6.4.2010 | 17:53
Bíllinn fundin mannlaus !!!!!!
Honda bifreið fólksins sem leitað hefur verið síðan í nótt fannst fyrir stundu í Hvanngili við Stórusúlur. Bíllinn var mannlaus. Ekki hafa enn fengist upplýsingar um það hversu lengi konan sem fundin er hafi verið á gangi, né hvenær leiðir hennar og hinna tveggja sem leitað er skildu.
Einn karlmaður og tvær konur voru í bílnum. Önnur konan fannst á gangi við Emstruleið, ofan við Einhyrning, um miðjan dag. Hún var tekin um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem hefur verið við leit í dag.
Búið er að kalla út allar björgunarsveitir og beina þeim á svæðið þar sem konan fannst en talið er að ferðafélagar konunnar séu þar líka á gangi. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, er búið að kalla út björgunarsveitir á öllu Suðurlandi sem og á höfuðborgarsvæðinu til að leita suðvestur af Hattfelli ofan við Emstrur þar sem konan fannst.
Segir hún allar sveitir kallaðar út í ljósi þess að bíllinn hafi fundist mannlaus og vitað sé að fólkið sé í vanda. Hjá lögreglunni á Hvolsvelli fengust þær upplýsingar að sérstaklega hefði verið óskað eftir hundum til leitar.
Fólkið var á ferð á páskadagskvöld og ætlaði að skoða gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Ökumaðurinn bað um aðstoð upp úr klukkan tvö í fyrrinótt. Hann var villtur en taldi sig vera innan við Fljótshlíð.
Um klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudag var bílinn kominn á aurana innan við Tröllagjá, sem er innan við Gilsá og á leiðinni að Einhyrningi. Þá gerðu lögregla og björgunarsveitir fimm tíma leit á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var ökumaðurinn í símasambandi við hana alla nóttina en var rammvilltur. Hann taldi sig vera í Fljótshlíð og sá til eldgossins en engin önnur kennileiti. Mikil leit var gerð að bílnum um nóttina.
Um klukkan 6.30 í gærmorgun hringdi ökumaðurinn í lögregluna og afþakkaði aðstoð. Hann var þá búinn að losa bílinn og kvaðst vera kominn á einhvern slóða. Ættingjar fólksins fóru síðan að grennslast fyrir um það um klukkan tvö í nótt.//þá hlytur hitt fólkið að finnast innann skamms/Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.