3.7.2010 | 18:01
Góð skemmtun en hraður akstur/gott að skemmta sér vel það,og koma svo heill heim!!!
Innlent | mbl | 3.7.2010 | 16:25
Umferð hefur víðast verið mikil í dag og farið vel fram. Lögreglan á Blönduósi og Sauðárkróki hefur þó tekið 25 ökumenn fyrir of hraðan akstur það sem af er helginni. Þar á meðal ölvaða og réttindalausa ökumenn. Írskir dagar á Akranesi, Humarhátíð í Höfn og útihátíð í Galtalæk hafa farið vel fram.
Lögreglan á Sauðárkróki tók þó fjóra ökumenn fyrir ofhraðan akstur og sá sem hraðast ók var á 128 kílómetra hraða yfir klukkustund.
Lögreglan á Blönduósi stöðvaði fimmtán ökumenn í gærkvöldi fyrir of hraðan akstur, þar af einn rétt við Staðarskála, en sá var á 140 kílómetra hraða á klukkustund. Þá stöðvaði lögreglan sex ökumenn fyrir of hraðan akstur í dag, þar af reyndist einn ökumaðurinn ölvaður, en hann var stöðvaður í morgun.
Nú í eftirmiðdegið var svo einn stöðvaður fyrir of hraðan akstur og reyndist þá ekki vera með ökuréttindi, enda hafði hann misst þau og var ekki búinn að taka bílprófið aftur. Var bíll hans ferjaður á lögreglustöðina á Blönduósi. Þar er nú verið að taka skýrslu af manninum en að því loknu verður honum væntanlega sleppt. Ekki fær hann þó að halda för sinni áfram akandi, af augljósum ástæðum.
Írskir dagar fara nú fram á Akranesi og hafa gengið vel það sem af er. Að sögn lögreglu er ívið minna af fólki á tjaldstæðinu en var í fyrra, en hins vegar mikið af fólki og margir tjalda í görðum við heimahús hjá kunningjum sínum. Búist er við fleira fólki í bæinn í kvöld þegar lopapeysuballið fer fram.
Búist er við að kvölddagskráin á Humarhátíðinni á Höfn í Hornafirði verði færð inn í íþróttahúsið í kvöld og verður þar dansleikur með Ingó og veðurguðunum. Talsvert hefur rignt á gesti humarhátíðarinnar í dag og því verða margir eflaust fengir að vera þurrir og hlýir innan dyra í kvöld. Sem fyrr hefur verið boðið upp á humar í ýmsum útfærslum á hátíðinni og bar mikið á humarskyndibita núna, svo sem humarpylsum, humarpizzum og humarlokum.
Í Vestmannaeyjum er Goslokahátíðin og gróf áætlun lögreglu er að tvö til þrjú þúsund manns séu í bænum fyrir utan heimamenn. Hápunktur hátíðarinnar er í kvöld þegar fólk safnast saman í Skvísusundi. Herjólfur hefur farið tvær aukaferðir til eyja troðfullur af fólki og er mikil stemning í bænum. Allt hefur farið vel fram fyrir utan að einn maður fékk að gista fangageymslur í nótt vegna ölvunar.
Lögreglan á Hvolsvelli segir að útihátíðin í Galtalæk hafi farið vel fram og þar séu ef til vill um fjögur þúsund manns að skemmta sér. Þar ku allt hafa farið vel fram í dag, en lögregla er þar þó með á annan tug manna á vakt.////////þetta er svona kannski leiðinlegast við þennan hraðakstur ef retta er það er svolitli taugaveiklun hjá Lögreglu að var bara að taka men sem eru ´mörkunum og þarf oftast ekki!!! en það taka þessar rolur og sleða i umferðinni sem eru hættulegastir með marga bila a´eftir sér og hleypa engum framúr,það eiga þeir að taka og sekta,eða gefa aðvörun gult spjald!! en það er gaman að fólk skemmti sér á þessum erfiðu tímum og þetta ein mest ferðahelgi sumarsins og hátíðir við og vonandi að sitthverjum reynist að gleyma hverslag stórnafar er i þessu landi i bili,það veiti ekki af!!! en einnig að blessað fólkið komist heilt heim að lokum ,þæg þó svo eitthvað fari úr böndum i gleðskapnum,sem eru auðvitað oft og ekki til þessa að gera of mikið úr/Halli gamli
Góð skemmtun en hraður akstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.