13.3.2010 | 11:09
þetta mjög svo alvarlegt mál þarna/hvilíkt og annað eins?????
Stór hluti íbúa Húnaþings vestra og Bæjarhrepps að sökkva í skuldafen
Gjaldþrot blasir við fjórðungi heimila við innanverðan Húnaflóa eftir að stofnfjáraukning í sparisjóði breyttist í skelfilegt skuldafen. Áhrif á byggðina gætu orðið þungbær og langvarandi, að mati Byggðastofnunar.
Það var í tengslum við sameiningu Sparisjóðs Húnaþings og Stranda við Sparisjóð Keflavíkur, í bjartsýni góðærisins síðla árs 2007, sem um tvöhundruð stofnfjáreigendur í Bæjarhreppi og Húnaþingi vestra skrifuðu sig fyrir nærri tveggja milljarða króna stofnfjáraukningu í tveimur áföngum. Flestir tóku kúlulán, ýmist verðtryggt eða í erlendri mynt. Byggðastofnun áætlar að skuldirnar standi nú í þremur milljörðum.
Stofnféð sem var keypt fyrir lánin er svo gott sem glatað. Eftir sitja hrikalegar skuldir. 15-25 milljónir króna er algengt á heimili, en það eru líka dæmi um fjölskyldur sem skulda á annað hundrað milljóna króna.
Það á við um heimilið að Auðunnarstöðum í Víðidal, en þau Júlíus Guðni Antonsson og Kristín Lundberg keyptu stofnfjárbréf fyrir dætur sínar þrjár en sitja uppi með hreint ótrúlega skuld, um 100 milljónir króna. Þegar Júlíus er spurður hvort hann sé borgunarmaður fyrir 100 milljóna skuld er svarið: "Nei".
Áætlað er að fjórðungur heimila á svæðinu skuldi vegna stofnfjárkaupanna. Elín R. Líndal, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, segir að vissulega séu fjölskyldur og einstaklingar að lenda í miklu vandræðum hvar sem er á landinu. Það sem sé sérstakt við þetta mál er hve stór hluti samfélagsins þarna sé undir. Í samfélagslegum skilningi sé þetta mjög alvarlegt og stórt mál.
Í sumum sveitum, eins og í Bæjarhreppi við vestanverðan Hrútafjörð, snertir málið meirihluta heimila. Oddvitinn, Sigurður Kjartansson, segir að um gríðarlega háar fjárhæðir sé um að spila. Ef þetta verði allt innheimt verði það gríðarlegur skellur fyrir samfélagið í heild sinni.
Fulltrúar skuldara eiga nú í viðræðum við kröfuhafana, Sparisjóð Keflavíkur og Landsbankann, en bankarnir féllust fyrir áramót á að framlengja greiðslufrest fram í maí. Skuldadagurinn nálgast.Elín Líndal segir fólk sjá fram á að tapa ekki aðeins húsum sínum heldur einnig bújörðum og þar með atvinnu og framfærslu. Fjárhæðirnar séu slíkar að ekkert venjulegt fólki ráði við þær. Þarna búi upp til hópa venjulegt fólk sem ekki lifi mjög hátt.
En hvernig gat það gerst að venjulegt alþýðufólk lenti í þvílíku skuldafeni? Meira um það á Stöð 2 á morgun.////hvað skal gera þetta er mjög svo alvarlegt mal,sem náttúrlega eru mikið fleiri til en þetta, er samt sérstakt !!!og verur að gera eitthvað i ,annars er allt komi- yfir þarna,hjá blessaða fólkinu/Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.