Eymd og volæði hvarvetna/þetta er voðalegt og ekki skipulagt strax,sjokkið algjört !!!

Eymd og volæði hvarvetna
Innlent | mbl.is | 14.1.2010 | 6:34

Íslensku björgunarsveitarmennirnir vinna við að afferma...Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sneri aftur á flugvöllinn í Haíti eftir að hafa farið um höfuðborgina, Port au Prince, og skoðað aðstæður. Eymd og volæði blasti við björgunarsveitarmönnum sem eiga enn eftir að ná heildarsýn yfir aðstæður. Þeir hvílast nú en halda áfram starfi sínu í birtingu.

Ingólfur Haraldsson hjá Landsbjörgu ræddi við liðsmenn sveitarinnar um fimmleytið í nótt. Hann segir að til hafi staðið að reisa bækistöðvar í borginni en erfiðlega hafi gengið að finna öruggan stað. Því hafi verið ákveðið að halda aftur út á flugvöll til hvíldar. Unnið er náið með öðrum björgunarsveitum sem eru í sömu stöðu og haldast við á flugvellinum.

Erfitt hafi verið að meta aðstæður í myrkrinu en ljóst að verkefnið er gríðarlega umfangsmikið. Ástandið er jafnvel verra en menn óttuðust. Þegar í birtingu verður hafist handa við björgunar- og leitarstarf.

Tugir þúsunda eru taldir af eftir jarðskjálftann sem skók Haíti á þriðjudagskvöld. Lík liggja líkt og hráviði víðs vegar um höfuðborgina og slasaðir kalla á hjálp úr rústum húsa. Íbúar hafast við í tjöldum undir trjám þar sem ekki þykir óhætt að dvelja í þeim húsum sem þó eftir standa. Skortur er á vatni, mat og raunar öllum nauðsynjavörum.///þetta er ekki gæfuleg aðkoma og sjokkið mikið alstaðar enda rústir miklar og erfitt að forgangsraða,en þetta mun skána allar aðstæður þegar  birtir,en vonum að þetta lið okkar og allra sem þarna streyma til hjalparstafa komi að notum  og bjargi við þvi sem bjargað verður við þessar illu aðstæður/Halli gamli


mbl.is Eymd og örvænting hvarvetna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef keyptir voru FLUGELDAR fyrir áramótin, hvar voru þeir keyptir???????

Jóhann Elíasson, 14.1.2010 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband