Getur ekki samþykkt Icesave/er það nokkur undur ???????

Getur ekki samþykkt Icesave
Innlent | mbl.is | 1.11.2009 | 13:01

Lilja Mósesdóttur.Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði í þættinum Silfur Egils í dag, að hún hefði komist að þeirri niðurstöðu sl. föstudag að hún gæti ekki samþykkt frumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi um Icesave-skuldbingarnar.
Þegar frumvarpið var kynnt í þingflokki Vinstri grænna þá hugsaði ég með mér: Ég samþykki þetta, það er ekki hægt að komast lengra. Ég sagði félögum mínum að ég samþykkti að þetta færi inn í þingið og fengi þinglega meðferð en ég hefði fyrirvara, ég ætlaði að skoða málið betur.

Síðan  les ég frumvarpið sem núna liggur fyrir þinginu og ég get bara ekki samþykkt þetta," sagði Lilja. Hún sagði einnig, að ekki lægju fyrir skuldaþolsútreikningar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland en þeir myndu sýna að Íslendingar muni eiga erfitt með að standa undir Icesave-skuldbindingunum.

Lilja sagðist áfram styðja ríkisstjórnina þrátt fyrir þessa afstöðu til Icesave-málsins. 

Þingmenn stjórnarflokkanna eru samtals 34 á Alþingi en þingmenn stjórnarandstöðu 29. Fleiri þingmenn VG en Lilja hafa lýst efasemdum um Icesave-samningana, þar á meðal Ögmundur Jónasson, sem ekki hefur ekki upplýst um afstöðu sína til frumvarpsins nú.

Líta á afstöðu sjálfstæðismanna sem svik 

Lilja sagði í Silfri Egils, að hún hefði fengið að vita það, rétt áður en hún átti að ýta á atkvæðahnappinn þegar fyrra Icesave-frumvarpið var afgreitt á Alþingi síðsumars, að sjálfstæðismenn ætluðu að sitja hjá við endanlega afgreiðslu málsins þótt þeir hefðu tekið þátt í að semja ýtarlega fyrirvara við ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna.

„Ég ákvað samt að halda mínu striki þar sem ég hafði tekið þátt í að gera sérstaklega efnahagslegu fyrirvarana. Ég labbaði síðan niður ásamt mínum félögum í Vinstri grænum og lamdi í borðið. Við upplifðum þetta sem svik (...) og veltum því fyrir okkur hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið að finna leið til að fá okkur Vinsti græn til að samþykkja Icesave-samninginn svo þeir þyrftu sjálfir ekki að óhreinka sig við það," sagði Lilja./var að horfa á þáttinn,og verð að segja að hún fer með rétt mál,sjálfstæðismenn áttu að vera á móti en ekki sitja hjá á athvæðgreiðslunni um þetta mál/svo finnst manni hún staðföst að vilja ekki samþykkja þetta nú vegna þessa að við getum aldrei borgað þetta,þetta er okkur ofraun og við getum bara ekki látið þá -Breta og Hollendinga  einhliða setja okkur endanlega á hausinn/skýrara getur þetta ekki verið/þarna kemur kona sem stendur á sínum skoðunum og þær vonandi nái fram að ganga/Halli gamli


mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki er ég hissa

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1045618

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband