Þrengt meira að almannaþjónustu/þetta er þvi miður vanin,að þrengja í þessum geira!!!!

Þrengt meira að almannaþjónustu
Innlent | mbl.is | 13.9.2010 | 10:54

Mynd 541913 Í nýrri launakönnun SFR stéttarfélags í almannaþjónustu kemur fram að launabilið á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almennum vinnumarkaði í sambærilegum starfsgreinum hafi aukist á milli ára og sé nú 18%, almenna vinnumarkaðnum í vil.

SFR hefur nú fjórða árið í röð, í samstarfi við VR, fengið Capacent Gallup til að vinna launakönnun fyrir félagið.

Í tilkynningu frá SFR segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að launamunur á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almennum vinnumarkaði hafi aukist milli ára. Þegar tekið hafi verið tillit til kyns, aldurs, starfsstéttar, starfsaldurs, vinnutíma, vaktaálags og menntunar, sé munurinn á heildarlaunum félagsmanna SFR og VR 18%, VR félögum í vil.

Í könnun sem var gerð í fyrra var munurinn 15% og 20% árið þar á undan.
 
Heildarlaun VR félagsmanna hækkuðu að meðaltali um 4,6% á síðasta ári sem er umtalsvert meira en hjá SFR þar sem heildarlaun hækkuðu einungis um 1,6%. Meðaltal heildarlauna SFR félaga voru 325.035 krónur fyrir fullt starf í febrúar 2010 en 422.027 krónur hjá VR, mismunurinn er um 100 þúsund krónur per mánuð. Inn í þessar tölur er búið að reikna þær hækkanir sem samið var um á árinu 2009 og metnar voru 2,7% launahækkun hjá VR og 1% hækkun hjá SFR. 

Af tölunum má sjá að enn er þrengt mun meira að starfsmönnum í almannaþjónustunni en þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði.

Í tilkynningu SFR segir að launaskrið hafi orðið hjá þeim síðarnefndu en ekki hjá starfsmönnum almannaþjónustunnar. Almenni vinnumarkaðurinn virðist miðað við þessar tölur vera að rétta hraðar úr kútnum eftir efnahagshrunið en sá opinberi, en starfsmenn í almannaþjónustunni sitja eftir í launaþróuninni.
/// þó launamunur hafi alltaf tíðkast er það meira áberandi þar kreppir að,þetta er bara svona að þessu störf eru vanmetin og illa launuð ,miða við að þau eru erfið og það þarf dugnaðar fólki þessi störf,að er að segja að menntur er ekki allt ,mannlegi þáttunin og reynsla er oft betri ef ekki mikið betri, og  eiga að vera vel launuð, með þessu er maður ekki að ger lítið  úr menntun,en fólk þarf að vinna þessi störf og við getum ekki alltaf treyst á að úlendingar vinnu þau við verðum að gera það sjalf,þagar harðnar a´dalnum eins og nú!!!! og ekki lita niður á þessi miklivægustörf sem þarf að vinna og einnig þurfum við þarna gott folk og launa það vel/Halli gamli


mbl.is Þrengt meira að almannaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband