Bíllinn fundin mannlaus !!!!!!

Honda bifreið fólksins sem leitað hefur verið síðan í nótt fannst fyrir stundu í Hvanngili við Stórusúlur. Bíllinn var mannlaus. Ekki hafa enn fengist upplýsingar um það hversu lengi konan sem fundin er hafi verið á gangi, né hvenær leiðir hennar og hinna tveggja sem leitað er skildu.

Einn karlmaður og tvær konur voru í bílnum. Önnur konan fannst á gangi við Emstruleið, ofan við Einhyrning, um miðjan dag. Hún var tekin um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem hefur verið við leit í dag.

Búið er að kalla út allar björgunarsveitir og beina þeim á svæðið þar sem konan fannst en talið er að ferðafélagar konunnar séu þar líka á gangi. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, er búið að kalla út björgunarsveitir á öllu Suðurlandi sem og á höfuðborgarsvæðinu til að leita suðvestur af Hattfelli ofan við Emstrur þar sem konan fannst.

Segir hún allar sveitir kallaðar út í ljósi þess að bíllinn hafi fundist mannlaus og vitað sé að fólkið sé í vanda. Hjá lögreglunni á Hvolsvelli fengust þær upplýsingar að sérstaklega hefði verið óskað eftir hundum til leitar. 

Fólkið var á ferð á páskadagskvöld og ætlaði að skoða gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Ökumaðurinn bað um aðstoð upp úr klukkan tvö í fyrrinótt. Hann var villtur en taldi sig vera innan við Fljótshlíð. 

Um klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudag var bílinn kominn á aurana innan við Tröllagjá, sem er innan við Gilsá og á leiðinni að Einhyrningi. Þá gerðu lögregla og björgunarsveitir fimm tíma leit á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var ökumaðurinn í símasambandi við hana alla nóttina en var rammvilltur. Hann taldi sig vera í Fljótshlíð og sá til eldgossins en engin önnur kennileiti. Mikil leit var gerð að bílnum um nóttina.

Um klukkan 6.30 í gærmorgun hringdi ökumaðurinn í lögregluna og afþakkaði aðstoð. Hann var þá búinn að losa bílinn og kvaðst vera kominn á einhvern slóða. Ættingjar fólksins fóru síðan að grennslast fyrir um það um klukkan tvö í nótt.//þá hlytur hitt fólkið að finnast innann skamms/Halli gamli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband