3.11.2010 | 23:18
Leiksýning Jóhönnu/þáttur fjögur eða hvað,verða fleiri????
Innlent | mbl.is | 3.11.2010 | 21:01
Stjórnin er með upplýsingar sem hún gæti notað en það á ekki að hrinda neinu í framkvæmd. Þetta er framhald af því leikriti sem ég held að það hafi verið frá upphafi, segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um afstöðu stjórnarinnar til aðgerða í þágu skuldsettra heimila.
Stjórnvöld boðuðu fulltrúa stjórnarandstöðunnar á fund í dag til að ræða skuldavanda heimilanna og segir Þór aðspurður að fundarboðið sé hluti af leiksýningu sem sett sé á svið til að villa um fyrir kjósendum.
Gert til að vinna tíma
Þetta var sett á svið til að tefja málið. Strax daginn eftir mótmælin 4. október var stjórnarandstaðan beðin um að koma til fundar. Ég er búinn að mæta á fimm fundi með ráðherrahópi stjórnarinnar og þar hefur hver höndin verið uppi á móti annarri hjá þessum fimm ráðherrum. Ögmundur [Jónasson dómsmálaráðherra] hefur verið sá eini sem hefur talað fyrir hagsmunum heimilanna.
Hinir hafa allir talað fyrir hagsmunum fjármagnseigenda, að það megi ekki hrófla við þeim. Það hefur ekki verið mikil samstaða um það innan ríkisstjórnarinnar hvað ætti að gera. Það voru settar á svið risastórar leiksýningar á stóra sviðinu í Þjóðmenningarhúsinu með tveggja daga millibili. Það hefur ekkert komið út úr þessu öllum saman og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá fundinum í dag á ekkert að koma út úr þessu.
Samkvæmt þeim upplýsingum er ríkisstjórnin algerlega úrræðalaus og stefnulaus í bæði atvinnumálum og skuldamálum heimilanna. Það var fjallað um skuldamál heimilanna í dag og það er ekki komin fram nein stefna af hálfu ríkisstjórnarinnar í þá átt að bjarga skuldugum heimilum þrátt fyrir að þau hafi niðurstöður útreikninga í höndunum. Þá á ég við útreikna Sigurðar Snævarr og reiknimeistara stjórnarinnar.
Ómakleg málsvörn stjórnarliða
- Stjórnvöld gagnrýna fulltrúa stjórnarandstöðunar fyrir að hafa vikið af samráðsfundinum í dag og segir að hún sé ekki að taka þátt í viðleitni stjórnarinnar til að taka á þessu máli. Hvað segirðu um þessa málsvörn?
Hún er ómakleg. Við höfum mætt á alla þá fundi sem við höfum verið boðuð á. Við höfum lagt fram tillögur á flestum þeirra og það hefur aldrei verið hlustað á þær tillögur. Það er málið. Þau eru ekki þarna til að hlusta á aðra. Þau eru þarna til að þykjast vera að gera eitthvað. Það náðist smá árangur í átt til samráðs þegar Icesave-málið upprunalega var og hét en það er í eina skiptið sem það hefur náðst eitthvað samráð og það var ekki á vegum Jóhönnu og Steingríms.
Það var á forræði Guðbjarts Hannessonar. Maður situr með þeim fund eftir fund og kemur með málefnalegar tillögur um samráð og lausnir á málunum og þau horfa á mann eins og að maður sé einhvers konar marsbúi sem komi þeim ekki frekar við heldur en rykið á götunni. Þau hafa engan áhuga á að hlusta á annað fólk. Það er bara þannig.
Ráða ekki við verkefnið
- En nú boðar Samfylkingin, stærri stjórnarflokkurinn, samræðustjórnmál?
Þetta eru ekki samræðustjórnmál. Jóhanna og Steingrímur eru þrotin örendi. Þau valda ekki vandamálinu. Þau sjá enga leið út úr því og þau vita ekkert hvað þau eigi að gera. Lýðræðisumbæturnar sem lofað var reyndust bara tóm lygi.
- Nú mæðir mikið á Jóhönnu Sigurðardóttur. Telurðu að hún ráði við verkefnið?
Nei. Hún ræður ekki við þetta og ekki Steingrímur heldur. Það er búið að mæða mikið á þeim og þau eru búin að vera undir alveg gríðarlegu álagi frá því í febrúar 2009 þegar minnihlutastjórnin tók við. Við skulum ekki gleyma því að þau byrjuðu á röngum fæti nánast á fyrsta degi.
Hluti af samkomulaginu sem þau gerðu við Framsóknarflokkinn til að verja minnihlutastjórnina falli var að upplýsa hann um allt sem að gerðist, til að mynda varðandi Icesave. Það var ekki þornað blekið á því samkomulagi þegar þau fóru að véla um Icesave bak við Framsóknarflokkinn.
Blekktu kjósendur
Þór segir stjórnvöld hafa haldið sannleikanum leyndum fyrir almenningi í Icesave-deilunni.
Þau upplýstu aldrei þjóðina eða þingið, eða kjósendur fyrir þingkosningarnar, að aðgöngumiði Íslendinga að ESB væri að gengið yrði frá Icesave í þágu Breta og Hollendinga. Það kom fram í gögnum sem voru í leynimöppu fjármálaráðherra og Wikileaks komst í og lak svo á sínum tíma. Það stendur þar svart á hvítu, segir Þór Saari.////þetta er ekki einu sinni broslegt,þetta er bara plat á plat ofan,eða þegar maður les þetta er maður bara gáttaður,leiksýning skal þetta heita að vinna tíma einnig og ger ekkert á meðan,það er komið nóg af þessu,og breytinga er þarf og það strax,að ver að draga stjórnarandstöðuna og fólkið í landinu á Asnaeyrunum,er ekki komið meiren nog af þessu ,bar að segja af sér og ekkert annað/Halli gamli
Leiksýning Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
Auðvitað eiga þau að segja af sér, þau ætluðust til hins sama af framsókn og sjálfstæðisflokknun á sínum tíma.
En þau munu ekki segja af sér, þau eru búin að vera of lengi í stjórnarandstöðu og þau eru fyrst núna að komast í góðgætið, eitthvað sem þau hafa alltaf þurft að horfa á úr fjarlægð.
Með góðu eða illu, þá verður réttlæti fyrir almenning að vera ofan á í þessarri baráttu.
Tómas Waagfjörð, 3.11.2010 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.