8.11.2010 | 21:30
Geimvera í íslenskum stjórnmálum/nú er mælirin fullur !!!,eða hvað er það þetta sem fólkið vill???
Innlent | mbl.is | 8.11.2010 | 19:57
Ég er geimvera í íslenskum stjórnmálum... Síðan er spurningin: Er einhver Arnold Schwarzenegger þarna úti?; og ég held ekki," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri, í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Hann sagði m.a. að til greina komi að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í sparnaðarskyni.
Jón sagðist vissulega fyrir kosningar ekki hafa viljað hækka útsvar og hann hefði ekki gert sér grein fyrir því hve staða Orkuveitunnar var slæm. Nú lægi fyrir, að loka þyrfti 4,5 milljarða króna gati í fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir næsta ár og verið væri að leita allra leiða til þess í náinni samvinnu við starfsfólk borgarinnar.
Við höfum það að leiðarljósi að standa vörð um þjónustu við þá sem minnst mega sín og reyna að leita leiða í hagræðingu og finna það sem gæti flokkast sem einhverskonar lúxus og skera þar niður," sagði Jón.
Hann sagði að Reykjavík væri með fullbúið skíðasvæði í Bláfjöllum en það eina sem vantaði væri snjór. Hvernig væri til dæmis að loka Bláfjöllum í tvö ár? Þar myndu sparast 87 milljónir," sagði Jón.
Um Orkuveituna sagði Jón að nauðsynlegt hefði verið að hækka gjaldskrá og segja upp starfsfólki.
Ekki vanhæfur heldur mikilhæfur
Brynja Þorgeirsdóttir, fréttamaður Kastljóss, sagði við Jón að talað hefði verið um að hann væri vanhæfur til að gegna starfi borgarbúa og ekki með á nótunum um málefni borgarinnar. Jón sagði að það tal væri súrrealískt; hann væri frekar mikilhæfur.
Ég stofnaði stjórnmálaflokk fyrir nokkrum mánuðum sem hefur gersamlega snúið öllu á annan endann, að minnsta kosti í borginni," sagði Jón. Hann sagði að ef hann væri vanhæfur væri allt þetta flinka og reynslumikla stjórnmálafólk búið að sópa sér út af borðinu.
En það getur að ekki. Það veit ekki hvað það á að gera við mig. Það situr á fundum og ræðir hvernig það eigi að díla við mig. Okkar þekktustu stjórnmálamenn eru að skrifa leiðara um mig," sagði Jón.
Hann sagðist vilja breyta stjórnmálum á Íslandi og þeirri hörku og klækjataktík sem þar væri beitt. En þú beitir henni samt með því að ganga út af fundum, með því að gera grín að klæðaburði þess, tala um hve fólk er leiðinlegt," sagði Brynja Þorgeirsdóttir. Hefur þú mætt á svona fundi?" spurði Jón á móti. Það er hægt að gera fundina skemmtilegri. Það þarf ekki að vera harkalegur og dónalegur til að halda fundi með fólki.
Nýi og Gamli Sjálfstæðisflokkurinn
Jón sagðist aðspurður telja að honum hefði tekist að byggja upp traust og virðingu í starfi sínum sem borgarstjóri, bæði meðal starfsfólks borgarinnar og annarra borgarbúa.
En varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá er ég farinn að upplifa hann dálítið eins og tvo flokka, sem ég kalla gamla Sjálfstæðisflokkinn og nýja Sjálfstæðisflokkinn. Samstarfið hefði gengið vel við nýja Sjálfstæðisflokkinn en ekki eins vel við gamla Sjálfstæðisflokkinn.
Gamli Sjálfstæðisflokkurinn finnst mér vera dálítið eins og Patrick Swayze í kvikmyndinni Ghost áður en hann áttaði sig á að hann var dáinn. Þar held ég að Besti flokkurinn geti verið Whoopi Goldberg og leitt sátt. Það held ég skipti höfuðmáli fyrir framtíð þessarar borgar og framtíð þessa lands," sagði Jón og bætti við að hann ætlaði að verða borgarstjóri að minnsta kosti út þetta kjörtímabil///Dæmi bara hver fyrir sig,þetta viðtal gekk alveg frá manni,allavega mér ,ætli öðrum finnist það ekki einnig,þetta er ekki lengur orðið neitt grín ,heldur fúlasta alvara ,við getum ekki leikið okkur svona í ha´alvarlegum malum til lengdar ,eða er þetta það sem fólkið kaus og vill,það er að segja meirihluti fólksins,nei segi maður það getur ekki verið,og aftur er maður bara kjaftstopp og spyr getur þetta einfaldlega gengið ,svari hver fyrir sig/Halli gamli
Geimvera í íslenskum stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að "borgarstjórinn" hljóti að hafa verið á einhverju STERKARA en áfengi í "Kastljósinu" í kvöld nema þessi "hegðun" sé honum "eðlileg"?????
