Innlent | mbl.is | 8.1.2010 | 19:45
Lög um þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga um ríkisábyrgð vegna Icesave voru samþykkt á Alþingi í kvöld. Tillagan var samþykkt samhljóða með atkvæðum 49 þingmanna. Að svo búnu var samþykkt frestun Alþingis til 29. þessa mánaðar.
Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram vegna þess að forseti Íslands synjaði lögunum sem Alþingi samþykkti fyrir áramót staðfestingar.
Frumvarpið fór hraðferð í gegn um þingið í kvöld, í samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu. Eftir nokkrar umræður við aðra umræðu um kvöldmatarleytið var samþykkt að vísa því til þriðju umræðu.
Þriðja umræða fór fram strax að lokinni annarri umræðu og þurfti að leita afbrigða frá þingsköpum fyrir þeirri málsmeðferð.
Þriðja grein laganna hljóðar svo:
Á kjörseðli skal koma fram eftirfarandi: Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?
Á kjörseðli skulu gefnir tveir möguleikar á svari, þ.e. Já, þau eiga að halda gildi og Nei, þau eiga að falla úr gildi.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, vakti athygli á því við atkvæðagreiðsluna að þetta væri í fyrsta skipti í sögunni sem Alþingi samþykkti lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Fagnaði hún því að pólitísk samstaða væri um málið.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði leiðinlegt hvað texti frumvarpsins væri ömurlegur, hann hefði mátt vera á mannamáli.
Fundum þingsins var þá frestað. Það kemur næst saman föstudaginn 29. janúar.///maður horfði á alþingi og bjóst við viðbrögum um samvinnu en hún brast algjörlega það er slegið á útsettar hendur stjórnaraðstöðu að mínu mati og fl.svo að maður hætti að horfa og hlusta,þetta var sami sandkassaleikurinn ok ekkert annað en samþykkt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og það,þetta svo einnig frestað til 29 Janúar//þetta ekki nógu gott,alls ekki/Halli gamli
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er komið nóg af málþófi á alþingi. Málið er fullrætt fyrir löngu. Það hæfir ekki gjaldþrota þjóð að standa í svona tilgangslausu strögli. Það er fullt af fólki sem væntir annars af alþingi en að tefja fyrir eðlilegri vinnu. Þingmönnum er alls ekki borgað fyrir að stunda svo barnaleg vinnubrögð, engum til gagns.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.1.2010 kl. 00:24
Málið er einfalt:
ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !
Ísleifur Gíslason, 9.1.2010 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.