Pólitískt áhlaup á mig"
Innlent | mbl.is | 7.6.2010 | 20:02
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ítrekaði í viðtali í Kastljósi Sjónvarps í kvöld að hún hefði hvergi komið nærri ákvörðunum um laun Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Jóhanna sagði kjarna málsins þann að verið væri að gera pólitískt áhlaup á hana sem ráðherra.
Það hefur aldrei nokkurn tíma að því er ég best veit verið staðið eins faglega að ráðningu og í tilfelli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra," sagði Jóhanna. Hún sagðist hafa sagt allan sannleikann í málinu eins og hann snýr að henni og hún hafi ekki haft nein afskipti af launamálunum.
Jóhanna vildi ekki taka undir þau orð Sigmars Guðmundssonar að reynt hafi verið að fara fram hjá lögum kjararáðs. Hinsvegar samþykkti hún að ekki væri eðlilegt ef Már Guðmundsson hefði reynt að koma með ábendingar um hvernig hægt væri að komast hjá lögunum þannig að hann fengi hærri laun. Það er auðvitað ekki eðlilegt, hann á að taka þeim launakjörum sem eru í boði og það er kjararáð sem ákveður það [...] En hann er auðvitað að lýsa áhyggjum sínum og mér var alveg ljóst að Már hafði áhyggjur af sínum launakjörum, af því hann var að lækka verulega í launum og hann greindi mér frá því. En honum var jafnljóst og ég gerði honum fullkomlega grein fyrir því að ég myndi ekki hafa afskipti af hans málum á neinu stigi."
Jóhanna ítrekaði að breytingar sem gerðar voru á lögum um kjararáð hafi á engu stigi málsins verið bornar undir hana og hún telji að ekki sé hægt að nota þá lagabreytingu til að hækka laun Más Guðmundssonar. Bankaráð verður að skýra það sjálft ef verið er að nota einhverja lagabreytingu til að hækka laun Más um 400 þúsund. Ég skil ekki hvernig hún getur gert það."
Aðspurð hvort hún bæri ekki engu að síður ábyrgð á þessu klúðurslega máli" sagði Jóhanna augljóst að verið væri að gera pólitískt áhlaup á hana sem ráðherra. Ótrúlegt væri að þingmenn taki þátt í þessum hasar með Davíð Oddssyni" sem legði hana í einelti. Að það sé hægt að blása þetta mál svona upp er makalaust, ég hef komið fram af fullkominni hreinskilni gagnvart afskiptum mínum af þessu máli, það eru aðrir menn að reyna að gera mig tortryggilega [...] Það er fyrst og fremst kjarninn í þess að það er verið að reyna að gera mig tortryggilega að undirlagi Morgunblaðsritstjóra og allir vita hvernig hann fór úr Seðlabankanum."
Jóhanna sagðist jafnframt ekki geta tekið undir það að stjórnsýslan sé í molum. Hinsvegar telji hún óhæft að ráðningarmál séu í höndum ráðherra og styðji heilshugar breytingu á því sem nú liggi fyrir. Við sjáum nú hvernig seðlabankastjórar hafa verið ráðnir í gegnum tíðina. Það er þetta sem við þurfum að taka í gegn [...] Þeir sem eru að saka mig um spillingu ættu að horfa í eigin barm því þeir eru siðferðislega sjálfir sumir á gráu svæði."//////málið er í heild mjög svo vandræðalegt og það ekki gott ,ef satt er að hún hafi eitthvað gert þarna sem er ekki á hreinu en hún þrætir og þar hefur hún einnig til sýns máls !!!en þetta er samt ekki gott,en hvernig þetta for fram hjá henni er ekki komið ´hreint,en sennilega hefur hún ekkert gert sem hægt er að hanka hana á,svo sagði hún að þetta kæmi allt með nytjum lögum um ráðningar og það gott ráðherrar ættu akki að ráða æðstu embættismen og svo framvegis það bara gott,en svona er þetta ,það þýðir ekki bara að tala um að Davíð og Moggi séu að hefna syn ,nógu hörð var hún og ofurskömmuð við hann á sinum tíma og er ennþá/Halli gamli
Pólitískt áhlaup á mig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvert í hoppandi ! Er virkilega blessuð dúfan Jóhanna einnig komin með " Davíðs-heilkennið" ??
Fara menn ekki að finna upp lyf við þessu andsk... sjúkdómi ?? !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.