Áfram spáð öskufalli norður af Eyjafjallajökli/ ekkert lát á Gosinu !!!!

Áfram spáð öskufalli norður af Eyjafjallajökli
Innlent | mbl.is | 19.5.2010 | 7:30

 Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir öskufalli norður og norðvestur af eldstöðinni í Eyjafjallajökli í dag. Aska féll á Jökuldal, Seyðisfirði og Neskaupstað í gær svo nokkrir staðir séu nefndir. Flugvöllurinn á Ísafirði er lokaður eins og stendur vegna öskuskýs sem þangað hefur teygt sig.

Flugfélag Íslands áætlar að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða frá Reykjavík á níunda tímanum en ekki verður flogið til Ísafjarðar og Vestmannaeyja fyrr en í fyrsta lagi síðdegis.

Millilandaflug hefur verið með eðlilegum hætti frá Keflavíkurflugvelli í morgun. 

Mikið svifryk mældist á höfuðborgarsvæðinu um miðjan dag í gær og var mengunin rakin til öskufoks frá svæðum í grennd við gosstöðvarnar. Þéttleikinn var langt undir hættumörkum, þ.e. 50 míkrógrömmum á rúmmetra miðað við sólarhringsmælingu. Síðar rigndi og dró þá mjög úr menguninni sem fór mest upp í um 320 míkrógrömm miðað við hálftímamælingu um fjögurleytið á mælistöð við Grensásveg. Um áttaleytið var mengunin komin niður í aðeins sex milligrömm.////gosið virðist ekkert ver a' láta sig og þetta öskugos veður áfram til trafala og vindar ráða för her við landið,annað í háloftum það eru vindar mismunandi og ekki svo gott að spá,.en það rignir aðeins og það gott ,þyrfti að gera það meira ,við verðum bar að vona það besta,annað ekki i stöðunni nú,en þetta fólk fær hjálp það gott ekki veitir af/Halli gamli


mbl.is Áfram spáð öskufalli norður af Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1046584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband