Óvíst með flug á morgun/já þetta ekki búið að yfirgefa okkur þvi miður!!!!!

Óvíst með flug á morgun
Innlent | mbl.is | 7.5.2010 | 14:20

Eldgosið í EyjafjallajökliIcelandair gera breytingar á flugi síðdegis á morgun vegna óvissu um hvort Keflavíkurflugvöllur verður opinn fyrir flugumferð á þeim tíma. Flug til og frá flugvellinum í fyrramálið er óbreytt og samkvæmt áætlun. Fram á laugardagskvöld eru líkur á öskufalli til austurs og suðausturs frá eldHelstu breytingar á áætlunum Icelandair eru eftirfarandi:

Tveimur síðdegisflugum, flug FI 216/217 til/frá Kaupmannahafnar og FI 454/455 til/frá London hefur verið aflýst.

Flugi frá Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, London, Amsterdam og Manchester/Glasgow til Íslands sem átti að koma til Keflavíkurflugvallar á bilinu kl. 15 til 16 síðdegis á morgun verður beint til Glasgow. Nýtt flug frá Glasgow til Akureyrar fyrir þá farþega sem  eru á leið til Íslands frá þessum borgum síðdegis verður sett upp og er koma þess til Akureyrar áætluð kl. 18:30.

Flug síðdegis á morgun til Boston, New York og Seattle verður frá Glasgow í stað Keflavíkurflugvallar. Nýtt flug, milli Keflavíkurflugvallar og Glasgow verður sett upp, klukkan 10.00 í fyrramálið  fyrir þá sem eru á leið til Bandaríkjanna og því er í raun brottför flugsins vestur um haf flýtt um u.þ.b. fimm klukkustundir vegna óvissunnar.

„Staðan er óljós, en töluverðar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður á þessum tíma síðdegis á morgun. Því teljum við rétt að tilkynna breytinguna með þessum fyrirvara, því það er farþegum mikilvægt að geta gert viðeigandi ráðstafanir í tíma", segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í fréttatilkynningu.//////satt er orðið,það er ekki ráð nema i tíma sé tekið,þessari vá verður að taka á og gera farþegum þetta eins létt og hægt er,það er ekkert grín að biða og biða eftir flugi,þetta setur allt á annan endað,hja´þessu ferðafólki,þó gleymum við ekki þolendum gossins þarna fyrir austan alls ekki þeir eru orðnir þreyttir á þessum náttúruhamförum fyrir löngu ,en furða hvað það er seigt i þeim blessuðum  öllum sem þarna búa við þetta/Halli gamli


mbl.is Óvíst með flug á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband