Þingmenn rannsaki þátttöku í Íraksstríði/þetta mál er útrætt og löngu vitað,Davíð og Halldór einir tóku þessa ákvörðun!!!!

Þingmenn rannsaki þátttöku í Íraksstríði
Innlent | mbl | 1.2.2010 | 14:50

Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Þingsályktunartillaga um að skipa rannsóknarnefnd þingmanna til að fara yfir aðdraganda að ákvörðun Íslands um þátttöku í Íraksstríðinu verður lögð fram í dag eða á morgun. Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ögmundur Jónasson standi að baki tillögunni ásamt fleiri þingmönnum. Steinunn Valdís segir slíka rannsókn hluta af þeirri tiltekt sem þurfi að fara fram í íslensku samfélagi.
Nefndinni verður samkvæmt tillögunni gert að fara yfir hvernig ákvörðunin var tekin, af hverjum, hvers vegna og með hvaða hætti. Hún á að fara yfir öll gögn sem til eru varðandi málið auk þess að kalla til sín einstaklinga til skýrslutöku. Flutningsmenn telja jafnframt að það sé mjög mikilvægt að skýrslutökur fari fram í heyranda hljóði, enn sá hátturinn er hafður á í Bretlandi.

„Allt saman mjög óljóst“

 

Hinn 17. mars 2003 lýstu Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, yfir stuðningi við Azoreyja-yfirlýsingu leiðtoga Bandaríkjanna, Bretlands og Spánar, þar sem Saddam Hussein voru settir úrslitakostir. Á ríkisstjórnarfundi daginn eftir var Íraksmálið á dagskrá og síðar sama dag kom fram að Ísland væri í hópi 30 ríkja sem styddu tafarlausa afvopnun Íraka.
Steinunn Valdís, sem er formaður allsherjarnefndar Alþingis, telur margt óljóst við þá atburðarrás sem leiddi að ákvörðuninni. „Það hefur alltaf verið málum blandið hverjum barst þessi beiðni, hvar fjallað var um hana, hvort hún hafi fengið efnislega umfjöllun og umræðu og hvort embættismenn hafi komið að og gefið álit sitt á því hvort samþykkja bæri beiðnina. Það er enn allt saman mjög óljóst.“

 

Í fullu samræmi við íslensk lög

 

Í janúar 2005 vann Eiríkur Tómasson lagaprófessor álitsgerð um málið. Í henni kemur m.a. fram, að það hafi verið í fullu samræmi við íslensk lög og stjórnskipun, að forsætisráðherra og utanríkisráðherra tækju umrædda ákvörðun í sameiningu. Ákvörðunin hafi ekki verið þess eðlis að samþykki Alþingis þyrfti að koma til, þar sem ekki var um að ræða ákvörðun sem fól í sér frekari kvaðir á íslensku landi og lofthelgi en leiddi af varnarsamningi milli Íslands og Bandaríkjanna – sem þá var í gildi.

Steinunn Valdís segir það álit ekki breyta forsendum rannsóknar og sjálfsagt að fara yfir málið frá a til ö. „Þetta var mikið deilumál í íslensku samfélagi á sínum tíma. Við sjáum hvað er að gerast í Bretlandi og Hollandi um þessar mundir, menn eru að rekja sig í gegnum þessi mál og færa upp á yfirborðið hvernig ákvarðanir voru teknar.“ Hún tekur fram að þetta sé hluti af þeirri tiltekt sem fara þurfi fram í íslensku samfélagi.////hvar er að hjá þessu fólki þarna í samfylgingu og V.G það' er komin á samsæriskenningar aftur og aftur,er ekki komin nóg af þessu með þetta mál,þeir brenna i skinninu eftir að klekkja á Sjálfstæðismönnum og Framskónarmönnum,alt skal reynt til að koma illu af stað,það eru borgarstjórnarkosningar að vori,s-Steinun Valdís veit það og nú skal aldeilis klekkja á þessu/þetta fólk allt á eftir að fá þetta i bakið,hvað hefur það ekki nóg að gera með að hjálpa þeim sem eru að missa allt sitt !!!!mikið er er að þarna,meir en maður helt/Halli gamli


mbl.is Þingmenn rannsaki þátttöku í Íraksstríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alþingi hefur margt þarfara að gera en að vasast í því sem þegar er vitað.  Kannski er stjórnarliðinu umhugað um að dreifa athygli almennings FRÁ ÞVÍ SEM VERIÐ ER AÐ FÁST VIÐ ÞESSA DAGANA?

Jóhann Elíasson, 1.2.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband