Innlent | mbl.is | 22.3.2010 | 18:49
Alþingi samþykkti nú undir kvöld með 27 atkvæðum gegn 17 lagafrumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða, þar á meðal afar umdeilt bráðabirgðaákvæði sem heimilar sjávarútvegsráðherra að auka skötuselskvóta um nokkur hundruð tonn á næstu tveimur fiskveiðiárum og úthluta þessum viðbótarkvóta til útgerða gegn gjaldi.
en þær aflaheimildir verða ekki framseljanlegar.
Andstæðingar frumvarpsins segja að með þessu sé verið að stíga fyrsta skrefið í átt að svonefndri fyrningarleið í sjávarútvegi. Fullyrtu þingmenn stjórnarandstöðunnar, að Samtök atvinnulífsins muni segja sig frá stöðugleikasáttmálanum svonefnda vegna þessara laga. Einnig að verið væri að heimila veiðar á skötusel langt umfram ráðleggingar Hafrannsóknarstofnunar.
Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, sagði að hann myndi beita þessari bráðabirgðaheimild af mikilli varfærni og gæta þess að auknar skötuselsveiðar, ef af þeim verður, skaði ekki lífríkið.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að frumvarpið væri pólitísk fýlubomba, sem ríkisstjórnin hefði kastað inn í viðræður um endurskoðun á stjórn fiskveiða. Hefði sjávarútvegsráðherra sagt, að markmiðið með lagaákvæðinu væri ekki síst að draga úr svigrúmi og sveigjanleika í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sagði Einar að með öðrum orðum væri verið að minnka hagræðingarmöguleika í sjávarútvegi. Við verðum að hafna slíku frumvarpi," sagði Einar og sagði frumvarpið hættulegt.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að með frumvarpinu væri stigið skref til að taka upp nýja aðferð við úthlutun aflaheimilda án þess að hrófla við því sáttaferli sem nú væri hafið um framtíðarskipan kerfisins. Eðlilegt væri, að sama aðferð verði notuð í framtíðinni við úthlutun nýrra aflaheimilda eða umframheimilda: að úthluta heimildunum gegn gjaldi í sjóði samfélagsins. Hér er vissulega verið að breyta leikreglum, sem betur fer og þó fyrr hefði verið," sagði Ólína.
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að með frumvarpinu væri verið að heimila ofveiði á einni fisktegund, skötusel. Hvar er umhverfisstefna Vinstri grænna í orði því hún er er ekki á borði?" spurði Birkir Jón og sagði að ríkisstjórnin hefði svikið aðila vinnumarkaðar með því að leggja þetta frumvarp fram.
Atli Gíslason, þingmaður VG, sagði að það væri með miklum ólíkindum hvernig Landssamband íslenskra útvegsmanna hefði gengið fram í þessu máli. Að ætla sér að segja upp stöðugleikasáttmálanum á grundvelli nokkurhundruð tonna af skötusel er óábyrgt," sagði Atli.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagðist fagna þessu máli og ríkisstjórnin sýndi kjark með því að leggja málið fram. Nú er loks verið að greiða fyrir notkun á auðlindum í almannaeigu," sagði hann.////Við flýtum að feigðarósi þarna að mínu mati,það er svo margt hægt að laga þarna án þess að sprengja allt i loft upp,ekki megum við við þvi nú um mundir,nema siðar sé,að na´sátta um Þessi mál er að sem þarf við eigum allt undir því og svona aðferðir eru ekki til þessa það fer allt uppí loft ,og það er eins og V.G. og Samfylgingu verði þarna allt að sinu!!!!! að sitja allt á annan enda,það eru þeirra Ær og Kyr/Halli gamli
Skötuselsfrumvarp að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stríðið við LÍÚ er byrjað og fyrstu skrefin lofa góðu.
Árni Gunnarsson, 22.3.2010 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.