12.3.2010 | 16:30
Gagnrýna inngrip hins opinbera///hvað varð um þjóðarsáttina,ekkert fengum við hið venjulega fólk???
Gagnrýna inngrip hins opinbera
Innlent | mbl.is | 12.3.2010 | 16:02
Bandalag háskólamanna (BHM) lýsir andstöðu við inngrip af hálfu hins opinbera í kjaradeilur á formi lagasetningar, eins og til stóð að gera í deilu flugumferðastjóra við viðsemjendur sína í gær, 11. mars./////hvernig ber að lesa útúr svona yfirlýsingum,er þetta ekki verið að tala um Jón og séra Jón ,hverslags stéttarskipting er þetta ,á ekki það sama yfir okkur öll að ganga núna i kreppunni,þessi háskolaborgarar eig ekkert meir skylið ,en við hinir venjulega Borgarar/svei því aftann/halli gamli
Gagnrýna inngrip hins opinbera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
Athugasemdir
Þetta er spurning um að halda starfsfólki í landinu sem skapar verðmæti. Mestallir peningar sem fara í laun þessarar stéttar koma frá útlöndum (yfirflugsgjöld fyrir flugumferðarþjónustu).
Flugumferðarstjórar eru með alþjóðleg réttindi og tilheyra stétt með ekkert atvinnuleysi í evrópu. Laun íslenskra flugumferðarstjóra eru nú þegar lág í samaburði við evrópulöndin.
Útkoma þess að halda launum þeirra niðri eru slæm fyrir allt þjóðfélagið: það skapast gjaldeyristekjur vegna þjónustu þeirra, þeir borga fullann tekjuskatt, þeir borga fulla neysluskatta (VSK o.s.frv.).
Að auki er líklegt að einhverjir þeirra flytji burt ef laun þeirra hætta að dragast aftur úr. Það væri mjög slæmt fyrir þjóðfélagið.
Enn einn punktur er að þeir eru almennir launamenn eins og við hin (engir bankareikningar á Cayman eyjum, engin kúlulán eða tekjur duldar sem fjármagnstekjur) og við þurfum að standa saman (við launamenn) gegn svona lagasetningarbulli.
Hverjir mega ekki fara í verkfall? (og af hverju?)
sjúkrahússtarfsmenn? flugumferðarstjórar (vegna hugsanlegs tekjutaps ferðageirans)? lögreglumenn (láglaunafólk)? sjómenn (það hafa verið sett lög á þá)?
Hvað með starfsmenn matvælafyrirtækja? Ruslakarla (lamast samfélagið, má náttúrulega ekki leyfa það)? Iðnaðarmenn (hálaunamenn sem tryggja öryggi)?
Ég get sett spurningarmerki við vel flestar starfsgreinar. Ef það að verkfall valdi tekjutapi þýðir að verkföll eru bönnuð þá er grundvöllur allra verkalýðsfélaga og allra kjarasamninga brostinn.
Ari Kolbeinsson, 12.3.2010 kl. 21:57
Mundu: undir þessum forsendum er hægt að ýja að því að hátekjufólk eins og verksmiðjustjórar geti ekki gert launakröfur.
Það er líka hægt að segja að starfsfólk í verksmiðju (tökum málningarverksmiðju sem dæmi) megi ekki fara í verkfall þar sem það kosti samfélagið, og einkafyrirtæki sem þurfa á vörunni að halda, peninga.
Ekki góð leið til að fara.
Ari Kolbeinsson, 12.3.2010 kl. 22:00
Ari þarna ferðu algjörlega frá öllu samhengi það er þjóðasátt i gangi að allir reyni að standa við sitt,þessir menn þurfa ekki að,kvarta alls ekki,þeir meiga auðvitað fara engin heldur þá,nema afkoman og launin sem eru i hæðsta kanti miða við Island ,að mynnast á mín kjör í yfirmannstöðu í Slipp er eins og krækiber i helviti,var með 20 % ofaná lægstu laun fyrir mikla vinnu/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 12.3.2010 kl. 22:14
hvar er þjóðarsátt í gangi?
Á stað þar sem skattlagning er aukin upp úr öllu valdi? var það partur af þjóðarsáttinni? Þar sem "hátekjuskattur" er færður niður í laun óbreytts starfsmanns í verksmiðju? Allur grundvöllur þjóðarsáttar hefur verið gjörsamlega brotinn.
Og sem fyrrverandi yfirmaður veistu alveg hvernig er hægt að afbaka launatölur þegar þær eru sýndar í fjölmiðlum (sem er ástæðan fyrir ómerkilega skotinu að ofan). Í því fagi sem ég vann áður kom í fjölmiðlum að byrjunarlaun væru um og yfir 400 þúsund. Á þeim tíma var ég ekki á lægsta taxta fagsins, með starfsreynslu, og náði um 250þús brúttó. Það var alveg hægt að skoða kjarasamninga og reikna hærri tölur, en þær innhéldu þá risnu, dagpeninga, álagsgreiðslur og þessháttar í miklu ósamræmi við það sem menn voru í raun með.
Þar fyrir utan minnkar launamunur talsvert þegar litið er til nettótekna. Sérstaklega eftir að skatturinn er aukinn (eins og ég minntist á að ofan) og aukinn meira á þá sem eru búnir að hafa fyrir því að ná sér í mannsæmandi laun.
Þetta fólk er almennt með afborganir í svipuðu hlutfalli við laun og allir aðrir. Þeir launamenn sem eru með meira en lægstu taxta fá á sig mun meiri skattahækkun en aðrir. Það skilar sér í beinni launalækkun, og þeir voru jafn tæpir á afborgunum og við hin.
Útkoma: annaðhvort biðja þau um meiri laun (þar sem forsendur þjóðarsáttar eru löngu brostnar) eða flytja úr landi með allar sínar tekjur. Og Ísland þarf á öllum flokkum fólks að halda núna, og til framtíðar eru sérmenntaðir starfsmenn mjög mikilvægir.
Ari Kolbeinsson, 12.3.2010 kl. 22:31
Munum að þjóðarsátt er stöðugleikasáttmáli.
Stöðugleikinn þessa stundina er þannig að það er verið að skerða sjúkrapeninga, barnabætur, fæðingarorlof, fikta í almannatryggingakerfinu til að ná "hagræðingu", skera niður í heilbrigðiskerfinu langt niður fyrir örugg mörk, skera niður í menntakerfinu sem skaðar möguleika næstu kynslóða og skaðar langtímahagsmuni Íslands, og svo framvegis.
Á sama tíma eru skattar svínhækkaðir, og hækkanirnar ná á alla. Ef þú ert 70þúsund krónum yfir lágmarkslaunum nærðu upp í neðri hátekjuskatt.
Ég hef verið í því skattþrepi (eða á þeim launum) og það er ekki eitthvað sem dugar til að framfleyta fjölskyldu. Og það var áður en skattar voru hækkaðir og stuðningur við barnafólk lækkaður.
Launafólk VERÐUR að standa saman núna, það er verið að taka allt af þeim.
Ari Kolbeinsson, 12.3.2010 kl. 22:42
Hér er ég ekki að gagnrýna þig, en þú ert orðinn fullorðinn maður og stendur ekki í að byggja upp fjölskyldu og koma upp börnum akkúrat núna, en það er bara nánast ómögulegt eftir kjaraskerðingar síðasta árs. Dæmið gengur ekki upp. Þá er enginn stöðuleiki, og engin þjóðarsátt.
Ari Kolbeinsson, 12.3.2010 kl. 22:44
Mig langaði aðeins að skjóta smá hérna að:
Ég er flugumferðarstjóri með yfir 20 ára starfsreynslu og er "hálaunamaður" með 740þús á mánuði með vaktaálagi. Ég er kominn í hæsta skala og kem ekki til með að hækka nema ég verði varðstjóri eða eitthvað meira. Þetta eru góð laun ég neita því ekki en langt frá því að geta talist sérstaklega háar tekjur þegar tekið er tillit til eðli og ábyrgðar í starfi ásamt hæfnismats- og endurþjálfunarkröfum sem gerðar eru á hverju ári eða jafnvel tvisvar á ári.
Þannig tókst mér ekki, þrátt fyrir mikinn vilja, að greiða hátekjuskattinn til Steingríms sem hann setti á í fyrra: Auka 8% skatt á tekjur yfir 750þús. Ég greiði skatt af öllum mínum tekjum og get ekki tekið eina og eina vakt "svart".
Það er merkilegt að í launadeilum flugumferðarstjóra kemur alltaf upp ýkt umræða um launin okkar. Það var ekki minnst einu orði á laun í deilu flugmannanna eða flugfreyjanna og hefur ekki enn verið minnst á laun flugvirkjanna.
Ríkið hefur sjálft í tvígang mælt með því að laun okkar taki mið af flugstjóralaunum í gegnum nefndir sem stofnað var til til þess að ljúka kjarasamningum. Til að ég nái launum flugstjóra sem er jafn mér í starfsaldri þá þyrfti ég að hækka talsvert og ætla ég ekki að básúna hér hvað vinir mínir hjá Icelandair eru með í laun. En ég þarf líklegast að bíða lengi áður en Icelandair sendir frá sér fréttatilkynningu um hvaða laun flugmenn þeirra eru með inní miðja kjaradeilu!
Í þessum samningum viljum við bara rétt ná að halda í við flugmennina og fá sömu 6% hækkun. Við erum með ca 8 helgarleyfi á ári og vildi ég gjarnan eiga fleiri fríhelgar.
Annars get ég ekki kvartað í kreppunni "just pay and smile".
Það er verst að það þurfi "Lagasetningu á verkfall flugumferðarstjóra" til að sameina stjórn og stjórnarandstöðu niðrá Alþingi en þeir geta ekki andskotast til að sameinast um lausn IceSave eða annarra einfaldari mála til aðstoðar fólkinu í landinu! Hvílík skömm.
Góðar stundir.
Flugumferðarstjóri (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 00:14
þakka þetta svar flugumferðastjóri/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 13.3.2010 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.