Jóhann Elíasson, 8.11.2010 kl. 21:52
Þú ert nú eldri en svo að dæma menn eftir 22 vikur, menn geta nú ekki alltaf farið heim með sætustu stelpunni er það?. En til að þessi ágæti einstaklingur standi sig verr en forverar sínir þarf hann að byggja annað brjóst og breyta því svo í veitingastað - leggja ljósleiðara til mars og til baka - hefja eldisrækt í faxaflóa og setja svo eina fyrirtækið (sem hann er ekki búinn að gefa vinum og vandamönnum) á hausinn (aftur). Nei það er þessi h.....s gleymska í kjósendum eins og þér sem fylla mælinn.
Valgeir Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 21:54
Jú, jú; Þetta (Hvað svo sem það er) er " það sem fólkið kaus" svo þetta hlýtur að reddast einhvern veginn. Jóke!!!!!!!
Agla (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 21:58
Valgeir /það sem helst hann varast kann ,varð að koma yfir hann,/segir máltækið/þú svarar þessu að mestu sjálfur!!!Kveðja
Haraldur Haraldsson, 8.11.2010 kl. 22:04
Er þetta ekki sú aðferð sem Sjálfstæðismenn notast við??? Þú ert allavega ekki fyrsti sjálfstæðismaðurinn sem vitnar í passíusálma á þessum síðustu og verstu, og þótt undarlegt megi virðast sömu línuna eftir hann Hallgrím P. Það bendir ansi margt til þess að þeir ásamt hinum frjórflokkunum hugsi og um leið vinni með þessum hætti.
Óminnishegri heitir
sá er yfir öldrum þrumir.
Hann stelur geði guma.
Þess fugls fjöðrum
eg fjötraður vark
í garði Gunnlaðar.
Ég vona bara að mínir skoðanabræður rati heim á endanum, eins og Óðinn gerði, þrátt fyrir minnisleysið. Patrick Swayze armurinn má alveg deyja drottni sínum.
Valgeir Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:37
Haraldur mikið er ég sammála þér, ég varð alveg orðlaus á tíma og ekki batnaði það þegar blessaður maðurinn fór að segja að hann væri Geimvera... Það er óskandi að geimskipið fari að láta úr höfn fljótlega...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.11.2010 kl. 23:08
Það sem mér fannst virðingarvert við borgarstjórann er að hann svaraði spurningunum sem fyrir hann voru lagðar. Ekki eins og margir aðrir stjórnmálamenn sem snúa útur eða koma með einhverja ræðu sem kemur málinu ekkert við. Þetta mættu fleiri gera. Og mér fynnst sjálfstæðisfólk vera fljótt að gleyma, því það voru nefnilega biðraðir hjá mæðrastyrktarnefnd þegar sjálfstæðisflokkurinn réði ríkjum í borgini líka. Þá var ekkert minnst á það.
Fyrrverandi borgarstjóri Hanna birna viðurkenndi líka í þættinum Sprengisandur að það þyrfti að hækka gjaldskránna hjá OR. Bara ekki fyrr en eftir áramót. Og það mættu fleiri hafa vit á því að leita sér ráða og þykjast ekki kunna allt og geta allt. Einnig sjálfstæðismenn sem stóðu nú vaktina ekki of vel árið 2008 svo ekki sé sterkara að orði komist. Ef hlustað hefði verið á spekinga sem voru búnir að spá fyrir um hrunið en ekki drulla yfir þá og fullyrða að þetta væri bara öfund og ekkert annað. Ef menn hefðu leitað sér ráða en ekki þóst vita allt og kunna allt hefði kanski verið hægt að bjarga einhverju.
Ómar Már Þóroddsson, 8.11.2010 kl. 23:18
þakka innlitið Ingibjörg við erum sammála/en Valgeir og Ómar auðvitað megum við öll hafa okkar skoðanir,mínarreru þessar að Jón Gnarr er gróðu leikari og sennileg mjög ágætur maður,en engin Borgarstjóri !!!!/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 8.11.2010 kl. 23:52
Jón er flottu djókari,
Júði er hann ekki,
mikill og magnaður málssvari,
megnar fjórflokk í hlekki.
Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 00:53
Sigurður þessi bara góð/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 9.11.2010 kl. 07:12
Var það ekki bara fínt, að verða hneykslaður, spældur og svo að getað hlegið.
Mun betra en sú innihaldslausa síbylja sem kemur upp úr professional stjórnamálamönnum, innihaldlaust þvaður sem engu skilar... ekki einu sinni umræðuvert, bara gamalt lúið sovét/sænskt dauðyfla þvaður í 4flokksmönnum.
Vað með aðra borgarstjóra.. td Villa, maðurinn var hreint fáránlegur, mun fáránlegri en Jón Gnarr
doctore (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:23
doctore Sínum augum litur hver á silfrið og svo framvegis,þú með augum sem eru ekki eins og mín og mynna manna,það er vist að við verðum aldrei sammál/en kveðja p/s var að láta skipta um augasteina kannski þá breytist sjónin eitthvað sami
Haraldur Haraldsson, 9.11.2010 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.