Helga Margrét vann til bronsverðlauna á magnaðan hátt/Duleg !!!og frábær námsmaður einnig!!!!

Helga Margrét vann til bronsverðlauna á magnaðan hátt
Íþróttir | mbl.is | 24.7.2010 | 3:03

Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann til bronsverðlauna í sjöþraut á HM unglinga í frjálsum íþróttum í Kanada í nótt. Helga tryggði sér bronsið með því að vinna síðustu tvær greinarnar, spjótkast og 800 metra hlaup.

Helga fékk fyrir þrautina 5706 stig og vann bronsið með minnsta möguleika mun því næsti keppandi var aðeins 1 stigi á eftir!  Íslandsmet Helgu er 5878 stig. Dafne Schippers frá Hollandi sigraði með 5967. Hún var með bestan árangur keppenda fyrir fram og bætti sinn besta árangur. Sigur hennar var því sannfærandi.

Eftir fimm greinar af sjö var Helga í 7. sæti og verðlaunasæti virtist fjarlægur möguleiki. Hún kastaði spjótinu 49,47 metra og tryggði sér sigur í greininni. Að spjótkastinu loknu var hún aðeins 2 stigum á eftir Grete Sadeiko frá Eistlandi. Helga tók sig til og gersamlega burstaði 800 metra hlaupið á 2:15,81 mín. Sadeiko var sú eina sem eitthvað hélt í við Helgu en þegar stigin voru reiknuð saman var ljóst að Helga hafði fengið þremur stigum meira í hlaupinu og hirti þannig bronsið.

 Bronsþraut Helgu:

100m grindahlaup: 14,39 sek.
Hástökk: 1,63 metrar
Kúluvarp: 13,10 metrar
200 metra hlaup: 25,62 sek.
Langstökk: 5,55 metrar.
Spjótkast: 49,47 metrar.
800 metra hlaup: 2;15,81 mín.þetta er afbragðs íþróttastúlka og ó þetta hefi ekki verið hennar besta seiglast hún,og er ekki bara í íþróttum heldur frámabær námmaður i bókelagA,húfur eki ekki verið i besta formi en nær bronsinu samt,dugaður og árvekni/þetta gerir hana okkar eina besti íþróttarkonu/Halli gamli


mbl.is Helga Margrét vann til bronsverðlauna á magnaðan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband