Delta Air Lines hefur flug til Íslands/samkeppni af hinu góða !!!!!!!

Delta Air Lines hefur flug til Íslands
Innlent | mbl.is | 6.8.2010 | 18:25

 Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tilkynnti í dag að það muni á næsta ári bjóða upp á beint flug á milli New York og Íslands. Áætlunarflugið hefst þann 1. júní 2011 að óbreyttu. Flogið verður milli John F. Kennedy flugvallar og Leifsstöðvar í Keflavík í 170 sæta Boeing 757-200 farþegaflugvél.
Einnig verður boðið upp á tengiflug á milli Minneapolis og New York í tengslum við flugið til og frá Íslandi. Delta hefur á síðustu mánuðum aukið talsvert þjónustu sína frá New York og m.a. boðið upp á nýjar flugleiðir til Amsterdam, Brussel, Manchester, Stokkhólms og Kaupmannahafnar. Ísland er nýjasta viðbótin í alþjóðlegum flugleiðum félagsins. Miðasala verður opnuð frá og með laugardeginum 14. ágúst næstkomandi.

Flogið verður daglega og verður brottför frá New York klukkan  23:35 og komið til Keflavíkur klukkan 9:20 morguninn eftir. Þá fara vélarnar héðan klukkan 10:50 og koma til New York 12:55.

Delta er eitt af stærstsu flugfélögum í heimi þjónustar yfir 160 milljón flugfarþega á ári hverju og flýgur til 267 áfangastaða í 65 löndum./////þetta mikið gott að við fáum samkeppni í þessari leið Ameríka,svo hljóta að verða fleiri tengiflug i boði þarna,ekki spurning/Við hjónin flugum oft með Delta her áður frá N.Y. til Míamy þegar ekki vara flogið til Orlando beint,svo einnig tengiflug til fleiri staða sem við nytum okkur !! þetta er mjög svo gott flugfélag/eg mæli með því,svo er þetta breiðþota og mikið rímar en hjá okkar flugfélögum,vona að maður geti veitt sér að fljúga með þeim aftur/Halli gamli


mbl.is Delta Air Lines hefur flug til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með ¨veljum íslenskt¨?

Rónaldur (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 22:32

2 identicon

Þetta er í fyrsta lagi ekki breiðþota. Þeir ætla að fljúga hingað á Boeing 757-200 sem er nákvæmlega sama tegund og Icelandair og Astreus eru með. Það stendur í fréttinni.

Hins vegar eru Bandarísk flugfélög þekkt fyrir slæma þjónustu og ömurlegan viðurgjörning. Eftir 11. september 2001 hefur nánast verið vonlaust að fljúga með amerískum flugfélögum sakir taugaveiklunar kanans (bandarísk þota snéri við í gær vegna þess að einn farþegi "var talinn" hafa verið að kveikja í sígarettu).

Hj (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 22:32

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Fræbær  viðbót við littla samkeppni á landinu!!!

Guðmundur Júlíusson, 6.8.2010 kl. 22:38

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Fyrirgefðu i fréttinii í kvöldfréttum var þetta sagt!!!!!/en þetta með draslaragang þarna kemur mer á óvart mjög/hefi flogið með Delta oft/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.8.2010 kl. 22:38

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Mjög gott að fá samkeppni en hefði samt frekar viljað fá flug frá Baltimore eða Washington D.C. þar sem Iceland Air hættu flugi. Furðulegt þetta flugfélag okkar. Bættu Nova Scotia en droppuðu Baltimore. Hættu svo NS og eru nú komnir til Toronto. Hættu Chicago en bættu Minneapolis sem er mjög góður völlur að fljúga frá. Held þeir séu líka hættir á Sanfransisko. Ekki mjög traustvekjandi þetta flip flop á þeim.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.8.2010 kl. 01:40

6 identicon

Byst ekki vid ad verdid verdi mikid odyrara hja Delta.

I fyrsta lagi er ordid frekar dyrt ad fljuga innanlands i USA, hvad tha

utfyrir landid. I odru lagi er gengi dollarans enn mjog ohagstaett Islendingum. Delta er ekki laggjaldafelag, thannig ad verdin verda orugglega svipud! (Munid svo ad baeta vid $50 luggage fee (per leg) hja Delta ef thid ferdist med 2 toskur!)

Thor (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband