30.5.2010 | 12:15
Meirihlutar féllu víða/////þetta mun bara eftir allt styrkja flokkana/þegar þeir hafa breitt sýnum áherslum!!!!!
Innlent | mbl.is | 30.5.2010 | 11:10
Talsverðar breytingar urðu á fylgi flokka og framboða í stærstu sveitarfélögum í sveitarstjórnakosningunum í gær. Í tíu stærstu sveitarfélögum landsins féllu meirihlutar í fimm en héldu í fimm. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með hreinan meirihluta í bæjarstjórn fjögurra af þessum tíu sveitarfélögum.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll í Reykjavík. Þar tapaði Sjálfstæðisflokkurinn 2 borgarfulltrúum, fékk 5, og Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni. Besti flokkurinn fékk 6 borgarfulltrúa og því er staðan í borgarstjórninni afar óljós.
Í Kópavogi féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks einnig. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra borgarfulltrúa, tapaði einum en Framsóknarflokkurinn hélt sínum fulltrúa. Fréttir bárust af því í nótt að hin framboðin fjögur ætluðu að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta.
Í Hafnarfirði missti Samfylkingin hreinan meirihluta, sem hún hefur haft undanfarin kjörtímabil, fékk 5 bæjarfulltrúa kjörna og tapaði tveimur. Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig 5 fulltrúa og bætti við sig tveimur. Fulltrúi Vinstri grænna, sem náði kjöri í bæjarstjórn, sagði í nótt að fyrst yrði rætt við Samfylkingu um myndun meirihluta.
Á Akureyri urðu söguleg tíðindi þegar L-listi fólksins fékk 6 bæjarfulltrúa og hreinan meirihluta, hafði einn fulltrúa fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þremur fulltrúum og Samfylkingin tveimur en þessir flokkar mynduðu áður meirihluta.
Á Akranesi féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þegar Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur bæjarfulltrúum og hefur nú tvo. Samfylkingin fékk flest atkvæði og fjóra menn kjörna og bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum.
Í Árborg fékk Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta, 5 bæjarfulltrúa og bætti við sig einum manni en Framsóknarflokkurinn tapaði manni og fékk einn kjörinn. Samfylkingin hélt tveimur mönnum og VG einum.
Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta sínum í Garðabæ og bætti raunar við sig einum bæjarfulltrúa, fékk fimm kjörna. Samfylkingin fékk 1 mann og Listi fólksins 1.
Flokkurinn hélt einnig meirihluta sínum í Reykjanesbæ og sjö bæjarfulltrúum af 11. Í Mosfellsbæ fékk Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta og 4 fulltrúa kjörna en flokkurinn myndaði á síðasta kjörtímabili meirihluta með fulltrúa VG. Framsóknarflokkurinn missti hins vegar fulltrúa sinn í bæjarstjórn.
Í Fjarðabyggð héldu Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn meirihluta sínum en Fjarðalistinn tapaði hins vegar manni til Sjálfstæðisflokks, sem nú er stæsti flokkurinn þar með 4 bæjarfulltrúa, Fjarðalistinn hefur 3 og Framsóknarflokkur 2.///////það sem maður vill ekki viðurkenna er að flokkakerfið se gengið sér til húðar alls ekki þetta er og verður og allstaðar erlendis hefur það haldið vell og mun ger að hér einnig,það er bara beðið um breytingar á áherslan og meira lýðræði sem á hefur vantað ,þetta með meirihluta og minnihluta þarf að breyta það verð allir sem kosnir eru að starfa að heilindum og jafnvel saman meira og mynna/það er einnig lýðræði að lofa ákveðnum fjölda að boða til kostninga um mál sem eru umdeilt og það eru mörg,þetta kostar en getur komið i veg fyrir sundurupplausan,og vandræði sem hefur mikið skapast um mal sem eru umdeilt,þetta er nauðsin og breytingar á kostningum hægt en ekki i einum vetfangi,svo þetta stjórnlagaþing góð ákvörðun en þarf að fara varlega þar,við eigumsvo að kjósa til Alþingis næsta haust ekki spurnin um það annað er ekki viðunandi,að mínu mati við getum ekki haldið þessu þrasi áfram ,þetta eru flokkar sem ekki geta starfa saman/Halli gamli
Meirihlutar féllu víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.