Magma eignast 98,53% í HS Orku/þessu verður að breita og nota forkauspsréttin !!!!

 Dótturfyrirtæki kanadíska jarðhitafyrirtækisins Magma Energy og Geysir Green Energy hafa náð samkomulagi um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS Orku og verður Magma þar með aðaleigandi félagsins. Kaupverðið er um 16 milljarðar króna.

Segir í tilkynningu að forsvarsmenn Magma ætla sér að efla starfsemi HS Orku til muna á næstu misserum og fá jafnframt til liðs við sig sterka kjölfestufjárfesta, t.d. íslenska lífeyrissjóði.

Samkomulagið felur í sér að Magma Energy Sweden AB, sem er að fullu í eigu Magma Energy Corp. sem skráð er í kauphöllinni í Toronto, eignist 52,3% hlut Geysis í HS Orku hf. og yfirtaki jafnframt nýlegar skuldbindingar Geysis um kaup á viðbótarhlutafé sem nemur 3% hlutafjár HS Orku.

Magma verður þar með langstærsti hluthafi félagsins með 98,53% hlut en aðrir hluthafar í HS Orku eru sveitarfélögin Garður, Grindavík, Reykjanesbær og Vogar - með samanlagt 1,47% hlut en skv. samþykktum HS Orku eiga hluthafar félagsins forkaupsrétt að viðskiptum með hluti í félaginu, í réttu hlutfalli við eignarhlut sinn.

Heildarfjárfesting Magma á Íslandi 32 milljarðar króna

Kaupverðið á hlut Geysis í HS Orku er um 16 milljarðar króna og verður það greitt með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Hluti greiðslunnar getur þó verið í formi hlutabréfa í kanadíska móðurfélaginu. Eftir viðskiptin nemur heildarfjárfesting Magma í íslensku atvinnulífi samtals rúmum 32 milljörðum króna.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að hafa náð þessu samkomulagi og HS Orka er nú orðið flaggskip okkar í enn frekari sókn á sviði jarðhitanýtingar, bæði hér á Íslandi og á alþjóðavettvangi,“ segir Ross J. Beaty, stjórnarformaður og forstjóri Magma, í fréttatilkynningu.

„Við stöndum frammi fyrir afar þýðingarmikilli uppbyggingu gufuaflsvirkjana hér á Suðurnesjum, s.s. stækkun Reykjanesvirkjunar og frekari rannsóknum og framkvæmdum til að efla atvinnuuppbyggingu, bæði svæðisbundið og á landsvísu. Við hyggjumst auka hlutafé HS Orku og höfum hug á að fá þar til liðs við okkur trausta kjölfestufjárfesta, t.d. íslenska lífeyrissjóði, til að tryggja að HS Orka geti hafist handa við nauðsynlegar framkvæmdir og rannsóknir því við viljum sýna Íslendingum að við ætlum að reka þessa starfsemi með langtímahagsmuni allra hlutaðeigandi að leiðarljósi.“

Forstjóri Magma áréttar einnig í fréttatilkynningu að einn mesti styrkleiki HS Orku sé hin mikla þekking og reynsla á sviði jarðhitanýtingar sem starfsfólk fyrirtækisins og fagaðilar á Íslandi búi yfir.

„Þetta eru mikil verðmæti sem munu nýtast Magma til enn frekari sóknar á alþjóðlegum mörkuðum.“

 Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis segir í fréttatilkynningu að með sölunni á HS Orku sé verið að fylgja ákvörðun stjórnar Geysis í þá átt að lækka skuldir félagsins með sölu eigna.

„Salan léttir verulega á skuldum Geysis og auðveldar félaginu til muna að styðja við aðrar eignir í eignasafninu.“

Alexander fagnar því í fréttatilkynningunni að traustur fjárfestir með getu til að tryggja og efla enn frekar starfsemi HS Orku til framtíðar hefur nú eignast félagið.

„Við höfum átt frábært samstarf við Magma í stjórn HS Orku undanfarna mánuði og ég er ánægður með þessi viðskipti. Ég veit að stjórn HS Orku verður í tryggum höndum og ég er þess fullviss að áfram verður haldið því þróunar- og uppbyggingarstarfi sem þegar hefur verið markað og byggir á þekkingu og reynslu frumkvöðlanna hjá HS Orku.“

 Íslensk stjórnvöld með forkaupsrétt á hlut Magma

Magma eignaðist fyrstu hlutabréfin í HS Orku árið 2009, í kjölfar samkomulags Reykjanesbæjar og Geysis um breytt eignarhald á HS Orku og HS Veitum. Geysir eignaðist þá nær allan hlut Reykjanesbæjar í HS Orku en lét á móti hlut sinn í HS Veitum.

„Til að tryggja að orkuauðlindirnar yrðu í almannaeigu keypti Reykjanesbær allar auðlindir HS Orku af félaginu og nú leigir bærinn HS Orku nýtingarréttinn að orkuauðlindunum í samræmi við gildandi lög þar um – og nærsamfélagið nýtur arðsins," samkvæmt fréttatilkynningu frá Magma.

Þá hafa átt sér stað viðræður milli íslenskra stjórnvalda og Magma þess efnis að ef Magma kýs á einhverjum tímapunkti að selja meirihluta í HS Orku - þá skuli íslensk stjórnvöld hafa forkaupsrétt á umræddum hlut./////nú er mælirinn  fullur og þessu verður að breyta við verðum að nota okkur forkaupsrÉtt og bregðast við !!!þetta ma´ekki ske að við missum orkuna og auðlindirnar úr eigu okkar,alls  ekki þetta er ekki hlægt segir maður bara ,alveg sama hvað sagt er við eigum ekki að ger þetta svona/Sjálfstæðismenn mega ekki selja landið til 45 ára og segjast svo ver a´móti ESB og sjálfstæði þjóðar vorar,maður bara skammast sín fyrir þetta/HALLI GAMLI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessir þokkapiltar vilja fjármagna þessa fjárglæfra með því að seilast í lífeyrissjóðina. Þeir töpuðu gríðarlega miklu fé á bönkunum, Exista og fjárfestingafyrirtækinu Atorka. Stoppar bankahrunið ekki þessa brjálæðinga?

Væri alveg til að gera byltingu með þér Halli!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.5.2010 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband