27.4.2010 | 20:06
Segir sig af lista Framsóknarflokksins/ er vikilega eitthvað óhreint þarna í pokahorninu!!!!
Segir sig af lista Framsóknarflokksins
Innlent | mbl.is | 27.4.2010 | 18:43
Guðrún Valdimarsdóttir, hagfræðingur, hefur sagt sig af lista Framsóknarflokksins í Reykjavík og úr öllum trúnaðarstörfum á vegum hans þ.m.t. formennsku í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík. Guðrún segir að stjórn kjördæmissambandsins í Reykjavík hafi óskað eftir því að hún víki sæti af framboðslistanum þar sem hún sat í 2. sæti.
Guðrún segir, að fundi með trúnaðarmönnum flokksins nýverið hafi hún vakið að eigin frumkvæði, máls á þeirri staðreynd að fyrirtæki, sem sé að hluta til í eigu eiginmanns hennar, sé nefnt á nafn í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta hafi hún gert í þeim tilgangi að fyrirbyggja misskilning í röðum Framsóknarmanna þar sem margir þeirra eru illa brenndir af spillingarumræðu fortíðar.
Umrætt fyrirtæki heitir Miðbæjareignir og átti í viðskiptum við Icebank. Stjórnendur þess höfðu fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tóku tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir töpuðu 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma var skuldatrygging í slíkum viðskiptum 2%, enda var Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum. Samningar á borð við þennan voru algengir og gerðir með samþykki Fjármálaeftirlitsins. Miðbæjareignir eru nefndar á nafn í skýrslunni vegna þess að fyrirtækið veitti góðfúslega upplýsingar um viðskiptin til að auðvelda Rannsóknarnefndinni störf sín. Miðbæjareignir sæta ekki opinberri rannsókn.
Viðbrögð sumra flokksmanna komu mér vægast sagt á óvart. Ákveðinn hópur gekk strax í það verk að reyna að gera mína persónu tortryggilega í annarlegum tilgangi. Það er greinilegt að gamla eignarhaldsfélag flokksins í Reykjavík, sem beið lægri hlut í prófkjöri í nóvember sl., ætlar ekki að una sér hvíldar fyrr en það nær völdum á ný. Það vílar ekki fyrir sér að bera út gróusögur og vega að mannorði mínu.
Ég segi mig af lista flokksins og úr öllum trúnaðarstörfum á vegum hans þ.m.t. formennsku í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík. Ég óska Einari Skúlasyni oddvita alls hins besta í komandi kosningum," segir Guðrún í yfirlýsingunni.////það er alltaf eitthvað að þá endurnýjun i þessum flokki sé sú mest sem hefur orðið i einum flokk,af hverju er það svo að gamla elítan nær alltaf að eyðileggja allt í flokkunum jafnvel þó stór endurnýjun hafi farið fram,þetta er ekki gott svo koma ný framboð er það nokkur betra þar,en þetta með að frambærilegt fólk geti ekki boðið sig fram án þessa er ekki hægt,það er vandlifað i henni póltík/Halli gamli
Segir sig af lista Framsóknarflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Vill spila heimaleik Íslands í Stoke
- Týnda Red Bull skyttan fundin
- Á góðum batavegi
- Tólf manna hópur Íslands klár
- Löng fjarvera verður enn lengri
- Fyrirliði Fylkis eftirsóttur
- Litla systir ætlar að hringa þrisvar sinnum á dag
- Örlög Íslands ráðast
- Framlengd háspenna í nótt
- Tryggvi á von á slagsmálum
- Líður best undir teppi í frostinu á Íslandi
- Guardiola: Gat ekki farið núna
Athugasemdir
Get ekki hrósað henni fyrir að víkja, hún gerði það ekki fyrr en skýrslan var komin út þó svo að hún hafi vitað málavexti allann tímann. En svona er þetta nú, fólk gerir ekkert í sínum málum fyrr en skíturinn er kominn upp. Hef kannski rangt fyrir mér, efast þó um það.
Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 20:23
Halli gamli Arsenal aðdáandi; skildir þú þessa frétt ? Hefur ekkert með endurnýjun í Frammaraflokknum að gera- heldur það ótrúlega fjármálasukk sem var í gangi.Miðbæjarvafningur eða hvað þetta heitir lagði handveð 160 kúlur (1.5% about) og fékk 8000 kúlur lánaðar á móti !
Heldurðu að þú hefðir getað labbað út í banka með 15.000 og lagt að veði og fengið lánað 1.500.000 ? Nei, ekki þó að þú hefðir verið í Arsenal treyju, áritaðri af öllu liðinu.
Halli (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 21:00
jú eg skildi fréttina ,að marki !!!en svona er þetta allt,það rekja allir eitthvað ljót um alla eða flesta sá yðar sem er saklaus er kasti fyrsta steininum sem í hinni helgu bök,og það er málið/Halli gamli sem á enga Arsenal treyju !!!!!
Haraldur Haraldsson, 27.4.2010 kl. 21:09
Ekkert okkar er saklaust, síst af öllum ég. En þó að við höfum eitthvað á samviskunni þá þýðir það ekki að við eigum bara að þegja og halda kjafti þegar fólk sem er í stjórnmálum er spillt og ógeðslegt. Það á að vera þarna til að vinna fyrir þjóðina, ekki til þess að verða ríkt á kosnað okkar.
Málið er að flestir í stjórnmálum er með einhvern skít á sig, bara brot af því hefur séð dagsljósið, og það eigum við ekki að líða.
Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 21:21
Halli.
Það er ekki rétt hjá þér að fyrirtækið hafi fengið 8000 kúlur lánaðar. Fyrirtækið gekk í ábyrgð fyrir 8 milljarða - sem IceBank fékk í hendurnar - ekki fyrirtækið.
Tómas.
Þú hefur rangt fyrir þér. Þetta voru eðlileg viðskipti og fyrirtækið ekki sakað um eitt eða neitt í skýrslunni. Spjótunum er beint að IceBank - enda viðskiptin eðlileg endurhverf viðskipti sem hefðu væntanlega gefið þokkalega ávöxtun ef þau hefðu gengið. Í stað þess tapaði fyrirtækið á annað hundrað milljónir og varð gjaldþrota.
Hallur (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.