Þjóðfundur um framtíðarsýn Íslendinga/gott mál og þarft!!!!

Þjóðfundur um framtíðarsýn Íslendinga
Innlent | Morgunblaðið | 11.11.2009 | 10:30

Þjóðfundurinn æfður Á laugardaginn verður haldinn þjóðfundur í Laugardalshöll þar sem rætt verður um lífsgildi og framtíðarsýn. Reiknað er með

Þessum fundi er ekki ætlað að taka afstöðu til einstakra dægurmála. Verkefni fundarins er að taka afstöðu til þess hvernig samfélag við viljum byggja í framtíðinni,“ segir Bjarni Snæbjörn Jónsson þegar hann er spurður hvað hann eigi von á að komi út úr þjóðfundi sem boðaður hefur verið í Laugardalshöll á laugardaginn.

Undirbúningur fyrir fundinn stendur sem hæst, en 1.500 manns hafa fengið boð um að mæta. Fulltrúar á fundinum koma úr tveimur áttum, annars vegar úr 1.200 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá. Úrtakið er þannig valið að því er ætlað að endurspegla þjóðina. Þar verður því jöfn skipting kynjanna, fólk á öllum aldri og alls staðar af landinu. Hins vegar hefur 300 fulltrúum félaga, samtaka og stofnana verið boðið að senda fulltrúa á fundinn. Þarna verða t.d. fulltrúi frá leikskólakennurum, ASÍ, SA, þingmenn, ráðuneytissjóri og fleiri. Kristín Erna Arnarsdóttir, sem vinnur að skipulagningu fundarins, leggur áherslu á að allir sem mæta til fundarins séu fulltrúar sjálfra sín, en ekki hagsmunasamtaka.

Fundurinn verður ekki skipulagður eins og hefðbundinn fundur með framsöguræðum og fyrirspurnum. Fundarmönnum verður skipt upp í níu manna hópa og er hópstjóri skipaður á hvert borð, samtals 162 borðstjórar. Borðstjórum er ætlað að hafa samband fyrirfram við alla í sínum hóp.

Ekki verða lögð fram nein drög að ályktunum fyrir hópana. Í fyrri hluta fundarins verða fundarmenn beðnir um að ræða spurninguna: „Hvaða lífsgildi eiga að vera okkur leiðarljós í þróun samfélagsins?“

Um miðjan dag verður þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram í hópunum safnað saman og sameiginlegar hugmyndir verða síðan ræddar áfram á síðari helmingi fundarins.

Bjarni sagði að niðurstöður fundarins yrðu settar fram á heimasíðu fundarins og kynntar fyrir almenningi. Hugmyndin væri að halda áfram að vinna með það sem kæmi út úr fundinum.

Þó að þjóðfundinum sé ætlað að ræða um málefni samfélagsins vítt og breitt er þess ekki að vænta að fundurinn taki afstöðu til þess hvort við eigum að ganga í ESB, hækka skatta eða byggja álver á Bakka. Bjarni segir að þessi mál verði örugglega rædd, en það sé hins vegar ekki verkefni fundarins að leggja fram hugmyndir um breytingar á skattkerfinu.

Vilhjálmur Arnarson, sjómaður á Húsavík, er einn þeirra sem hafa fengið boð um að mæta á þjóðfundinn. „Ég ætla að mæta til fundarins með opnum hug og sjá hvað verður matreitt þarna.“

Vilhjálmur sagði að það væri eitt og annað sem hann vildi sjá breytast í samfélaginu. „Það hefur berlega komið í ljós eftir hrunið að við þurfum að fá strangari stjórnsýslu og meira gagnsæi. Ég vænti þess að það verði líka rætt um atvinnumál. Það þarf að auka atvinnuppbyggingu úti á landi alveg sérstaklega. Við verðum að fórna ýmsu til að skapa atvinnu. Ég er hlynntur álveri og hef trú á að það leiði annað og meira af sér.“///maður heldur að þetta sé gott mal eins og komið er fyrir okkur nú!!!þetta mjög svo gott að halda ópólitaskan fund svona með menn frá öllum stöðum og felögum og ekkert bundna neinum flokki,ekki allavega þarna,mjög svo gott ef vel tekst til og vona maður að þerna komi vilji fólkisins i landinu fram/Halli gamli


mbl.is Þjóðfundur um framtíðarsýn Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1045455

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband