Sátt ekki í sjónmáli/samfylgingin vill ekki samstöðu!!!!!

Sátt ekki í sjónmáli
Innlent | mbl.is | 8.1.2010 | 11:40

Jóhanna SigurðardóttirJóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ekki í sjónmáli að setja Icesave-lögin ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu við núverandi aðstæður. Tók hún þó fram að aldrei ætti að loka á hugsanlega möguleika ef sátt um það gæti náðst. Það væri samt ekki í sjónmáli.
Sagði hún ekkert sérstakt benda til þess að Bretar og Hollendingar muni sýna meiri sanngirni verði samningarnir teknir upp aftur. Það væri heldur sjálfgefið að Bretar og Hollendingar væru tilbúnir til viðræðna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, enda líklegra en ella að Icesave-lögunum yrði hafnað af þjóðinni í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu ef landsmenn hefðu von til þess að nýjar samningaviðræður gætu leitt til betri samnings.

„Mér finnst að stjórnarandstaðan skuldi okkar í ríkisstjórn að tala skýrar í þessu máli ef hægt eigi að vera að snúa hér við blaðinu,“ sagði Jóhanna.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, minnti á að Sjálfstæðismenn hefði síðan í sumar talað fyrir því að menn sættu sig ekki við þá niðurstöðu sem komin væri upp. Í millitíðinni lögðum við til að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu, af því að við erum sannfærð um að þjóðin muni ekki sætta sig við þennan samning.

Jóhanna sagði ekki hægt að túlka viðbrögð Sjálfstæðismanna sem annað en hreinan viðsnúning í málinu. Vitnaði hún í leiðara í The Economist þar sem talað væri um að ríkisstjórn Íslands hefði tekið erfiðar ákvarðanir á síðustu mánuðum og verið á skuldugri en trúverðugri leið til baka í efnahagsendurreisn landsins, en að því hefði nú verið stefnt í voða í ljósi nýjustu atburða í tengslum við Icesave-málið.

Jóhanna sagði ljóst að hafni þjóðin Icesave-lögunum sé ríkisstjórnin tilneydd til þess að hefja samningaviðræður við Breta og Hollendinga að nýju. Tók hún fram að mikil óvissa væri fólgin í því enda óljóst hvað hugsanlega gæti komið út úr slíku samningaferli.

„Ef ég fyndi það að það skapaðist breið sátt um málið, bæði innan þings en einnig milli þings og þjóða þá myndi ég vera reiðbúin til að skoða þetta,“ sagði Jóhanna en tók fram að þá skipti máli hvað forsetinn brygðist við. „Hvað mun forsetinn gera ef við náum nýjum samningi við Breta og Hollendinga?“ 

Einar Kr. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, beindi þeirri spurningu til forsætisráðherra hvort núverandi ríkisstjórn liti á sig sem starfsstjórn í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands.

Jóhanna svaraði þessari spurningu neitandi og sagði engar breytingar hafa orðið á hlutverki ríkisstjórnarinnar. Henni hefði vitanlega nú verið falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögunum.

Jóhanna ítrekaði  að komandi þjóðaratkvæðagreiðslu muni ekki einvörðungu snúast um Icesave-málið heldur líka líf og framtíð núverandi ríkisstjórnar. „Með einhverjum hætti mun það koma fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þó ég muni ekki taka afstöðu til annars en laganna í komandi atkvæðagreiðslu.“///það kemur leynt og ljóst fram hjá Jóhönnu og öðrum samfylginamönnum að þeir vilja ekki samtöðu og nýja  samninga það er alveg vist,þeir hugsa bara að stykkja gegn EBS  því þeir vilja komast þangað og ekkert annað/Halli gamli


mbl.is Sátt ekki í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband