Vegið að rótum trúarinnar/Orð í tíma töluð,við Kristnir mótmælum þessari aðför!!!

Vegið að rótum trúarinnar
Innlent | mbl.is | 24.10.2010 | 12:13

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir samþykkt mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar vega að rótum trúar, siðar og hefðar. Hann gerði samþykktina að umræðuefni sínu í predikun hátíðarmessunnar í Hallgrímskirkju í dag.

Samþykkt mannréttindaráðs kveður á um að starfsmenn kirkjunnar fá ekki lengur að heimsækja skóla, kirkjuferðir verði bannaðar ásamt sálmasöng og listsköpun í trúarlegum tilgangi.

„Kerfisbundið virðist vera unnið að því að fela þá staðreynd og víða ráða för skefjalausir fordómar og andúð á trú, sér í lagi kristni og þjóðkirkju. Trúfrelsi er skilgreint sem útilokun trúar frá hinu opinbera rými, uppeldi og kennslu. Sem mun þó einungis stuðla að fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð,“ sagði Karl.

„Þetta má sannarlega sjá í nýlegri samþykkt mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem krefst þess að lokað verði á aðkomu kirkjunnar að skólunum, kirkjuferðir verði bannaðar. Sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi sömuleiðis. Ættarmótið leynir sér ekki.“

Karl vakti einnig athygli á því að samkvæmt bókun mannréttindaráðsins verði Gídeonfélaginu bannað að afhenda skólabörnum Nýja testamentið að gjöf en Gídeonfélagið hefur gefið skólabörnum ritið í tæp sextíu ár.

„Mannréttindaráð vill í nafni mannréttinda banna það að Gídeonfélagið megi afhenda grunnskólabörnum Nýja testamentið að gjöf. Á vettvangi skólans skal börnunum meinað að kynnast því riti sem er lykillinn að skilningi á listum og bókmenntum heimsins, kristinni trú og sið Íslendinga. Sem grunnskólinn á reyndar að lögum að byggja á og fræða um. Nú þykir brýnt að halda þeirri bók fjarri skólabörnum og leggja það rit að jöfnu við auglýsingabæklinga. “

„Eins skal í nafni mannréttinda ekki lengur kalla til presta og djákna þegar áföll verða heldur svonefnda „fagaðila.“ Með þessu er gert lítið úr menntun og reynslu kirkjunnar þjóna hvað varðar sálgæslu og samfylgd við syrgjendur sem flestir Íslendingar kjósa reyndar að þiggja. Þetta er illa dulbúin atlaga að faglegum heiðri presta og djákna og útilokun þeirra frá því að sinna starfi sínu. Allt ber þetta að sama brunni,“ sagði Karl en hann telur að með þessu sé vegið að rótum trúar, siðar og hefðar.

„Það hefur verið gott að sjá að fjölmargir foreldrar og skólmenn hafa andmælt þessum hugmyndum. Guði sé lof fyrir það fólk sem heldur vöku sinni. Það er vegið að rótum trúar, siðar og hefðar. Við þurfum síst á því að halda á háskatímum,“ sagði Karl sem kvað kirkjuna hafa átt farsælt samstarf við skóla.

„Þjóðkirkjan virðir skólann og forsendur hans og hefur átt gott samstarf við skólann um kristna fræðslu, sálgæslu, forvarnir og lífsleikni. Samstarf kirkju og skóla er mikilvægt í grenndarsamfélaginu því báðar þessar stofnanir vilja hag barna og unglinga sem bestan og vilja leggja grunn að hinu góða samfélagi, hinu góða lífi. Á grundvelli hollra gilda.“////þetta orð i tíma töluð og vel það,hlustaði á messuna sog hrífst alltaf að ræðum Biskups okkar og tek undir allt þarna,svona framkom er ekki okkur bjóðandi að mínu mati að 10-15 % eigi að fara að stjórna 85-90% þjóðar vorar,það er ekki það sem við viljum en heldur ekki að kúga minnihlutann það er ekki okkar mottó!!!/Halli gamli


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verið þið kristnu menn kristnir í friðið... látið okkur hin í friði í okkar friði takk...

halldor (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 13:04

2 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Stofnun sem hylmir yfir með kynferðisafbrotum á ekkert erindi innan veggja skólanna.

Stofnum sem getur ekki stundað trúboð án þess að reyna villa óþroskuðum börnum sýn hefur ekkert erindi í nútímasamfélagi.

Kirkjan veit að fullorðið fólk er ekki eins meðtækilegt fyrir bullinu og þar af leiðandi er heilaþvottur barna eina leiðin fyrir þessa stofnun að endurnýja sig.

Eins og Halldór sagði, vert þú bara kristinn í friði, og ekki reyna troða þínum skoðunum upp á aðra, ef fólk vill, þá mun það sækjast í trúarbrögð að eigin frumkvæði.

Tómas Waagfjörð, 24.10.2010 kl. 13:09

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Verið þið bara trúlausir í friði Tómas og Halldór (gisp) ...

Guðmundur St Ragnarsson, 24.10.2010 kl. 13:45

4 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Það er svolítið erfitt að vera trúlaus í friði þegar það er skólaskylda á Íslandi. Öll börn verða að fara í skóla, sama hvers trúar þau eru, og því ætti að hætta krikjuheimsóknir og biblíu-úthlutanir í grunnskólum.

Freyr Bergsteinsson, 24.10.2010 kl. 13:49

5 identicon

Helduru virkilega að 85-90% þjóðarinnar sé kristið? Þú ert ekkert sjálfkrafa kristinn ef þú ert skráður í þjóðkirkjuna....

CrazyGuy (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 13:50

6 identicon

Þjóðkirkjan er að þrengja sér upp á fólk og fólk vill einfaldlega stía henni frá.  Af hverju verður kirkjan að hafa aðgang að börnum?  Er ekki nóg að fólk velji þegar það hefur vit til.  Það er ekkert að hlutlausri fræðslu um trúmál, en að hleypa inn einhverjum

Númer eitt:  Aðskilja kirkjuna frá ríkinu, ríkið á ekki að veita skattpeningum í hobbý fólks.
Númer tvö: Afnema skírn ungabarna og fermingar táninga
Númer þrjú:  Bola trúboði út úr skólum á vegum ríkis og sveitarfélaga.  Ef kirkjan vill hafa aðgang að börnum í skólum, verður hún bara að stofna sína eigin skóla.

Kirkjan verður bara að standa á eigin fótum en ekki vera blóðsuga á kerfinu.

Njáll (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 13:55

7 identicon

Þjóðkirkjan ætti að þakka fyrir að fá að vera til og hafa sem minnst læti, því þá eru meiri líkur á því að fólk taki ekki eftir henni. Því meira sem kirkjan þvælist fyrir, því meira mun fólk berjast gegn henni. Kristnir á Íslandi sem vilja halda í þessa fáránlegu stofnun virðast oft halda að þeirra trú sé einhvern veginn betri en vantrú, sem er þvættingur, en það skiptir ekki máli vegna þess að það er hvers og eins að komast að sinni eigin niðurstöðu.

Þess vegna er mikilvægt að "sálgæsla" barna sé í höndum foreldra þeirra, ekki í hendur ríkisstofnunar sem telur sig hafa umboð skapara alheimsins, hvorki meira né minna.

Það verður reyndar að taka að ofan fyrir Gídeonfélaginu að hafa þó allavega haldið sig við að gefa Nýja Testamentið, sem er ansi villimannslegt þótt það komist ekki nálægt Gamla Testamentinu, þar sem raðnauðgunum, ítrekuðum þjóðarmorðum og þrælahaldi er lýst sem sjálfsögðum hlutum.

Kristnir, vinsamlegast hættið að láta eins og að kristni sé mikilvæg. Hún er hvorki mikilvæg né rétt. Kristni er ekkert betri trú en hver önnur og gefur ykkur engan rétt til að þvælast fyrir í skólastarfi barna.

Annars væri gaman að bera þetta saman við aðrar auglýsingar til barna. Væri það í lagi að vantrúarfólk útbýtti upplýsingabæklingum í grunnskólum um hryllinginn sem finnst í Biblíunni? Eða hversu oft vísindin hafa gjörsamlega tætt í sig Biblíuna? Eitthvað held ég að þá yrði kvartað, og með réttu. Slíkt á ekki heima í grunnskóla, sérstaklega ekki frá ríkisstofnun sem hefur hrokann til að telja sig talsmann skapara alheimsins.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 14:06

8 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta er voðalegt væl í biskup enda hefur hann mjög lélegan málstað að verja. Kirkjan á að hafa hægt um sig og þakka fyrir hvern þann dag sem hún fær ölmusu frá ríkinu/almenningi. Þeir dagar verða senn taldir þar sem aðskilnaður ríkis og kirkju er bara tímaspurssmál.

Guðmundur Pétursson, 24.10.2010 kl. 14:45

9 identicon

Það er einungis verið að tala um að banna trúboð í leik- og grunnskólum sem ég held að hafi frekar lítil áhrif á skólastarfið í flestum skólum, ég eiginlega fatta ekki allt þetta tal um aðför gegn kristni og kirkjunni og þess háttar.  Sjálfum er mér nokkuð sama um þetta og tel mig vera kristinn einstakling svo hvað er málið?  Að hvaða leyti er þetta aðför? Annars finnst mér að foreldrar barnanna eigi að geta tjáð sig um þetta mál og haft meiri áhrif.

Skúli (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 15:17

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta forneskjulega embætti þarf að leggja niður. Trúarbrögð og Guði á ekki að blanda saman. Ég vorkenni biskup fyrir að vera svona einfaldur. Svona kirkjuembætti um allan heim framleiða á færibandi sorgir og vesöld á öllum sviðum samfélaga...

Óskar Arnórsson, 24.10.2010 kl. 15:46

11 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Guðmundur Finnbogason, mesti skólaspekingur okkar Íslendinga og höfundur fyrstu grunnskólalaganna, var mjög ákveðinn í því að halda ætti kristni frá skólastarfi. Þetta var stuttu eftir aldamótin 1900.

Danski presturinn og skólafrömuðurinn Grundtvig var sama sinnis. Kristni hefur ekkert með skólahald að gera, sagði hann um 20 árum áður.

Þjóðkirkjan er að missa fótanna í samfélagi nútímans. Fyrir 10 til 15 árum síðan fann hún upp á því að sækja í skólana - þetta er nýjung, nokkuð sem þekktist ekki þegar við gengum í skóla. Þessi nýbreytni kirkjunnar hefur vakið andúð og reiði margra foreldra. Sjálfur hef ég oftsinnis heyrt frá kennurum og jafnvel skólastjórum að þeir séu á móti þessari innkomu presta í skólastarf.

Siðblindan er mögnuð hjá þeim sem telja hagsmunum sínum best borgið með því að troða sér inn á börnin með boðskap sinn, oftast án þess að foreldrarnir séu yfirleitt spurðir álits. Geta menn ekki háð málefnalega baráttu meðal fullorðinna?

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.10.2010 kl. 16:01

12 Smámynd: Egill

synd að einhver sem heldur með því fína liði Arsenal í ensku deildinni skuli vera svona fattglær og þunnur þegar kemur að kjarna málsins tengdu trúarmálum.

:(

Egill, 24.10.2010 kl. 22:06

13 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Biðst ásökunar ef maður er að særa eitthvern,það var ekki ætlunin,en verið allir i Guðs friði trúaðir og trúlausir/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 24.10.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband