Már og Jóhanna ræddu launin/þýðir þetta ekki afsögn hennar?????

Már og Jóhanna ræddu launin
Innlent | mbl | 5.6.2010 | 19:14

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri Már Guðmundsson átti í beinum tölvupóstsamskiptum við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í júní í fyrra, um væntanleg launakjör sín, áður en hann var skipaður seðlabankastjóri. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Más við forsætisráðuneytið, sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að, að hluta.

Í tölvubréfi til Jóhönnu, dagsettu 21. júní 2009 segir Már. „Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það."

Afrit af bréfinu var einnig sent á Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs Seðlabankans og Ragnhildi Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu.

Í bréfinu segir Már að komi til þess að laun seðlabankastjóra verði lækkuð um allt að 37% muni hann þurfa að fara yfir ákvörðun sína og miklar líkur séu á því að hún breytist. Í bréfinu virðist hann vísa í eitthvert fyrra samtal sitt við Jóhönnu.

„Þá vil ég nefna það sem mér láðist að geta í samtalinu. Ráðningarferli seðlabankastjóra hefur sem betur fer farið fram fyrir opnum tjöldum. Það hefur hins vegar þær afleiðingar að hinn alþjóðlegi seðlabankaheimur er vel upplýstur um það. Í aðdraganda umsóknar minnar komu ýmsir þeirra að máli við mig og sumir lögðu beinlínis hart að mér að sækja um," segir Már.

Eftir að listi umsækjenda hafi verið kynntur hafi mun fleiri talað við hann og lýst yfir ánægju með að hann væri þeirra á meðal. „Það verður að sumu leyti erfitt fyrir mig að útskýra það ef til þess kemur að ég dreg mig til baka. Það yrði hins vegar óhjákvæmilegt vegna orðspors míns í seðlabankaheiminum að gera það," segir Már enn fremur í bréfinu.

„Ég vona að til þess komi ekki, enda ekki víst að þeir eigi auðvelt með að skilja hvernig hægt er að breyta kjörum seðlabankastjóra stórlega í miðju umsóknarferli.

Ég býst við að heyra frá þér á morgun eða þriðjudag og bind vonir við að þú finnir einhverja viðunandi lausn á þessu erfiða máli," segir hann.

Þremur dögum síðar, 24. júní 2009, sendi Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, tölvubréf til Ragnhildar Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra, en bréfinu fylgdu drög að tillögu um starfskjör bankastjóra. Í bréfinu segir Lára:

„Sæl Ragnhildur.

Eftir að hafa ráðfært mig við starfsmannastjóra bankans [...] sendi ég ykkur hjálagða tillögu. Hér er allt tekið til og reynt að hafa hlutina einfalda.

Auðvelt er að rökstyðja að formaður peningastefnunefndar skuli fá greitt sérstaklega fyrir þá vinnu alla, þannig að svona er þetta mun heppilegra heldur en að fara að greiða aftur fyrir setu í bankaráðinu."

26. júní var Má svo send tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem honum var tilkynnt með vísan til laga að hann hefði verið skipaður seðlabankastjóri til fimm ára frá 25. ágúst./////hvap segir þetta okkur að ,þarna er ekki sagt satt bókstalega verið að ljúga og það er ekki hægt að liða af forsætisráðherra landsins,dæmi kver fyrir sig !! og maður sér ekka annað en þetta ætti að þýða afsögn hennar/eða hvað???Halli gamli


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2010 kl. 21:31

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halli minn. Í raun finnst mér það liggja í augum uppi að bæði Jóhanna blessunin og seðlabanka-Márinn verða að segja af sér af siðferðislegum skyldum við þjóðina!

Það leiðréttir enginn óréttlæti fyrri tíma með nýju óréttlæti á þennan hátt að mínu mati. Hafðu það sem best M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.6.2010 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband