Mikill verðmunur á ýsu/svo er þetta þvi miður þarna vantar eitnkverskonar Bónus!!!!

Mikill verðmunur á ýsu
Innlent | mbl.is | 15.9.2010 | 12:07

 Mikill verðmunur er á ýsu í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri samkvæmt verðsamanburði verðlagseftirlits ASÍ. Lægsta verð á roðflettri og beinlausri ýsu var í Fiskbúðinni Hafrúnu í Skipholti og Litlu fiskbúðinni Miðvangi í Hafnarfirði eða 1.290 kr/kg. Hæsta verðið var hins vegar hjá Fiskikónginum á Sogavegi 1.790 kr/kg. Munurinn er 38,8%.

Skoðaðar voru 29 tegundir af fiskmeti. Lægsta verðið var oftast að finna í Litlu fiskbúðinni Miðvangi í 13 tilvikum af 29. Fjarðarkaup var með lægsta verðið í 7 tilvikum af 29 en verslanirnar eru báðar staðsettar í Hafnarfirði. Hæsta verðið var oftast í Kjöt og fisk Bryggjuhúsinu Höfðabakka eða í 7 tilvikum af 29. Almennt var mikill verðmunur á milli verslana.  Í flestum tilvikum var munur á hæsta og lægsta verði um eða yfir 50%.

75,5% dýrara að kaupa fiskibollur á Suðurlandsbraut en í Nethyl

Fiskibollur voru ódýrastar í Gallerý fiskur í Nethyl eða 849 kr/kg en dýrastar í Fylgifiskum á Suðurlandsbraut 1.490 kr/kg.  Verðmunurinn er 75,5%.

Verðmunur á steinbíti 155%

Munur á lægsta og hæsta verði var frá 35% upp í 155%.  Mestur verðmunur í könnuninni var á roðflettum steinbítsflökum sem voru dýrust á 2.498 kr./kg í Nóatúni en ódýrust á 980 kr./kg í Fjarðarkaup en það gera 1.518 kr./kg verðmun eða 155%.

Minnstur verðmunur var á eldislaxi í sneiðum, sem var ódýrastur á 1.258 kr./kg í Fjarðarkaup og dýrastur á 1.698 kr./kg í Melabúðinni.  Munurinn er 35% eða 440 kr./kg.

 Mesta úrvalið í verslun Hafberg í Gnoðarvogi

Mikill munur var á vöruúrvali í þeim verslunum sem farið var í. Flestar vörurnar í könnunni voru fáanlegar í Hafberg í Gnoðarvogi en þar fengust allar 29 tegundirnar. Fiskbúðin Trönuhrauni  átti 28 tegundir og Heimur Hafsins á Akureyri var með 27 tegundir

 Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum:  Fylgifiskar Suðurlandsbraut, Fiskbúðinni Sundlaugavegi, Hafberg Gnoðavogi, Fiskikóngurinn Sogavegi, Fiskbúðinni Háaleitisbraut, Fiskbúðin Hafrún Skipholti, Melabúðinni Hagamel, Fiskbúðinni Freyjugötu, Fjarðarkaup Hafnarfirði, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Litlu fiskbúðinni Hafnarfirði, Nóatúni í Nóatúni, Fiskbúð Hólmgeirs Þönglabakka, Gallerý fiski Nethyl, Kjöt og fiskur Bryggjuhúsinu Höfðabakka, Fiskbúðin Hófgerði, Fiskbúðin Mosfellsbæ, Til sjávar og sveita Ögurhvarfi, Samkaup Úrval Akureyri, Heimur hafsins Akureyri og Hagkaup Akureyri////svona er þessi frjálsi markaður þarna álagning efir hendinni/þetta er ekki gott fyrir fiskveiðiþjóð að við skulum verða að borga þetta verð sem er hja´sumum alltof hátt!!! það vantar þarna einhvern sem gerði á sinum tíma skurk og lækkaði vöruverð Fyrst Pálmi i Hagkaup svo Jóhannes í Bónus,þarna er einmitt samkeppni sem vantar þeir lækstu eru einnig of háir að mínu mati og fleiri/þetta er holl fæða og góð og er orðin mikið dýrari en úrvals kjöt/Halli gamli


mbl.is Mikill verðmunur á ýsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Í BNA eru frosin, roðflett þorskflök úr Kyrrahafinu seld á 1340 kr. kílóið. Þar innifalið er flutningur jafn langt og frá Ítalíu til Íslands. Mér sýnist að ástæðan fyrir okurverði á fiski sé kvótakerfið. Menn geta svo þakkað þeim sem komu á þessu okrarakerfi.

Og til þess að rétta hag heimilanna, er þá ekki eðlilegast að ríkisstjórnin beiti sér fyrir afnámi kvótakerfisins ?

Tryggvi Helgason, 15.9.2010 kl. 14:34

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Tryggvi þakka þina skoðun ,en ég er ekki sammála henni,veit að fiskur er dý vara i USA og víðar,en þetta með kvótaerfið her kemur þessu lítið við,veit alveg hvað sjómenn fa´fyrir fiskin uppúr sjó það er ekki einn þriðji af þessu verði ,þetta okur er þeim ekki að kenna eða útgerðamönnum!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.9.2010 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband