Staða heimilanna afar slæm///þessu verður að bæta úr ,og það strax !!!!!

Staða heimilanna afar slæm
Innlent | mbl.is | 2.6.2010 | 18:29

Staða heimila í landinu er afar slæm að mati Seðlabanka Íslands Efnahagur heimila hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum í kjölfar bankahrunsins, gengislækkunar krónunnar og verðbólgukúfsins sem henni fylgdi. Hætta er á að fjöldi heimila fari í gjaldþrot á næstunni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslandsskýrslunni er vísað til rannsóknar á stöðu heimilanna sem kynnt var í apríl en þar kom fram að 23% heimila séu líkleg til að lenda í greiðsluerfiðleikum og þurfi á frekari úrræðum að halda. Tæplega 40% skuldugra heimila eru með neikvæða eiginfjárstöðu í húsnæði.

Heimilin hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum, draga úr einkaneyslu, selja eignir og endurskipuleggja skuldir til þess að vinda ofan af þeirri stækkun efnahagsreikninga sem einkenndi aðdraganda fjármálakreppunnar.

Skellur heimila með gengistryggð lán mestur

Gengi krónunnar lækkaði um 48% miðað við viðskiptavegið meðaltal frá ársbyrjun 2008 til ársloka 2009 og hækkuðu gengistryggðar skuldir heimila því umtalsvert. Mikil verðbólga í kjölfar gengislækkunarinnar olli töluverðri hækkun verðtryggðra skulda. Greiðslubyrði af lánum jókst því mikið á tímabilinu. Heimili með gengistryggð lán urðu fyrir mestum skelli og voru því líklegri til að lenda í greiðsluerfiðleikum.

Hætta á fjölda gjaldþrotum heimila

Eiginfjárstaða heimila í húsnæði hefur versnað til muna í kjölfar fjármálakreppunnar þar sem húsnæðisverð hefur lækkað og skuldir aukist. Mikil aukning atvinnuleysis hefur enn fremur leitt til þess að mörg heimili eru í afar þröngri stöðu og með takmarkaða greiðslugetu.

„Ljóst er að ef neikvæð eiginfjárstaða í húsnæði fer saman við mikla greiðsluerfiðleika er hætta á að fjöldi heimila fari í þrot ef ekki er gripið til aðgerða.

Stjórnvöld í samstarfi við fjármálafyrirtæki hafa kynnt ýmis úrræði til að lækka greiðslubyrði heimila, t.d. greiðslujöfnun og höfuðstólslækkun lána. Þessi úrræði duga þó ekki öllum. Eftir stendur hópur heimila sem til þess að komast í gegnum greiðsluvandann þarf frekari aðstoð, þarf að selja eignir og flytja í minna húsnæði eða, ef aðrar leiðir eru ekki færar, láta úrskurða sig gjaldþrota eða fara í greiðsluaðlögun," segir í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands.

Efnahagur heimila og fyrirtækja hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum undanfarin misseri. Nauðsynleg aðlögun og endurskipulagning skulda á sér nú stað eftir tímabil skuldasöfnunar heimila og fyrirtækja við aðstæður útlánaþenslu, eignaverðsbólu og ofgnóttar lausafjár á árunum fyrir bankahrunið.

Miklar skuldir í erlendum gjaldmiðlum hafa reynst heimilum og fyrirtækjum þung byrði vegna gengislækkunar krónunnar, samdráttar innlendrar eftirspurnar og minnkandi tekna og atvinnu. Umfangsmikil gagnaöflun Seðlabankans frá byrjun ársins 2009 um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja hefur nýst við greiningu á stöðu og horfum einkageirans og því hverju aðgerðir fyrir heimili gætu áorkað.

Niðurstöður benda til þess að 23% heimila séu í greiðsluvanda um þessar mundir og þurfi á frekari úrræðum að halda. Umfang vanskila hjá viðskiptabönkum er u.þ.b. í samræmi við þessar niðurstöður.

Mikið um alvarleg vanskil fyrirtækja

Gögn um fyrirtæki sýna að lítill hluti þeirra er orðinn gjaldþrota en mikið er um alvarleg vanskil. Nánari greining á skuldastöðu útflutningsfyrirtækja sýnir hversu mikið misræmi var á milli gjaldmiðlasamsetningar útlána og tekna þeirra. Mikilvægt er að markvissri endurskipulagningu á skuldum heimila og fyrirtækja miði vel áfram til að draga úr greiðsluerfiðleikum og stuðla að efnahagsbata og fjármálastöðugleika./////þetta er mjög svo alvarlegt mal og verður að gera eitthvað bara strax,Heimilin og fyrirtækin að missa allt sitt og geta ekki staðið i skilum ,svo alvarlegt að ef þetta dregst mikið lengur er allt komið á sömu kreppuna og i byrjun hennar!! eða verri fyrir okkur hér,en hvað gerir þessi ríkisstjórn???um það er deilt og ekkert gerist/Halli gamli


mbl.is Staða heimilanna afar slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband