19.5.2010 | 10:16
Sækist eftir embætti varaformanns/Styð það heilshugar!!!!!
Innlent | Morgunblaðið | 19.5.2010 | 5:43
Ólöf Nordal alþingismaður hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti varaformanns í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi í lok júní. Líkt og fram hefur komið þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir af sér sem varaformaður flokksins í kjölfar birtingar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Ég vil leggja mitt af mörkum í því að byggja upp traust á stjórnmálum á ný, segir Ólöf Nordal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fer fram í lok júní.
Ólöf var fyrst kjörin á þing fyrir Norðausturkjördæmi árið 2007, en var á síðasta ári kjörin þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Ólöf sagði það dýrmæta reynsla að hafa verið þingmaður Norðausturkjördæmis. Ég vona að sú reynsla að hafa bæði starfað í dreifbýli og þéttbýli muni nýtast. Mér finnst hún a.m.k. mjög gagnleg í mínum daglegu störfum í þinginu.
Ólöf sagði að síðustu tvö ár hefðu verið mikill breytingatími í sögu Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn galt afhroð í síðustu kosningum. Ráðherrar hafa vikið af þingi og miklar breytingar orðið á þingflokknum. Við erum með nýjan formann. Engu að síður er það svo, og það á við stjórnmál almennt, að það virðist hafa orðið rof á milli stjórnmálastéttarinnar og borgaranna í þessu landi. Þetta birtist með þeim hætti að það er eins og stjórnmálin séu ekki hluti af þessu þjóðfélagi. Ég er mjög hugsi yfir þessu og tel að við stjórnmálamenn þurfum að breyta okkar vinnubrögðum. Þjóðfélagið þarf líka að átta sig á því að langan tíma tekur að komast út úr afleiðingum hrunsins.
Það hefur tekið lengra tíma en menn áttu von á að komast á þann stað að geta byrjað að byggja upp. Þessi ríkisstjórn er bráðum eins og hálfs árs gömul, en það eru engin merki um að stjórnarskiptin hafi breytt neinu varðandi traust á stjórnmálamönnum. Mig langar til að taka þátt í því að koma okkur á þann stað að geta farið að byggja upp aftur. Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur.
Ólöf sagðist ekki telja að það væri tímabært fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Það er mikill órói á Íslandi og í ESB og því held ég að það sé skynsamlegt fyrir okkur Íslendinga að skoða þessi mál í miklu meiri ró heldur en núna er gert. Það ætti að vera meginmarkmið okkar að ná okkar efnahagslífi á þann stað að við uppfyllum Maastricht-skilyrðin vegna þess að það er skynsamlegt að gera það.
Eftir að hafa orðið vitni að vandræðaganginum í Icesave-málinu og því tilviðbótar að það er engin pólitísk forysta í landinu fyrir ESB-aðild þá óttast ég að við séum að skapa okkur óþarfa vandræði á alþjóðavettvangi með umsókn um aðild að ESB. Það er ekki það sem við þurfum á að halda núna. Við þurfum að vinna að þeim verkefnum sem við erum að fást hér heima.
Ólöf á sæti í fjárlaganefnd og hún sagði að ríkisstjórnin hefði gert mikil mistök með þeim skattahækkunum sem ráðist var í á síðasta ári. Þær væru ekki að skila því sem að var stefnt. Ég tel að stjórnarflokkarnir séu ekki samstiga í þessu máli. Samfylkingin gerir sér grein fyrir að heimilin í landinu þola ekki meiri álögur á meðan þingmenn VG eru hræddir að taka erfiðar ákvarðanir á útgjaldahlið fjárlaga.
Við verðum að gera okkur grein fyrir því Íslendingar, að fórna ýmsu sem við metum mikils til að ná jöfnuði á fjárlögum. Það er bara tvennt hægt að gera. Það þarf að laga til í ríkisrekstrinum, alls staðar og muna eftir því að molar eru líka brauð. Síðan þurfum við að auka tekjur ríkissjóðs með því að koma fjárfestingum í gang að nýju á öllum sviðum.
Á öllum þessum stóru póstum, Evrópusambandsmálum, ríkisfjármálum og atvinnumálum er þessi ríkisstjórn ósamstiga. Þetta hefur áhrif á allt þjóðfélagið og tefur uppbygginguna sem þarf að fara fram.////maður styður hana heilshugar til þessa starfs,þetta tal um að fólk sé ekkil hæft út af ætt sinni er ekki til þessa að hafa i flimtingum ,það' að við höfum ekki verið heppin með konur er bara ekki rétt,þær hafa verið ágætar en eiga ekki að gjalda þessa að vara giftar mönnum sem ekki voru nógu traustir að sagt er,en það kemur kona þarna sem hefur að mínu mati traust fólk út yfir flokkin okkar,og það er gott/Halli gamli
Sækist eftir embætti varaformanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.