Æsir upp í manni réttlætiskenndina/maður skilur fólkið vel !!!!!

Æsir upp í manni réttlætiskenndina
Innlent | mbl | 5.7.2010 | 18:28

Ellen Kristjánsdóttir sést hér í miðju mótmælanna við... Ellen Kristjánsdóttir söngkona, sem meiddist í mótmælum við Seðlabankann í dag, segist ekki skilja hve fljótt stjórnvöld brugðust við fyrir málstað fjármálafyrirtækja í málum gengistryggðra lána, eftir að hafa ekki gert neitt þar áður í þágu heimilanna. „Það æsir upp í manni réttlætiskenndina," segir Ellen.
Kristjánsdóttir söngkona, sem meiddist í mótmælum við Seðlabanka Íslands í dag.

Nokkur hundruð manns  söfnuðust saman við hús Seðlabankans í dag og mótmæltu því hvernig tekið hefur verið á gengistryggðum lánum eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistrygginu lána í krónum ólöglega. Einn maður var handtekinn eftir að streitast á móti lögreglu en Ellen var ekki handtekin.

Ellen segist ekki skilja hvað Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er að hugsa í þessum málum og ekki heldur hvað stjórnvöld hafa verið fljót að bregðast við og taka málstað banka og fjármálafyrirtækja í þessu máli, eftir að hafa ekki gert neitt þar á undan í þágu fólksins í landinu.

„Það æsir upp í manni réttlætiskenndina," segir Ellen. Hún meiddist á handlegg í dag og kveðst aðspurð vera blá og marin eftir viðskipti sín við lögregluna. Eins og hún segir frá sat hún við innganginn í húsið þegar lögreglumaður sagði henni að færa sig um set.

„Ég fór ekki alveg eftir þeim fyrirmælum. Ég sagði nei við því,“ segir Ellen. Spurð hvort þessi viðbrögð lögreglumannsins hafi verið tilefnislaust segir hún: „Já, eiginlega. Ég er nú voðalega friðsöm.“

Þá beið lögreglumaðurinn ekki boðanna, sneri upp á handlegginn á henni og færði hana frá. Að hennar sögn brugðust mótmælendur illa við atvikinu og sögðu lögreglumanninum að biðjast afsökunar á þessu. Það gerði hann ekki, heldur fór til baka og tók sér stöðu við húsið.

Ellen leitaði á slysadeild en fór þaðan eftir einnar og hálfrar klukkustundar bið, þegar henni var tjáð að biðin yrði tveir tímar í viðbót. ,,Ég ætla að fara þangað aftur í kvöld og athuga hvort það verður ekki rólegra þá," segir hún./////þetta er ekki gott en maður skilur fólkið vel þetta er verið að brjóta a´okkur reyndar öllum,en lögregla er ekki að standa sig er með yfirgang  það ekki gott ,fyrir .þá að vera á ´móti fólkinu og verja óréttlætið/Halli gamli 


mbl.is Æsir upp í manni réttlætiskenndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því í fjandanum var ekki tækifærið notað til að krefjast leiðréttingar fyrir ÖLL lán almennings bæði gengis- og verðtryggð lán við dóm Hæstaréttar? Ástæðan er reyndar einföld, það fór af stað lottóæði þeirra sem eru með gengistryggðu lánin og fara þeir nú fram með offorsi til að ná ekki bara fram vísitölulausum lánakjörum, heldur til að fá nánast allt niðurfellt og inneign í þokkabót. Þetta mun gera það að verkum að ALDREI mun verða farið í neina leiðréttingu á öðrum lánum. (Tek það fram að ég sjálfur kem til með að hagnast mjög vel ef dómur Hæstaréttar fær að standa, ég hins vegar kæri mig ekki um að fá þennan gróða á kostnað þess að ekki verði farið í leiðréttingu á verðtryggðum lánum). Ég vill leiðréttingu á ÖLLUM lánum, ekki bara gengistryggðum. Sorglegt að ekki skuli nást samstaða í þeirri kröfu vegna græðgi.

Valsól (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 20:34

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Valsól ,þarna erum við algjörlega sammála ein og eg hefi oft á bloggi mínu sagt að það þarf að leiðrétta öll verðtryggð lán sem hækkuðu um 50-60% og það er malið/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.7.2010 kl. 20:45

3 Smámynd: Elínborg

Sæll Haraldur og Valsól,

tek undir ykkar orð, tími réttlætisins er runninn upp!

Elínborg, 5.7.2010 kl. 21:49

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mælirinn fylltist í dag!

Sigurður Haraldsson, 5.7.2010 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband