Forsetinn heimsækir Samhæfingarstöðina !!!

Forsetinn heimsækir Samhæfingarstöðina
Innlent | mbl.is | 22.4.2010 | 12:03

Stór hópur fólks hefur verið að störfum í Samhæfingarstöðin...Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti í morgun Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð. Kynnti hann sér starfsemi stöðvarinnar, að því er segir í tilkynningu Almannavarna, en frá upphafi eldgossins í Eyjafjallajökli fyrir 10 dögum hafa fjölmargir viðbragðsaðilar verið að störfum dag og nótt. Náið hefur verið unnið með aðgerðarstjórn á vettvangi.á upplýsingafundum sérfræðinga í Skógarhlíð og á Hvolsvelli í morgun kom fram að lítil aska féll úr gosinu í Eyjafjallajökli í gær og gosvirkni var róleg á yfirborðinu. Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur og Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur voru í Skógarhlíð og greindu frá stöðunni. Fram kom að yfirborð eldstöðvarinnar er rólegt og þar sem vatn virðist lítið hefur sprengivirkni farið minnkandi. Órói kemur áfram fram á mælum Veðurstofunnar sem þýðir að virkni er áfram í jarðskorpunni.

Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur var í upplýsingamiðstöðinni á Hvoli ásamt Kristínu Þórðardóttur, staðgengli sýslumanns. Bryndís Brandsdóttir, jarðskjálftafræðingur sagði áfram vera óróa í eldstöðinni. Hraun hleðst upp í gígnum og eykur þrýsting á gosrásina. Drunur sem heyrst hafi á svæðinu tengist gassprengingum í gígnum. 

Að sögn Kristínar Þórðardóttir, staðgengils sýslumanns eru 25 teymi með 120 félögum björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, víðs vegar að af landinu að aðstoða bændur á um 20 bæjum undir Eyjafjöllum með ýmsum hætti. Eru bændur hvattir til að hafa samband við vettvangsstjórn á Hvolsvelli  í síma 487 8302 ef þeir þurfa á aðstoð að halda.


Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug yfir gossvæðið í gær. Í flugskýrslu þeirra er stærð gígsins á Eyjafjallajökli sett fram í nýtt samhengi með myndum úr ratsjá. Segir þar að Reykjavíkurflugvöllur passi ágætlega inn í aðalgíg jökulsins. Er með þeim hætti auðveldara að gera sér grein fyrir þeim gífurlegu stærðum sem um er að ræða.

Gert er ráð fyrir hægari austlægri átt og skýjuðu. Á morgun, föstudag er spáð suðaustlægri átt  og smám saman vaxandi vindur og öskumistur til norðvesturs frá eldstöðinni, sem getur jafnvel náð í örlitlum mæli til Reykjavíkur. Snjókoma eða slydda með köflum. Í efri loftlögum er í fyrstu spáð norðlægum og síðar austlægum áttum og að gosmökkur rísi ekki í meira en 6 kílómetra hæð.

Að sögn Flugstoða er lítið rask á innanlandsflugi í dag. Millilandaflug hefur gengið vel til og frá Keflavíkurflugvelli, er flug í Evrópu að færast í eðlilegt horf sjá. Öskudreifingin nær nú til suðurhluta Grænlands, inn á Nýfundnaland og til Evrópu. Vegna þessa eru nokkrir flugvellir í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Skotlandi lokaðir í dag.

Þá verður í tilefni sumardagsins fyrsta opið hús og veisla á Heimalandi frá kl. 11-17. Verða veitingar í boði SS, Emmess ís og Ölgerðarinnar. Rangárvallasýsludeild Rauða Krossins sér um að halda utan um samkomuna líkt og undanfarna daga á Heimalandi.////það er gott að Forseti vor kom þarna og sjái með eigin augum allt sem fram fer og tali við fólkið sem vinnur þessi störf,þetta er Forseti okkar allra og löglega kosin,en við eigum ekki að kasta skít i hann ,þó honum hafi vafist tunga um tönn og sagt það sem hefði betur ekki verið sagt!!!/Halli gamli 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband