Viðskipti | mbl.is | 17.5.2010 | 13:19
Stjórn BM Vallár hf. hefir lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið fékk greiðslustöðvun í byrjun febrúar. Segja stjórnendur félagsins í tilkynningu að Arion banki hafi sett fram þá kröfu að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.
Á undanförnum mánuðum hefur félagið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu í samstarfi við helstu lánardrottna sína. Drög lágu fyrir að nauðasamningi við lánardrottna sem byggðu á samkomulagi um uppgjör við veðhafa og greiðslu á 30% óveðtryggðra krafna.
Ein meginforsenda fjármögnunar nauðasamnings var skuldabréfaútboð sem félagið hafði unnið og kynnt fyrir fagfjárfestum, að því er segir í tilkynningu.
Á fundi með viðskiptabönkum félagsins, Arion banka og Landsbanka, síðastliðinn föstudag var óskað eftir því að félagið fengi heimild til að leggja fram nauðasamningsfrumvarp á þessum grunni og freista þess að ljúka á sama tíma fyrrnefndu skuldabréfaútboði.
Á fundinum hafnaði Arion banki þeirri málaleitan og setti fram þá kröfu að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í ljósi þessarar afstöðu bankans var stjórn félagsins nauðbeygð til að leggja fram beiðni um gjaldþrotaskipti félagsins í dag," segir í tilkynningu.
Stjórnin segir, að fjárhagsstaða félagsins hafi verið óviðunandi um langt skeið vegna þeirra hamfara sem gengið hafi yfir íslenskt efnahagslíf. Fjármögnun félagsins hafi að mestu verið í erlendum lánum sem liðlega tvöfölduðust við hrun íslensku krónunnar á árinu 2008.
Á sama tíma hafi orðið gríðarlegur samdráttur í eftirspurn á byggingavörumarkaði og hefur sala á helstu vörum BM Vallár dregist saman um á bilinu 50-70%. Brugðist hafi verið við þessum samdrætti á undanförnum misserum með öllum tiltækum ráðum. Mikill sparnaður hafi náðst fram í rekstrarkostnaði félagsins og grípa hafi þurft til umfangsmikilla uppsagna á starfsfólki sem hafi fækkað um liðlega 330 á liðnum tveimur árum.
Þessi samdráttur hefur orðið enn meiri en ella vegna úrræðaleysis og vandræðagangs stjórnvalda í aðgerðum til stuðnings efnahagslífinu.
Af þessum ástæðum var umfangsmikillar endurskipulagningar þörf á efnahag félagsins en áætlanir þar um gengu því miður ekki eftir.
Við þrot er ljóst að fjárhagslegt tjón allra kröfuhafa, sér í lagi almennra kröfuhafa félagsins, verður umtalsvert meira en ella hefði þurft að verða. Hörmum við að niðurstaðan hafi orðið þessi," segir í tilkynningu frá stjórnendum félagsins.//////svona fer þetta fyrir þessum fyrirtækjum i byggingariðnaði það er allt að fara!!!! þetta góða rotgróna fyrirtæki komið á hausinn ,það hefði auðvitað átt að sjá við þessum erlendu skuldum og bankinn að taka á sig eitthvað þar,maður gerir ráð fyrr að það ´hafi verið hlægt eins og þeir eru að segjast gera,en þetta er slæmt mjög og vonandi að það sé ekki póltík þarna á ferð?????/Halli gamli
BM Vallá óskar eftir gjaldþrotaskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður.
Ef fyrirtækið var svona frábært og vel rekið og rótgróið, af hverju þurfti þá enn að reka það á einhverjum massívum lánum?
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 20:22
Ég hlakka mikið til að vita hver kaupir svo Límtré og Yleiningu (sem var í eigu BM Vallá) í uppsveitum Árnessýslu. Ætli bankarnir séu búnir að ráðstafa þeim kaupum líka eins og Skáldabúðum. Kannski ekki þar sem þetta voru Arion og Landsbankinn en hvur veit.
Petrína (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.