Innlent | mbl.is | 17.5.2010 | 9:33

Jafnframt hefur verið fellt niður flug frá Kaupmannahöfn, London, Manchester/Glasgow, Osló, Stokkhólmi, Helsinki, Frankfurt, París, Amsterdam síðdegis í dag, og flug frá New York, Boston og Seattle í kvöld, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Icelandair.
Sett hafa verið upp ný flug, frá Kaupmannahöfn (tvö flug), Osló, Stokkhólmi, Helsinki, London og Manchester/Glasgow í nótt og er gert ráð fyrir komu þeirra til Keflavíkurflugvallar þegar hann opnar um klukkan 06.00 í fyrramálið.
Í dag erum við ekki aðeins að glíma við lokun Keflavíkurflugvallar, heldur einnig takmarkaða umferð um flugvelli á Bretlandseyjum og víðar. Ekki er unnt að fljúga í nótt frá Amsterdam, París og Frankfurt vegna næturlokana á flugvöllunum, en reynum að halda flugstarfseminni gangandi eins og unnt er við þessar erfiðu aðstæður, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Flugumferð hefur verið takmörkuð sunnan- og vestanverðri Svíþjóð og hugsanlegt er að flugvöllum í Noregi verði lokað í kvöld vegna öskuskýsins.
Flugumferð var takmörkuð í sunnan- og vestanverðri Svíþjóð, frá Strömstad til Ystad, að sögn fréttavefjar Dagens Nyheter í morgun. Útlit er fyrir að flugsamgöngur raskist á svæðinu í allan dag.
Öskuský nálgast Noreg og líklegt er að það verði yfir suður- og vesturströnd landsins í kvöld. Hugsanlegt er að loka þurfi flugvöllum á svæðinu, meðal annars í Bergen og Stafangri, að því er fram kemur á fréttavef norska dagblaðsins Aftenposten.
Lofthelgi Færeyja er lokuð vegna öskuskýsins. Gert er ráð fyrir því að öskuskýið verði komið í lofthelgi Danmerkur um tvöleytið í dag en ekki er talið að það raski flugumferðinni þar, að sögn fréttavefjar danska blaðsins Politiken.
Fyrr í morgun var skýrt frá því að flugvöllum í Hollandi, meðal annar Schiphol, hefði verið lokað. Tveimur stærstu flugvöllum Lundúna Heathrow og Gatwick, var lokað í nótt en þeir voru opnaðir að nýju í morgun. Flugvellir á Írlandi, Norður-Írlandi, Norður-Englandi og Skotlandi hafa einnig verið lokaðir.
Útlit er fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður síðar í dag vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum. Gert er ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði lokaður fram eftir degi og hugsanlegt er að flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum verði lokaðir í kvöld, eins og staðan er núna. Ný spá verður birt á hádegi í dag.//////þetta að verða alvarlegt mjög og þetta gos fyrir okkur fólk og þarna austur i sveitum og allt til klausturs,það er voðalegt ef þessu linnir ekki ,sem engin sér fyrir,en flugið er einnig i vanda og það er í miljarða tölum orðið nú þegar og ekkert skánar þar heldur versnar!!!! svona er þessi náttúra hún lætur ekki að sér hæða,og fer sínu fram ,hvað sem tautar og raular/Halli gamli
![]() |
Keflavíkurflugvöllur lokast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 1047528
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.