefðu tekið ákvörðun um að starfa með nýjum meirihluta í Icesave-málinu. Hann hafi samanstaðið af stjórnarandstöðu og nokkrum úr andspyrnuhreyfingunni í Vinstri grænum. Ekki hafi komið til greina að veita ríkisábyrgð á Icesave-samning ríkisstjórnarinnar.

Afstaðan hafi kallað fram efasemdir hjá nokkrum sjálfstæðismönnum en hefðbundin leikur í stjórnarandstöðu að vera á móti hefði leitt til klofnings á þingi sem aðeins hefði varað í takmarkaðan tíma.

Andspyrnuhreyfingin og aðrir stjórnarliðar hefðu náð saman að lokum og það hefði leitt til miklu verri niðurstöðu á frumvarpi ríkisstjórnarinnar.

„Ég tel því að við höfum valið ábyrgu leiðina í málinu. Þá leið sem var til mestra heilla fyrir íslenska þjóð og ég mun alltaf velja þá leið. Sama hvernig stendur á,“ sagði Bjarni og uppskar mikið klapp fyrir.

Formaðurinn sagði að ef Hollendingar og Bretar höfnuðu fyrirvörunum og höfnuðu því að verða við kröfum Alþingis um sanngjarnt tillit til aðstæðna á Íslandi væri málið í uppnámi. Þá ættum við að lýsa því yfir að Íslendingar ættu ekki að sæta þvingunarskilmálum heldur fara fram á hlutlausa dómsmálameðferð.

„Við höfum ítrekað sagt að Íslendingar ætla að standa við skuldbindingar sínar,“ sagði Bjarni og bætti við: „Verði fyrirvörunum hafnað, verði ekki fallist á skilaboðin frá Alþingi, er ég jafnframt þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin eigi að segja af sér. Hún hefur þá endanlega sannað sig að vera óhæfa til að gæta hagsmunum þjóðarinnar, sett samskipti okkar við aðrar þjóðir í fullkomið uppnám með því að lofa samningum sem hún gat ekki staðið við, auk þess að fara gegn vilja þingsins og gegn vilja þjóðarinnar. Slík ríkisstjórn verður einfaldlega að víkjains á opnum fundi í Valhöll í morgun///Mikið til i þessu hjá Formanni Sjálfstæðisflokksins,var ekki á fundinum en var að lesa þetta og er sammala þessu,en ekki að við sátum hja´við afgreiðlu málsins/en það er þegar verið að fjalla um þetta hjá hollendingum og Bretum,og þeir ekki hrifnir að mati þeirra sem það birta/Halli gamli 


mbl.is Víki verði fyrirvörum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1045589

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband