Ágætar horfur fyrir helgina/Vonandi að það gangi eftir!!!!

Ágætar horfur fyrir helgina
Innlent | mbl.is | 16.4.2010 | 10:13

Askan sem féll á Mýrdalssandi var afar fíngerð og þyrlaðist... Útlit er fyrir að litlar truflanir verði á flugi á morgun og sunnudag vegna eldgossins í Eyjafjallajökli miðað við háloftaspána fyrir helgina, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Gosmökkurinn hefur minnkað og því dregið úr ösku í háloftunum. Því er væntanlega hægt að fljúga yfir öskusvæðið.

Væntanlega verður lægð komin austur fyrir landið um hádegið og þá snýst í norðlæga átt. Í kvöld má gera ráð fyrir að norðlæg átt verði komin hjá Eyjafjallajökli sem þýðir að askan fer að berast meira til til suðurs. Hún berst nú til austurs.Í fyrramálið verði hún komin til suðurs og þá verði hægt að fljúga til Egilsstaða og jafnvel Hafnar í Hornafirði. 

Ekki sé hægt að ímynda sér annað en hægt verði að opna fyrir flug um alla Evrópu á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá spádeild Veðurstofunnar fer askan ekki jafn hátt og hún gerði á miðvikudag og því verði hægt að fljúga fyrir ofan öskusvæðið.

Aðfararnótt sunnudag snýst vindurinn í norðvestan átt og því má gera ráð fyrir öskufalli yfir Meðallandi og í Mýrdalnum. Þetta getur þýtt að flug til og frá Evrópu geti stöðvast á ný ef gosmökkurinn eykst á ný. Hann var mestur á fyrsta degi eldgossins á hábungunni sem hófst á miðvikudag og fór þá alla leið upp í heiðhvolfið og sú aska veldur því að flug hefur legið niðri í stórum hluta Evrópu í gær og í dag. Svo virðist sem gosmökkurinn hafi fallið niður í gær og það skýri það öskufall sem var hér á landi í gær. 

Spá um öskufall á Íslandi næstu daga:

Föstudagur: Vestlæg átt, um 10-15 m/s og snjókoma yfir gosstöðvum. Skyggni lítið. Snýst í norðan 10-15 um kvöldið. Aska mun því líklega áfram dreifast einkum yfir Mýrdalssand, Álftaver, Meðalland, Skaftártungur og jafnvel Skeiðarársand fram á kvöld. Síðar um kvöldið er líklegt að aska fari að falla í Mýrdal og Vestmannaeyjum en að verulega dragi úr öskufalli yfir SA-landi.

Laugardagur: Norðvestan 8-13 m/s og léttskýjað. Skyggni ágætt. Aska mun væntanlega dreifast yfir Mýrdalinn, undirlendið við Eyjafjöll og gæti teygt sig til Vestmannaeyja.

Sunnudagur: Útlit fyrir suðvestanátt, 8-13 m/s og él. Skyggni gott með köflum. Aska mun líklega dreifast einkum yfir Skaftártungur og Álftaver./////svo er þetta en við bara vonum það besta,og engin Austan átt sjáanleg að þeirra mati næstu daga ,ef það gerist gæti komið öskufall hérna i R.vik og nágreni,en á Stór R.vikur svæðinu búa 60% þjóðarinnar og margir þeirra lasnir og veikir fyrir þessu öskufalli,auðviðtað er þetta ekki sagt vegna hinna sem þetta verða að þola blessað fólkið og fénaður, en samt ber að geta þessa,við bara vonum það besta/Halli gamli


mbl.is Ágætar horfur fyrir helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1046584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband